Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 51
I ár eru tuttugu ár liðin síðan síldveiðum Islendinga í Norðursjó var hætt.
✓
Af því tilefni ræða þeir Guðmundur Gunnarsson og Jón Páll Asgeirsson um
veiðarnar og mannskapinn, en þeir voru saman á Faxaborginni í Norðursjónum.
Á síld í
Rétt tuttugu ár erufráþví að íslensk skip hættu síldveiðum í Norðursjó.
Guðmundur Gunnarsson, sem nú gerir út Sœljón RE, tókþátt íþessum
veiðum. Hann var skipstjóri á Reykjaborg RE og síðar á Faxaborg RE.
Stýrimaður hjá honum var Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður á Óðni og
Ijósmyndari. Sjómannablaðið Víkingur settist niður meðþeim þar sem
þeir skoðuðu myndir sem Jón Páll tók þegar þeir voru saman í
Norðursjónum.
„Þetta stóð yfir á árunum frá 1969 til
1975,“ segir Guðmundur. „Við fórum
strax að loknum loðnuveiðum. Það var
varla stoppað heima á milli,“ bætir Jón
Páll við.
„Það var gott að vera í Norðursjónum,
sérstaklega þegar landað var á Skagen.
Þar voru færri bátar og Skagen er stærri
staður en Hirtshals. Nokkrir sjómenn,
aðallega skipstjórar og vélstjórar, leigðu
sumarhús á Skagen og höfðu fjölskyld-
una með sér,“ segir Jón Páll.
„Það var fjöldi íslenskra báta við þessar
veiðar. Allir stærri bátarnir, held ég. Það
voru tólf til fjórtán menn á hverjum þan-
nig að fjöldi íslendinga var mikill. Það
var ólíkt að stunda veiðar í Norðursjó og
heima. Veður voru betri og þá sérstakle-
ga hitinn. Þetta var allt annað,“ segir
Guðmundur.
„Mér er minnisstætt í Skagerak hvað
var mikið um marglyttu. Við vorum
með nælonsokka yfir höfuðið svo við
brynnum ekki,“ segir Jón Páll.
í Norðursjónum var síldin ísuð í
trékassa. „Það var mikil vinna hjá
strákunum að kassa. Fjörutíu kíló af síld
fóru í hvern kassa og á Faxaborginni
vorum við með 2.100 kassa. Þeir voru
geymdir nánast um allt skip; í lestinni, á
millidekkinu og jafnvel uppi á brú, —
VlKINGUR
51