Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 23
sem var látið duga. Yfir borðinu voru
skúffiir fyrir mjölið og þar þrifust mýsn-
ar. Þegar ég opnaði skúffurnar stukku
þær lóðrétt oní fötuna og drukknuðu
með það sama,“ segir Gunnar en bætir
við að þótt aðbúnaður væri ekki beysinn;
þriggja hæða kojur og engin aðstaða til
að þvo eða þrífa sig, hefði þótt gott að
komast í togarapláss því tekjurnar voru
betri en í landi.
ÓLAFSVÍKUR-KALLA TÓKST AÐ
HALDA MÖNNUM FRÁ KOJU
Togaramennska Gunnars hélt áfram
og nefnir hann Karlsefni og Venus frá
Hafnarfirði. Á Karlsefni var líka Ólafs-
víkur-Kalli um tíma.
„Þá voru menn farnir að standa sex og
sex. En Ólafsvíkur-Kalla tókst að halda
mönnum frá koju með endalausum
skemmtisögum af sjálfum sér og öðrum.
Mannskapurinn sleppti frekar hvíld en
missa af góðri sögu. Það er eitthvað
annað núna þegar menn talast varla við
til að trufla ekki myndbandaglápið.“
Á Venusi, gömlum kolatogara, var
skipstjóri Gísli Jónasson og var þetta
fyrsti togarinn sem Gísli var með sem
skipstjóri.
,,Við komum til Hafnarfjarðar í vit-
s
„ Olafsvíkur-Kalla tókst að
halda rnönnum frá koju
með endalausum
skemmtisögum af sjálfum
sér og öðrum. Mann-
skapurinn sleppti frekar
hvíld en missa af góðri
sögu. Pað er eitthvað
annað nána þegar menn
talast varla við til að trufla
ekki myndbandaglápið. “
lausu veðri með veikan kyndara og svo
vantaði kol. Eg, Gísli og Guðmundur
móðurbróðir minn bjuggum í Reykjavík
og fórum heim. Um eftirmiðdaginn
áttum við að fara á sjó aftur og var
ákveðið að ég pantaði bíl og tæki hina
upp í leiðinni. Ég spurði bílstjórann
hvort ekki væri orðið illfært til
Hafnarfjarðar. „Það helvíti, ég fer aldrei
þangað,“ sagði bílstjórinn. Gísli hund-
skammaði bílstjórann en hann neitaði
samt að fara með okkur og Gísli þvertók
fyrir að borga fyrir bíldjöful sem ekki
færi til Hafnarfjarðar. Hann pantaði
annan bíl en sá bílstjóri neitaði að keyra
okkur nema við borguðum hinn bílinn.
Gísli tók stefnuna niður í bæ á
Hreyfilsstöðina við Kalkofnsveg og við á
eftir. Það var svo mikið strauið á honum
að þegar hann svipti upp hurðinni á
Hreyfilshúsinu hrökkluðust bílstjórarnir
út í horn,“ segir Gunnar og hlær mikið.
Og þótt Gísli hafi barið í borðið var ekki
smuga að fá bíl.
ÉG SAGÐI AÐ GÍSLI
SKULDAÐI HONUM DJOBB
„Við fórum út á Lækjargötu og þar sá
ég glitta í gamlan skipsfélaga, Sigga að
nafni, undir stýri á leigubíl. Hann féllst á
að reyna að keyra okkur suðureftir.
Stundum urðum við að ganga á undan
bílnum eða ýta honum áfram. Rútur og
bílar voru útí skurðum og bara ham-
faraástand á Hafnarfjarðarveginum. Við
fórum á sjó í snarbrjáluðu veðri og allt
Sigga að þakka. Næst þegar við komum í
land hitti ég Sigga fyrir tilviljun á götu.
Ég fer að spyrja hann hvernig honum
hafi gengið til baka. Hann sagði farir
VÍKINGUR
23