Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Qupperneq 26
Dýrmætur afli við skipshlið. Vaktanöfnin. Mætti ekki hafa nöfnin á vöktunum þannig, þegar ekki eru hafðar sjóvaktir, heldur þrískiftar vaktir, þ. e. 6 vaktir á sólarhring. 1. Hundavakt. 2. Stuttavakt. 3. Morgunvakt. 4. Langa- vakt. 5. Dagvakt. 6. Kvöldvakt. — Hinsvegar mó setja vaka fyrir vakt, en vakt tel ég betra sjómannamál. Vakt er stutt orð og misheyrist síður en vaka, en það er mikill kojstur í sjómannamáli að orðin séu stutt og greinileg. Sjálfsagt tel ég að halda gömlu orðunum á vöktunum, þó tímalengd þeirra breytist. T. d. stuttavakt, þó hún lengist um hálftíma. Og langavakt, þó hún styttist um 2Vi tíma. Morgunvakt var áður annað nafn á stuttu- vaktinni. Mér virðist ekki fara illa á því að færa það yfir á formiðdagsvaktina, sem er langt nafn og leiðin- legt og þar að auki hálfdanskt. Með því að viðhalda gömlu nöfnunum á vöktunum, geymast betur minningarnar um þá sjómennsku, sem skóp vaktanöfnin. En „gömlum götum og gömlum föt- um skal maður ekki gleyma“, segir færeyski málshátt- urinn, í slæmri þýðingu. Með Víkingskveðju. Gamall ajómaöur. ★ Þú átt að ganga á vatni ber. Á jólum allir óska heitt að þú fáir eitthvað veitt, ekki mun af veita. Og ekki þarftu að óttast neitt að ágóðann þeir fái ei leitt inn til landsins sveita. 1 fundarsölum færðu hrós, fyrir að vera nú til sjós á úreltum lckahripum. En þingið það, sem styrkjum jós, forðast að nokkuð kæmi i Ijós fé fyrir nýjum skipum. Verðuppbæta allt þarf hér, ullar-flóka, krækiber og svo kjöt og heyið. Á FRÍVá Og veiztu hvað þeir ætla þér? Þú átt að ganga á vatni ber! er frá þér hrynur fleyið. Hr. ritstjóri. Ég hefi ekki fengist við blaðaskrif um ævina og aldrei fyrr sett línu í bundið mál. En enda þótt þetta sé eng- inn perlukveðskapur, er það þó þau umbrot í fáum orð- um, sem hreyfa sér í huga mínum, og ég er viss um ótal margra annarra sjómanna, er manni verður hugsað til handabragða háttvirtra þingmanna, þegar þeir eru að útdeila þjóðartekjunum. Þegar þeir eru búnir að skera beituna og eru að leggja línuna, fyrir háttvirta kjós- endur (landþorskinn). Ég hefi, eins og margir félaga minna. margan þorskinn rist, eftir að búið var að draga hann inn. En ill þykir mér framtíðin fyrir þá, scm hafinu eru bundnir um lífsafkomu, ef allur auðurinn sem úr því næst, á að verða rifrildisaurar 52 manna, sem trúað hefir verið fyrir forsjón urn fyrirkomulag íslenzka þjóð- félagsins, að sem heilbrigðast mætti verða. Ég ætluði að segja þér, að vísurnar voru gerðar um jólin, í hálfvitlausu veðri, eins og við köllum það, og til orðnar undir hljómfalli sjólekans, sem draup yfir skall- ann á okkur gegnum dekkplankana, og varð að áveitu, sem við óðum i, þegar safnaðist saman á lúkarsgólfinu. Þú ræður svo hvað þú gerir við þetta. Látið þið Vík- inginn ekki linast í að vekja þá, sem sofa á vaktinni, þá, sem róa sér í mjúkum stólum og háum sölum, mcðan við, sem afiann sækjum, ruggum á litlum fleytum og kúrum í þröngum klefum. Sjómaöur. ★ Shaen frá Persíu heimsótti England fyrir nokkrum árum. Hann skoðaði meðal annars „Tower of London“ og varð svo hrifinn að sjá öxina og höggstokkinn, að hann vildi láta hálshöggva einn af þjónum sínum, til reynslu. En varð mjög undrandi, er enska stjórnin neitaði að verða við beiðni hans. ★ I Yorkshire gengur lítil járnbrautarlest á milli tveggja borga. Henni er skift í þrjú farrými, — fyrsta, annað og þriðja. — Miðja vega milli borganna er brött brekka. Þegar lestin kemur neðst í brekkuna, opnar lestarvörðurinn dyrnar og segir: „Fyrsta farrýmis far- þegar, sitjið kyrrir! Annars farrýmis farþegar, farið út og gangið! Þriðja farrýmis farþegar, farið út og hiálpið til að ýta upp brekkuna!“ ★ Stúlka (á skemmtiferð): Hversvegna eru fuglar kringum öll skipin, nema þetta eina, þarna fyrir aftan, skipstjóri? Skipstjórinn: — Ó, mikið rétt! Þetta er gamall kláfur frá Aberdeen. 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.