Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 42
Smehkvísi bóndans
á Geitaskarði.
Það er ekki ný bóla. að fjármálastarfssemi
okkar háa alþingis hljóti gagnrýni borgaranna,
enda mun i rauninni til þess ætlazt í lýðfrjálsu
landi. Síðan „Yíkingur" hóf göngu sína, hafa
honum borist all margar þessháttar greinar og
hefir sumt af þeim verið birt.
Þó að blaðinu sé ekki ætlað að blanda sér í
hinar pólitísku erjur í landinu, varð ekki hjá því
komist, að taka tillit til óska sjómannanna og vel-
unnara þeirra, í þessu efni. Er og heldur engin
fjarstæða að líta svo á að fjármálastjórnin í land-
inu ætti að vera hafin vfir hin þröngu flokkssjón-
armið.
Ekki alls fyrir löngu hefir bóndi nokkur, hr.
Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði kvatt sér hljóðs
í Tímanum. Ber hann þar íorgöngumönnum Yík-
ings á brýn, að með birtingu áminnstra greina
séu þeir með aurkast og illindi í garð bænda. Slíkt
er vitanlega hin mesta fjarstæða, og engum orð-
urn að því eyðandi.
En hinn virðulegi bóndi í Geitaskarði, vill í lok
síðustu greinar sinnar, sem er að mestu tilefnis-
laus ádeila á séra -Tón Thorarensen, finna vel
táknandi viðlag við ritsmíð sína. Verður honum
þá nærtækust eftirfarandi vísa:
„Þó að margur upp og aftur
Island níði búðarraftur,
meira má en kvikindskjaftur
kraftur Guðs og sannleikans.“
liallast hér naumast á um málsrök og málafærslu
og- er hvortveggja næsta ósmekklegt.
Hugleiðingar séra Jóns Thorarensens. sembirtar
voru hér í blaðinu, eru vitanlega í fullu samræmi
við staðreyndir. Landbúnaðurinn er, fyrir rás við-
burðanna, orðinn „hinn lit.li bróðir“ i atvinnulífi
þjóðarinnar. En það er bændastéttinni útaf fyrir
sig engin minnkun. Orð góðskáldsins, „bóndi er
bústólpi, Inj er landstólpi, því skal hann virður
vel“, eru enn í fullu gildi. En á þessu landi eru
líka „sjávarbændur," sem einnig mætti virða vel
En þeir hafa um skeið ekki mikillar virðing-
ar notið í ritum og ræðum sumra manna. Fyrir
arðinn af búrekstri þessara „bænda“ hefirþó þjóð-
in eignast flest þau verðmæti á síðustu áratugum
sem hér eru nú fyrir hendi. Og ef við viljum horfa
fram á leið í atvinnumálunum, verðum við fyrst
og fremst að treysta á arðsemi „sjávarbúanna“ í
framtíðinni. Bóndanum í Geitaskarði virðist ó-
sýnt um að horfa fram, og svo fast, starir hann
aftur, að gamlar erjur landsmanna við danska
einokunarkaupmenn verða honum hugstæðastar.
Slíkir sjálfboðaliðar í víngarðinum henta okkur
ekki nú á tímum, og miklu síst bændastétt þessa
lands.
Sjötti árgangur
1 jólahefti blaðsins var þess getið, að upplag
blaðsins væri komið upp í 4500 eintök og þess
vænzt ef mögulegt yrði með aðstoð okkar áhuga-
sömu og ötulu útsölumanna víðsvegar um land að
koma því á þessu komandi ári upp í 5000 eintök.
Þegar uppgjör ársins fór að berast frá útsölu-
mönnunum hefir hinsvegar brugðið svo við, að
fjölgun hefir orðið það mikil allvíða, að byrja
verður nú þegar þennan 6. árgang blaðsins með
500 eintökum. Það er góðs viti fyrir blaðið, að
útbreiðsla þess hefir aukizt jafnt og þétt og eftir
því sem árin líða.verður blaðið styrkar og getur
farið að leggja meiri kraft á fjölbreyttni efnis og
annað ei' mætti verða áskrifendunum til gagns og
gamans. En í því sambandi er rétt að minna á að
æskilegt, er að lesendurnir sem eru víðsvegar um
byggðir landsins sendi blaðinu greinar um ýmis-
leg efni, þannig getur það verið straumveitir milli
landshluta, frá austri til vesturs og norðri til suð-
urs, um gamlan fróðleik og nýjar hugmyndir.
Blaðið mun vera í hverju einasta íslenzku skipi,
nærri hverju sjávarþorpi landsins, og í sumum
sjávarþorpum á nærri hverju heimili, allvíða langt,
inn til sveita, til Englands, Ameríku og Færeyja
i'ara um 10 eintök á hvern stað, og norður í Gríms-
ey („úti við Dumbshafið kalda“) 10 eintök, sem
láta mun nærri að sé eitt á hvert heimili. Far-
manna- og fiskimannasamband Islands getur
glaðst yfir þeim velvilja sem málgagn þess nýtur,
sem byggist á þeirri staðreynd hve sjómennskan
er sterkur þáttur í eðli þjóðarinnar.
Víkingurinn er nú hratt að nálgast að geta sagl
um sjálfan sig, að hann sé útbreiddasta og víð-
lesnasta blað landsins.
LÖNG SIGLING
Frá því e. s. Gullfoss hóf siglingar árið 1915 og
þar til skipið var kyrrsett í Kaupmannahöín við
innrásina í Danmörku árið 1941, hafði það siglt
alls um 950.000 sjómílur. Má hiklaust telja að það
sé hin mesta sigling nokkurs íslenzks skips hingað
til.
42
VlKINGUR