Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 17
„Ég ætlaði að hníga niður en það var eins og það kæmi einhver kraftur í mig og ég tók þetta eins og sjálfsagðan hlut.“ Ljósm.: Alfons vafamál að það er það fyrir mann sem er búinn að vera við þetta allt sitt líf. Það er munur að geta farið út á sjó þegar best og blíðast er.“ Eins og fyrr segir á Kristmundur sex syni og fimm þeirra eru sjómenn. Sá yngsti hefúr aldrei verið til sjós. Er pabb- inn undrandi á að einn þeirra skyldi ekki gerast sjómaður? „Ég veit það ekki. Þeir fengu að ráða því sjálfir hvað þeir gerðu. Ég rak hina ekki til sjós, en þeir hafa allir róið með mér nema Óðinn.“ En hvernig erjyrir skipstjórann að hafa syni sína um borð? „Ég tók þá eins og aðra menn. Þeir höfðu aldrei nein fríðindi, nema síður * « væri. EF TIL ER KRAFTAVERK ÞÁ VAR ÞETTA KRAFTAVERK Fyrir fáeinum árum voru fjórir sona Kristmundar saman á sjó, á Steinunni, þegar það óhapp varð að einn tók út í vondu veðri. Við að reyna að ná honum inn aftur fór svo illa að tveir til viðbótar féllu fyrir borð. Blessunarlega tókst þeim eina sem eftir var í Steinunni að ná bræðrum sínum aftur um borð. Einstakt afrek. „Þetta var kraftaverk. Ef til er krafta- verk þá var þetta kraftaverk. Ég er mjög þakklátur fyrir hversu vel tókst til. Það var hvínandi sunnanrok þegar þetta gerðist. Brynjar hringdi í mig þegar þeir voru á landleið og sagði mér hvað hafði gerst. Ég ætlaði að hníga niður en það var eins og það kæmi einhver kraftur í mig og ég tók þetta eins og sjálfsagðan hlut. Eftir það hef ég ekki hugsað um þetta.“ Þú sagðir áðan að þig hejði ekki hent neitt alvarlegt. Hvílir lán yfir þér og þá strákunum líka? „Ég veit ekki, en ég hef verið lánsamur og þetta með strákana er kraftaverk. Ægir var einn eftir um borð í brjáluðu veðri. Hinir þrír voru í sjónum og einn þeirra flotinn langt út í haf. Þetta var kraffaverk." Hvaða veiðiskapur var skemmtilegastur? „Hringnótin, alveg tvímælalaust. Það var margt sem gerði það. Spenningurinn var mikill. Við vorum kannski með tóman bát heilu dagana, svo allt í einu var báturinn fullur af síld! Þetta var mjög n (7 Gæfið að Því að viðvörunarkerfið oö handslökkvifækin séu fil sfaðar ÍBRUNAMÁLASTOFNUN VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.