Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 28
Umboðsmaður Alþingis:
Telur skerðingu lífeyrisréttinda
sjómanna óheimila
Umboðsmaður Alþingis telur að ekki hafi verið heimilt
að skerða rétt þeirra sjómanna, sem byrjað höfðu töku
ellilífeyris á aldrinum 60 til 65 ára, með reglugerð við
lög um Lífeyrissjóð sjómanna á síðasta ári. Fjármála-
ráðuneytið hafi ekki átt að staðfesta reglugerð sjóðsins,
þar sem farið hefði verið á svig við jafhrœðisreglur og
vafasamt að breyting af þessum toga samrýmdist
eignarréttarákvæði 67. greinar stjórnarskrárinnar.
A síðasta ári voru sett ný lög um lífeyrissjóðinn og á grundvelli
þeirra reglugerð um starfsemi sjóðsins. Það var gert til að taka á
fjárhagsstöðu sjóðsins, en að mati tryggingafræðinga var staða
sjóðsins lök, meðal annars sökum þess, hversu snemma sjóðsfélag-
ar geta tekið ellilífeyri.
MITSUBISHI
DIESELVELAR
mekanord
FRAMGÍRAR - SKIPTISKRÚFUGÍRAR
OG SKIPTISKRÚFUBÚNAÐUR
VANDAÐUR BÚNAÐUR
FYRIRSKIPOG BÁTA
MDvÉLAR HF.
FISKISLÓÐ 135 B
Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík
Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023
í áliti umboðsmanns Alþingis segir að í reglugerðinni sé
að finna almenna reglu um að sjóðsfélagar, sem njóti
lífeyris samkvæmt eldri lögum um Lífeyrissjóð sjómanna
eða réttur þeirra hefur stofnast fyrir gildistöku
reglugerðarinnar, skuli halda þeim rétti. Orðrétt segir í álit-
inu:
„Það frávik eitt er gert frá þessari meginreglu, að réttindi
ellilífeyrisþega á aldrinum 60 til 65 ára fara eftir ákvæðum
reglugerðarinnar frá 1. september 1994.“
í áliti umboðsmanns kemur fram að þróun laga um
lífeyrissjóðinn bendi eindregið til að sjómenn 60 til 65 ára
eigi að vera jafnsettir öðrum ellilífeyrisþegum í sjóðnum.
Orðrétt segir: „Tel ég ótvírætt, að lífeyrisréttindi sjó-
manna, sem höfðu byrjað töku lífeyris á þessum laga-
grundvelli og bundið við hann traust að öðru leyti um
stöðu sína og störf, njóti ríkrar verndar 67. greinar
stjórnarskrárinnar og grundvallarreglna laga.“
Og síðar: „Tel ég að ekki fái staðist, að minnsta kosti ekki
án skýrrar lagaheimildar, að taka sjóðsfélaga út úr, sem byr-
jað höfðu töku ellilífeyris á aldursskeiðinu 60 til 65 ára,
áður en hin nýja skipan kom til framkvæmda, og telja
sérstakan orsakavald hallareksturs. Tel ég auk þess, að
almennt sé ekki réttmætt að taka á málum með þessum
hætti og vafasamt að fengi samrýmst 67. grein stjórnar-
skrárinnar jafnvel þótt lagaheimild lægi fyrir.“
Eftir að úrsurður umboðsmanns lá fyrir tók fjármála-
ráðuneytið það til skoðunar. Reglugerðin sem umboðs-
maður setti út er reglugerð sem fjármálaráðuneytið
staðfesti.
Get ber þess að álit umboðsmanns er ekki dómur og því
er óljóst hvaða breytingar þetta kann að hafa í för með sér.
Það skýrist ekki fyrr en fjármálaráðuneytið hefur lokið
sinni skoðun. ■
í áliti urnboðsmanns Alþingis segir að í
reglugerðinni sé að finna almenna reglu
urn að sjóðsfélagar, sern njóti lífeyris
samkvœmt eldri Lögurn urn Lífeyrissjóð
sjómanna eða réttur þeirra hefur stofn-
ast fyrir gildistöku reglugerðarinnar,
skuli halda þeitn rétti.
28
VÍKINGUR