Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 23
Finnur Jónsson, alþingismaður: Uppbœturnar og endurnýjun skipastólsins. Bitt sinn var okkur kennt að við íslendingar lifðuin nær eingöngu á fiskveiðum og landbúnaði. síðar bættist iðnaður við og á hinum síðustu tímum hið svonefnda „ástand“. Margir fóru í ástandið og lifðu á því og aðrir lifðu á þeim, seni í ástandmu voru. Þetta var orðinn stór atvinnu- vegur. Svo stór, að menn gættu þess ekki að hann var hverfulli en jafnvel hinn svipuli sjávarafli. Menn vöndust á þá hugsun að geta lifa-ð hver á öðrum og þessi hugsun varð svo rík að hinir gömlu landsstólpar lnrndurnir eða e. t. v. öllu heldur stjórnmálaleiðtogar bænda, liafa fram- kvæml Jietta að lifa á öðruni nú um þiúggja ára sk eið. Ríkissjóður hefir ekki farið varhluta af pen- ingaflóðinu i'remur en ýmsir aðrir, en liann hefir heldur ekki verið eftirbátur annara með fjáraust- urinn. Þar hefir verið staðið í austri eins og skip- ið væri að sökkva undan hinum þungu fjársjóð- um. Hygginn formaður hefði tvíróið eða þríróið og komið aflamun í land, en í ríkissjóðnum er því kastað lit af öðru borðinu, sem dregið er á hitt. Það er líkara að fávitar hafi verið aö verki en ekki ýmsir ágætismenn, útvaldir af þjóðinni. Enginn veit enn hve miklu hinar svonefndu uppbætur nema. Þær eru tvenskonar. Uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur og u])])bætur á landbúnaðarvörur, sem seldár eru á innlendum markaði. Líklegt má telja, að uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir nemi á þrem árum, frá íiö—45 miljóniun kr.óna. Þetta er borgaö fyrir að fá út- lendinga 1il að borða kjötið okknr og kla-ðast í ullarföt eða nota gærurnar okkar sér til skjóls. ilinar uppbæturnar á landbúnaðarvörur, sem seldar eru á innlendum markaði, munu verða um -b miljónir króna á tveim árum. Fyrir næsta ár, á nýafgreiddurm fjárlögum, voru hinar fyrnefndu uppbætur áætlaðar 10 milj- ónir króna, en aðspurðir sögðu tillögumenn að þær væru einhversstaðar á milli 8 og 16 miljónir. Það þætti lélegur stjórnandi á sjó, sem ekki sigldi nákvæmara stryk en þetta. Þegar þessi áætlun var komin í fyrsta sinn á l'járlög, vantaði cinhverja heimild lil að borga niður dýrtíðina, sem kallað er, eða fyrir upp- bótunum á innlendum markaði. Sú heimild var gefin í þingsályktunarformi, en ekki var séð, fyrir hvar á að taka peningana. Tillögur, semframkomu um það, voru ýmist felldar eða þá döguðu uppi. Málið stendur þannig nú, að búið er að af- greiða fjárlög sem vel geta farið útgjaldamegin frarn úr áætlun um 6 miljónir króna í uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur. Eftir er svo að finna skatta fyrir um 10 milj. króna í uppbætur á landbúnaðarvörur sem seldar eru á innlendum markaði, ef heimildin er notuð allt árið, eða alls getur vantað um 16 miljónir króna til þess að efna u])])bótarloforðin ein, þó áætlunin standist að öðru leyti, sem aldrei skeður. Hvar á að taka þessa peninga? Getum við lialdið áfram að lifa hverir á öðr- um ? Astandslíkurnar hafa minnkað og ef landbún- aðurinn hefir þuri't allar þessar ujjpbætur, þá er ekki líklegt að hann sé aflögufær. Um iðnaðinn er það vitað, að hann selur sínar yörur yfirleitt svo dýrar að þær eru. ekki samkeppnisfærar við ei'lendar iönaðarvörur þegar markaðir opnast aftur. En verzlunin mun einhver s]>yrja? Það er blóm- legur atvinnuvegur. Þeir sem svona hugsa glevma því, að allur verzlunargróði, hverju nafni sem nefnist er á einhvern hátt tekinn frá atvinnuveg- um hindsmanna og það er þessvegna mjög óeðli- legt að verzlun geti blómgast ef atvinnulífið er í kaldakoli. Þá er sjávarútvegurinn síðastur. Geta elcki allir landsmenn haldið áfram að lifa á honum? Von er að menn spyrji. Okkur hefir verið kennt að sjórinn umhverfis landið væri gullkista þess. Og' sjórinn er stór. En hvernig á að ausa upp úr gnllkislunni ef skipin,vanta, og er hægt að ætl- ast til að sjómenn ausi svo miklu u]>p úr sjónum að bæði þeir og allnr aðrar stéttir landsins geti lifað á því, og sumir jafnvél slíku kóngalífi sem sjómenn aldrei hafa kynst öðruvísi, en inn um hallarglugga. Vissulega ekki. í hinni blindu samkeppni um að kræla úr rík- issjóðnum, hefur nauðsyn þess að búa í haginn fvrir framtíð atvinnuveganna setið á hakanum. Engiij trygging er fyrir því að uppbæturnar VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.