Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Síða 43
Sædís ÍS 67 en Pálmi Sveinsson var skipstjóri á bátnum í stríðinu. Orrustuskip bandamanna voru aldrei óhult fyrir kafbátum Þjóðverja. talsvert og það hefur auðvitað verið af þeirri friðun sem stríðið hafði óhjákvæmilega í för með sér fyrir fiskinn. Við vorum margsinnis að slíta línuna á þessum tundurduflabúnaði og seinna sá maður hve við höfðum oft farið óvar- lega, því við reyndum stundum að fara í hring, til þess að losa línuna af þessum fjanda. Auðvitað bliknuðu strákarnir svo, þegar þeir sáu hvað það var sem við vorum að glíma við. Línan var þá föst á strengnum sem tundurduflin lágu við. Eitt sinn sáum við glitta í sjálft tund- urduflið rétt undir hælnum á bátnum. Hefði línan flækst á takka á þessu hefði varla verið að sökum að spyrja. Þessi dufl voru stórar kúlur, þó fremur perulaga. Var lok á þeim efst, en takkar í kring. Aldrei varð samt slys af þessu og lík- lega hafa bátarnir verið nógu smáir til þess að við sigldum ofan við þetta. A Djúpinu gerði oft heilmikil veður og þá slitnaði þetta upp og var á reki um Djúpið. Við vissum auðvitað af þessu og því voru menn stöðugt á verði og skim- andi fram fyrir bátinn í sjóferðunum. Við sáum tundurduflin iðulega á reki þarna um sjóinn. Við komum auga á margvíslegt rekald á þessum ferðum, sem minnti á að mikil átök áttu sér stað úti á hafinu. Við sáum oft látna menn í bjargbeltum. Ég minn- ist þess að einu sinni tók ég upp lík úr sjónum og flutti með mér í land. A lík- inu voru skilríki. En það kom svo á daginn að Bretunum var ekkert um það gefið að við værum að hirða þetta upp og því létum við þetta eiga sig upp frá því. Þegar litið er aftur til þessara ára held ég að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því hve mikil hætta var þarna á ferðum fyrir þessa báta. Hvað tundurduflin varðar og þessar veiðar okkar þar, þá man ég að það var haldinn fundur á ísafirði, til þ ess að fá okkur til að hætta veiðum á þessum svæðum, og ég held að það hafi dregið úr þessu eftir það. En það veiddist vel þarna og ég fékk þarna marga góða róðra.“ ■ ■ Fjarkennsla í 55 ár - Hlemmi 5. II. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 562 97 50. Bréfsími: 562 97 52. Rafpóstur:brefask@ismennt.is Vefsíða: http://rvik.ismennt.is/~brefask/ Afgreiðslan er opin frá 10 til 15 alla virka daga. Símsvari tekur við skilaboðum utan afgreiðslutfma. Póstsendum hvert sem er. VlKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.