Skinfaxi - 01.12.1989, Page 11
Fyrstu
arin
Fyrsta myndin sem birtist í Skinfaxa var af norska skáldinu Björnstjerne
BjörnssonJO. tbl.l .árgangs. Hún erkannski tilvitnis umþá áherslu sem œtíð
var lögð á bókmentir lengi vel í tímaritinu.
í þessu þessu
afmælisblaði er birtur fjöldi
greina úr fyrri blöðum
Skinfaxa. Fyrst og fremst
eru birtar greinar frá fyrstu
árum blaðsins. Af löngum
ferli blaðsins er úr mörgu
að velja en þessi kostur
var valinn af einni ástæðu
sérstaklega. Fyrir
nútímalesendum eru
fyrstu áratugir aldarinnar
líkast til í órafjarlægð. En
80 ár er ekki langur tími.
Og þegar þær greinar eru
lesnar sem hér birtast
verður mönnum að öllum
líkindum Ijóst hvað það er
sem má ekki gleymast frá
þessari kynslóð fólks, sem
oft er nefnd
„aldamótakynslóðin". Það
hefur gerst allt of oft
undanfarin ár að þetta
hugtak er nefnt í skoplegu
samhengi. En fyrir utan
dugnað og kjark hafði
þessi kynslóð þann
hugsjónaeld og bjartsýni
virðist fjarverandi í dag.
Það er eitt af hlutverkum
sagnfræðinga í dag að
birta nútímamönnum
þessa bjartsýni og við
hvaða bágbornu aðstæður
hún sprettur fram.
Sjálfsagt gera ekki margir
sér nógu vel grein fyrir
því að þeir menn sem
höfðu á þessum tíma
skoðað sig um í heiminum
eyddu allnokkrum tíma í
að brýna fyrir almenningi
að þvo sér einu sinni í
viku að minnsta kosti!
Þessi kynslóð braust
undan yfirráðum Dana og
kom íslandi inn í 20.
öldina.
Við skulum því minnast
aldamótakynslóðarinnar
með þeirri virðingu sem
hún á skilið. Og þess
vegna birtist hér mikið af
greinum frá fyrstu árum
Skinfaxa. IH
Moli úr gömlum
Skinfaxa
„Úr Svarvaðardal er skrifað:
Andlegt líf er hér með fjörugra
móti í vetur. Stafar það mest
af forgöngu
ungmennafélagsins, sem hér
hefir haldið uppi öflugri
starfsemi, á ýmsum sviðum, í
mörg ár. Og til þess að fá enn
meiri byr í seglin hefir verið
stofnað annapð
ungmennafélag í
framsveitinni, og spá ýmsir að
milli þessara tveggja félaga"
Skinfaxi
11