Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 30
Jón Erlendsson, yfirverkfræðingur hjá Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands, greinir hér frá þjónustu fyrir þá sem vilja skapa sér nýjan grundvöll í atvinnulífi. Nú þegar að kreppir í veiðum eru margir sjómenn farnir að hugsa sér til hreyfings. Ljóst er að margir verða að hœtta sjómennsku ogfara í land afþessum ástæðum. Það sama gildir um marga sem verið hafa lengi á sjó og vilja eyða síðari hluta vinnucevinnar í landi með fjöl- skyldum sínum. Vandinn er bara sá að ekki er að miklu að hverfa þessa stundina. Barist er um flest störf sem eru á lausu. Því er ljóst að margir verða að huga að því að skapa sér atvinnu sjálfir. Þetta er á hinn bóginn erfiðara en nokkru sinni fyrr. Miklu torsóttara er þannig að fara í kjölfar annarra og stofna fyrirtæki lík þeim sem fyrir eru hér á landi. Margir hafa farið flatt á því að ætla sér að hagnast á því að herma eftir öðrum á undanförnum ár- um. Skyndileg ofmettun í einstökum greinum, sem átt hefur sér stað af þessari ástæðu, hefur komið harkalega niður á afkomu og breytt arðvænlegum rekstri víða í sultarkropp. Og vegna almenns samdráttar verður æ erfiðara að stunda eftirhermur í flestum hefðbundnum atvinnurekstri þegar nánast allar greinar eru þegar ofmettaðar. NAUÐSYN NÝRRAR NÁLGUNAR Við þessar aðstæður er eðlilegt að menn leiti nýrra leiða. Afli sér nýrrar þekkingar og reyni að finna ný tækifæri þar sem samkeppni er lítil og því von um hagnað. Þetta er á hinn bóginn ekki auðvelt. Vilji menn setjast á skólabekk innanlands þá kostar það oft margra ára vinnu. Við þetta bætist að námsframboð er fremur takmarkað hér á landi miðað Upplýsingaþ/ónusta Háskólans var stofnuð 1978. Hún varfyrsta innlenda stofnunin sem hagnýtti sambönd við erlenda gagnabanka. Á þeim sautján árum sem hún hefur staifað hefur hún unnið að yfir 3.000 verkefnum afmjög fjöl- breytilegu tagi fyrir innlend fyrirtœki, einstaklinga og stofnanir. við það sem erlendis þekkist. Hefji menn á hinn bóginn nám í útlöndum er slíkt oft dýrara en góðu hófi gegnir. Kostn- aður við það nemur oft mörgum milljónum. Enn einn kosturinn er sá að sækja námskeið hér á landi. Sá galli er á þessu að framboðið er tiltölulega takmarkað og varðar yfirleitt einungis öflun vissrar grunnþekkingar. Sá sem hefur augastað á einhverju sérstöku tækifæri í framleiðslu eða þjónustu fær sjaldnast neitt sem máli skiptir um það á námskeiðum, sem fjalla, eðli málsins samkvæmt, einungis um viss grunnatriði. ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGA- ÞJÓNUSTU HÁSKÓLANS Upplýsingaþjónusta Háskólans (UH) hefúr um átta ára skeið unnið að því að þróa nýja tegund þjónustu til að leysa vanda þeirra sem þurfa að skapa sér ný og sérhæfð atvinnutækifæri sem krefjast bæði nýrrar þekkingar og eins hverskyns sambanda og sérhæfðra upplýsinga. Þjónusta þessi er kölluð „Skipulegt sjálfsnám um atvinnumál og tækifæra- sköpun" (SSAT). Um er að ræða aðstoð við að afla fræðslurita, sambanda og hverskyns tæknilegra og viðskiptalegra upplýsinga. Að auki er leiðbeint við öflun þekkingar um flest er lýtur að stof- nun og rekstri smáfyrirtækja. Þátttakendur nema að mestu sjálfir það sem máli skiptir. UH aðstoðar á hinn bóginn við að svara spurningum sem upp koma. Gjaldið er 20.000 krónur og 30 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.