Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 48
Þann 13. janúar síðastliðinn kom norska olíuskipið Jahre Viking til olíuhafnarinnar Antifer íNormandí. Það sem merkilegast var viðþessa skipakomu er að skipið er það stærsta sem smíðað hefur verið í heiminum og íJyrsta sinn sem það kemur til hafnar í Evrópu. Það var aðeins tveimur vikum eftir að nœststœrsta skip heimsins kom einnig í fyrsta sinn til Evrópu ogþað til sömu hafnar. Það skip heitir Hellas Fos og er 554.974 tdw (burðartonn). Þœr eru að vísu ekki margar hafiiirnar í Evrópu sem geta tekið á mótiþessum tveimur starstu risum heims. Það var á árunum milli 1960 og '70 sem menn fóru fyrst að tala um hálfrar milljónar tonna skip þegar olíuflutningar frá Persaflóa til Vestur-Evrópu fóru að verða mikilvægari. Olíunotkun fór vax- andi þar sem hér var um ódýra orku að ræða, sérstaklega til stóriðjunota. Við lokun Súesskurðarins í sex daga stríðinu 1967 margfaldaðist flutningskostnaður frá Persaflóa því nú þurftu skipin að sigla fyrir Góðrarvonarhöfða með farma sína til Evrópu. Þegar Yom Kippur-stríðið milli Egypta og ísraela braust út í október 1973 voru 66 skip í heiminum stærri en 400.000 burðartonn. Þá varð gífurleg hækkun á olíu jafnframt sem fram- leiðslusamdráttur varð. Heimsbyggðin brást við með miklum olíusparnaði og hörmungar dundu samhliða yfir eigendur risaolíuskipanna. AJlt of mörg skip voru orðin á flutningamarkaðinum og þar sem olíuverðið í heiminum hækkaði stöðugt urðu risa- farmar mjög óhentugir og hreinlega mjög vafasöm viðskipti. Við risunum blasti ekkert annað en að verða lagt. Saga Jahre Viking er orðin tuttugu ára gömul en það var 4. september 1975 sem skipið var sjósett hjá Sumitomo Heavy Industries Ltd. í Oppama í Japan. Skipið fékk ekki nafn við sjósetningu heldur var það einungis slcráð sem smíðanúmer 1016. Skipið 1016 var reyndar ekki stærsta skip í heimi þegar það var sjósett, en þá hafði það burðargetu upp á 418.610 tonn. Skipið var 376,7 metra langt, 68,8 metra breitt og risti 23,6 metra. Til að knýja þetta mikla skip áfram var það búið 50.000 hö gufutúrbínu sem gaf því 16,3 sjómílna hraða á klukkustund. Ekki var mikill hraði á smíði skipsins, því ekkert var unnið við frágang á því næstu árin. Arið 1986 lauk loks smíði skipsins en því var hvorki gefið nafn né afhent. Skipið var smíðað fyrir gríska útgerð sem ekki vildi borga né taka við skipinu. Miklir erfiðleikar voru orðnir í rekstri olíuskipa á þessum tíma og margir útgerðarmenn, sérstaklega grískir, áttu risaolíuskip í smíðum víða um heim en sáu sér ekki fært að taka við þeim frá skipasmíðastöðvum. Skipinu var því lagt hjá skipasmíðastöðinni og beið þess eins að verða selt nýjum aðilum eða þá að lenda í brotajárni áður en nokkur farmur færi um borð. Vegna þessa erfiða ástands í útgerð olíuskipa var sumum skipum ein- ungis siglt milli heimsálfa til þess að vera lagt á legufæri, en einnig fóru mörg nýs- míðuð risaolíuskip í brotajárn án þess að verða nokkurn tíma notuð til flutninga. Þremur árum eftir að smíði skipsins lauk var það loks selt og kaupandi þess var Universal Petroleum Carriers Inc. í Monróvíu. Var því gefið nafnið Seawise Giant. Utgerð skipsins var í höndum Island Navigation Co. í Hong Kong (C Tung). Hélt skipið frá Japan 4. desember 1979 með stefnu á Persaflóa og fór tvær ferðir þaðan. Sú fyrri var í Mexíkóflóa en síðari ferðin til Kiire í Japan. Að loknum þessum tveimur ferðum hélt skipið til Nippon Kokan K.K.-skipasmíðastöðvar- innar í Tsu í Japan til lengingar, en þangað kom það í júníbyrjun 1980. Lengingu skipsins lauk ekki fyrr en í desember sama ár og að henni lokinni mældist það 564.739 burðartonn. Þá var skipið orðið stærsta skip heims og hefúr haldið þeim titli síðan. Lengd þess var orðin 458,4 metrar og djúpristan 24,6 metrar. Ekki voru gerðar breytingar á vélarafli þess en ganghraðinn minnlcaði niður í 13 hnúta. Ekkert skip hefiir mælst stærra en Seawise Giant enn sem komið er. Var skipið þá orðið stærra en svokölluðu Antifer-fjór- burarnir, en þau skip mældust 550.000 burðar- tonn. Aðeins sjö sldp hafa mælst stærri en hálf milljón tonna; Antifer-fjórburarnir Batillus, Bellamya, Pierre Guillaumat og Prairial. Batillus og Bellamya voru notuð í einungis sjö ár, sem er einungis einn þriðji af líftíma olíuskips, en þá voru þau rifin. Pierre Guillaumat var rifinn eftir sex ára notkun en Prairial var notað í þrjú ár áður en því var lagt. Verðmæti risaolíuskipa var ein- ungis sem svaraði til brotajárnsverðs þeirra og það nýttu sér grískir útgerðarmenn. Prairial var keypt af gríska útgerðarmann- Jahre Viking að koma til hafnar í Antifer með aðstoð tveggja dráttarbáta. 48 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.