Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 14
Fimm ára starfsafmæi! Fimm ár! Ekki er aldurinn hár! En það er orð- ið svo algengt. nieð þjóð vorri að minnast afinæla, sein einkum enda á 5 eða 0, að ég held það ekki svo fráleitt að minnast þessa afmælis. Eg býð hvorki upp á afmæliskringlu, „hressingu" eða langa lofgrein. Nei, ég ætla aðeins að lýsa fimm ára starfsemi Hækjuverksmiðjunnar á Bíldudal og ýmsu í sambandi við hana. Ef þú hefir komið til Bíldudals á sl. 5 árum, hefirðu hlotið að veita athygli stóru livítmáluðu húsi með háum reyldiáf og rauðu þaki. Það er líækjuverksmiðjan og sérðu hér mynd af henni. Rækjuverksmiðjan á lííldudal. 4. september 1948 var fyrst J'raman af drunga- legui'. En er á leið daginn, birti 1il og varð bézta veður. Þessi dagur var einn mesti gleðidagur á Bíldudal. E.s. „Clullfoss" lagðist að hafskipa- l)ryggjunni. Frá borði stigu hundruð karla og kvenna, þyí að för skipsins var ekki lengra heitið. Daginn áður og fram á morgun hafði fjöldi fólks komið til Híldudals, hvaðanæva frá næstu sveitum, ríðandi, gangandi eða á bátum. Ilóparn- ir sameinuðust svo í eina alsherjar þyrpingu við verzlunarhús H.f. Mai'on. Lúðrasveitin „Svanur“, sem komið hafði með ,,C4ullfossi“, hóf blástur sinn. Yfir mannþrönginni blökklu i'ánar fvrir hægum vindi, eins og þeir væru að „slá taktinn“ fyrir lúðrasveitina. Á eftir leik lúðrasveitarinnar hóf Gísli Jónsson forstjóri, aðal-eigandi og' stofn- andi Rækjuverksmiðjunnar, ræðu í tilefni dags- ins, sem var „vígsludagur Rækjuverksmiðjunnar og fiskimjölsverksmiðju þar á staðnum. Að lok- inni ræðu lians og fleiri atriðum var staðurinn og 14 verksmiðjurnar skoðaðar. Að því loknu hófst hér- aðsmót Sjálfstieðismanna. Var það haldið í vinnu- sal Rækjuverksmiðjunnar. Með því lauk „vígslu- deginum* ‘. Verksmiöjuhúsiö er steinsteypuhús, 30 m. á lengd og 12,5 m. á breidd. t öðrum enda þess er allstór byrgðasalur. Inn af honum tekur við vinnu salurinn, 16 m. á lengd og 12 m. á breidd. í þess- utn sal eru allar nauðsynlegar niðursuðuvélar og 4 vinnuborð, sem flest standa eftir endilöngum salnum, þó með gangrúmi við endana, og milli þeirra er gott rúm. I lclefa í vinnusalnum eru 3 geysistórir niðursuðupottar. f hinum enda hússins rannsóknarstofa og er þar m. a. mælitæki, sem rannsakað er, hvort niðursuðan þoli geymslu. 1 þessum enda hússins er ennfremur varðstofa verk- stjórans, kaffistofa starfsfólksins, fatageymsla, salerni og handlaugar. í útbyggingu við sjálft verksmiðjuhúsið er gufuketill. Þetta er aðeins ófullkomin lýsing á verksmiðjunni, en þegar hún getur bætt núlli fyrir aftan starfsárafjölda sinn, verður henni sennilega lýst betur. Þótt Rækjuverksmiðjan hefði fengið þessa „vígslu“ 4. sept., tók hún ekki til starfa fyr en 23. okt. 1938. Og' það var því 23. okt. sl., sem hún átti 5 ára starfsafmæli. E.s. Gullt'oss við bryggju á ISíldudal 1938. Fjöldi báta, víða af Vestfjörðum lióf rækju- veiði í Arnarfirði. 70 stúlkur og 4 karlmenn tóku á móti aflanum og um 5000 dósir af rækju vorn soðnar niður á dag. Þannig var unnið og starfað VlK/NGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.