Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 63
í för með sér verulegan sparnað. Ekki er lengur nauðsynlegt að taka skip í slipp til hreinsunar, sem er bæði dýrt og tímafrekt. Áætlun skips raskast ekki, því að hreinsun getur farið fram jafn- framt losun eða lestun. Eldsneyt- issparnaður er umtalsverður. Til dæmis má taka Háafoss. Haukur Guðmundsson hreisnaði botn hans í september síðastliðnum. Hann var þá orðinn nokkuð gró- inn, þó ekki væru liðnir nema 7 mánuðirfrá því hann hafði verið í slipp. En hafa verður í huga að á þessu tímabili lá skipið alllengi í höfn (í verkfallinu) og við slíkar aðstæður verður gróðurmyndun meiri en ella. Háifoss er 1600 brúttó rúmlestir. Það tók kafarann 8'/2 klst, að hreinsa botn skipsins; kostnaður: rúmlega 270 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum Viggós Maack skipaverkfræðings hjá Eimskipafélaginu, eyddi Hái- foss 25,8 kg af gasolíu á hverja sjómílu fyrir hreinsunina, en eftir hana 20,8 kg miðað við sama hraða. í einum túr frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og til baka (2400 mílur) sparast því 12 tonn af olíu. Tonnið af gasolíu kostar í Khöfn 342 dollara eða nær 132 þúsundum króna, þannig að olíu- sparnaður í einni slíkri ferð er ríf- lega hálf önnur milljón króna. Botnhreinsun kemur í veg fyrir tæringu Hér verður sparnaðardæmið ekki rakið lengra. En rétt er þó að drepa á enn eitt höfuðatriði. Skipsbotn stálskipa er málaður með tvenns konar málningu, fyrst ryðvarnarmálningu og síðan málningu til varnar gróðri og dýralífi. Það er breytilegt eftir að- stæðum hversu ör þessi lífmyndun á botni skips er og hve lengi yfir- málningin dugir til varnar, en ef hreinsun dregst úr hömlu getur lífmyndunin á botninum unnið á henni og síðan valdið tæringur í VÍKINGUR Eldsneytissparnaður. — Af línuritunum hér að ofan niá fá samanburð á hraða og olíu- eyðslu tvcggja skipa á tvcggja ára tímahili eftir að þau koma úr klössun úr slipp. (•anf>hraði beggja er í upphafi þessa tímabils 15 mílur. Efra línuritið gildir um skip sem aldrei cr botnhreinsað á þessum tíma, cn hið neðra um skip sem er hreinsað af kafara eftir 9,15 og 20 mánuði. Lóðréttu mælikvarðarnir sýna hlutfallslcga aukningu á olíueyðslu (til vinstri) og hraða i mílum á klst. Lárétti kvarðinn sýnir tímalengd í mánuðum. botnplötunum. Línuritið sem þessu greinarkorni fylgir getur gefið hugmynd um hversu nauð- synleg regluleg botnhreinsun er, þó að tímabilin sem þar eru skráð eigi ekki við í einstökum tilvikum. 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.