Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 36
VÍKINGUR Þjónus tusídur Umsión: Olafur A. Guðmundsson Sjóminja- og smiðimunasafn J. Hinrikssonar I október ó þessu óri eru li&in sjö ór fró opnun Sjóminja- og smi&jusafns J. Hinrikssonar í Súðarvogi 4 í Reykjavík. Ahuga Jósafats Hinrikssonar, stofnanda og framkvæmda- stjóra J. Hinrikssonar hf., ó tækjum og búnaði tengdum sjóvarútvegi Islendinga mó rekja til bernskuóranna í Neskaupstað, þar sem allt snerist um útgerð bóta og skipa. Fyrsta vísinn að söfnunar- áráttu Jósafats má rekja til barndóms hans, en hann á meðal annars sín fyrstu bólu- setningarvottorð frá þriggja ára aldri, allar einkunnir sínar úr barnaskóla og for- láta verkfæri sem hann keypti sem strákur, ásamt verðmerk- tum pakkanum. Við störf sin sem vélstjóri á mótorbátum, línu- og síldar- bátum og á nýsköpunartogu- runum jókst áhugi hans á gömlum hlutum og þá einna helst sem tengdust útgerð, fiskveiðum og járnsmiði. Samhliða uppbyggingu fyrirtækisins og sölu á Poly- lce-toghlerum, sem hafa notið fádæma vinsælda hér heima og eru fluttir út til meira en tuttugu landa, hefurjósafat unnið einstakt framtak í varð- veislu gamalla muna sem tengjast járnsmiði á Islandi. A þessum sjö árum hefur safninu borist mikill fjöldi gamalla og áhugaverðra muna og má segja að vart líði sá dagur að safninu berist ekki einn eða fleiri hlut- ir sem eiga sína eigin sér- stæðu sögu. A safninu, sem er sjálfseign- arstofnun, er reynt að sýna í verki og gefa sem gleggsta mynd af gömlum atvinnuhátt- um hér á landi. Fyrirtækið Myndbær gerði fyrr á þessu ári um tuttugu mínútna heimildamynd um safnið og að hluta til um J. Hinriksson hf. Myndin var sýnd síðasta sjómannadag og vakti mikla athygli. Foroya Sjónvarp í Færeyjum hefur nú fengið eintak af myndinni og verður hún sýnd þar á næstunni með færeysk- um texta og tali. Safnið er opið almenningi frá þriðjudegi til laugardags frá kl. 13.00 til 17.00 og eru allir sem áhuga hafa á varð- veislu gamalla muna hvattir til að skoða safnið. Einnig geta þeir sem áhuga hafa fengið aðgang að safninu á vinnu-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.