Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Síða 24
sínar ekki sléttar því á heimleiðinni braut hann bílinn og missti vinnuna því hann var að keyra fyrir annan og í ofanálag var þetta fyrsti vinnudagurinn hans á bíln- um. Ég sagði að Gísli skuldaði honum djobb og fór með hann heim til hans. Auðvitað tók Gísli því og Siggi var lengi með honum eftir það.“ VAR FRÁ LITLU AÐ HVERFA, VIÐ FISKUDUM VARLA FYRIR BJÓR En aftur að Ameríkuför Gunnars. Þegar til New York kom var hann settur um borð í rútu sem var 36 tíma til Flórída. Þegar þangað var komið stóð hann uppi peningalaus en með símanúmer í vasanum hjá „einhverjum Charlie“. Sá kannaðist lítið við erindi Gunnars en útvegaði honum pláss á rækjubát. „Skipstjórinn var norskur og hann benti okkur á að fara norður aftur því þar væru veiðarnar líkar því sem við þekktum. Það var frá lidu að hverfa því við fiskuðum varla fyrir bjór,“ segir Gunnar hlæjandi. Eftir ár í sól og pálmum fór Gunnar „ Við vorum fjórir saman á tattóstofunni í Englandi og einn hafði fengið sér heldur mikið neðan íþví og sofnað. Pegar tattómeistarinn var búinn með okkur þrjá spurði hann hvort ekki œtti að skreyta þann sofandi. Við héldum það og völdum risastóra mynd af riddara í öllum herklœðum með lensu norður til New York. Það byrjaði ekki vel því fyrsta daginn í New York var öllum eigum hans stolið úr skápnum á brautarstöðinni. „Þá stend ég uppi allslaus. Peningarnir horfnir og skilríkin líka. Ég komst aftur til Franks, umboðsmannsins sem ég talaði við þegar ég kom fyrst til Banda- ríkjanna. Hann var alveg gáttaður og spurði hvar ég hefði verið síðasta árið. „Hvar hef ég verið,“ spurði ég, „nema þar sem þú sendir mig fyrir ári?“ Hann gat bjargað mér um tímabundna vinnu og þegar ég átti fyrir rútu fór ég til New Bedford. Tíu dollararnir mínir dugðu skammt en sjómannafélagið þar kom mér fyrir á sjómannaheimili meðan ég var að bíða eftir plássi.“ Það hefur ekki hvarjlað að þér að gefast upp ogfara heim? „Það þýddi ekki neitt. Ég hefði aldrei viljað viðurkenna mistökin. Ég fékk fljótlega pláss á bát sem reyndist enginn happadráttur því eftir að við höfðum borgað olíu og fæði var lítið eftir. Ég entist þó um borð heilan vetur og á þeim tíma lærði ég hverjir voru að fiska og þéna vel.“ En það er víðar kuldi og hættur en á miðunum við ísland. Árið 1962 lenti Gunnar í sjávarháska undan ströndum Bandaríkjanna. Skipið var fyrir utan New York í snarvitlausu veðri og Gunnar við sfyrið. Skipið fékk á sig brot- sjó sem reif upp dekkið og sfyrigræjurnar SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM Lágmúla 9-108 Reykjavík - Posthólf 8320 Sími: 568 1400 • Fax: 581 4645 STARFSSVIÐ: Skipatryggingar Abyrgðartryggingar útgerðarmanna Slysatryggingar sjómanna Farangurstryggingar skipshafna Afla- og veiðarfæratryggingar Endurtryggingar fiskiskipa Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtalin bátaábyrgðafélög veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum > Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík, sími: 553 6800 t> Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi, sími: 438 1117 > Vélbátaábyrgðarfélag ísafirðinga, ísafirði, sími: 456 3480 > Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri, sími: 461 1121 24 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.