Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 60
við það sem áður var? Áður og íýrr, eða
fyrir rúmum tuttugu árum, voru um
5.700 heilsársstöðugildi í atvinnugrein-
inni og skipafjöldinn um 700 bátar og
skip og voru þá allar fleytur taldar. Þótt
hér sé gróft reiknað er áætlað að um
4.400 heilsársstöðugildi hafi verið eftir í
greininni fyrir rúmu ári, en skipafjöld-
inn er nú um 2.700. Fyrr voru því að jaf-
naði um sjö til átta stöðugildi um hvert
skip flotans en nú er þar aðeins eitt og
hálft stöðugildi til staðar. Allur þessi
skipafloti, sem þjóðin hefur eignast,
hefúr haft afar neikvæð áhrif á svokallaða
atvinnuþróun meðal sjómanna. En svo
merkilega vill til að á sama tíma virðist
slysum tilkynntum til Tryggingastofn-
unar íjölga, sem bendir eindregið til of
mikils álags, þreytu og óvarkárni hjá
þeim sem enn starfa til sjós. Ef menn
vilja, þá má mæla þreytuna með mæli-
tækni. Það er allt til staðar í dag.
Eins og allir vita sem nokkuð þekkja
til sögu þessa lands var oft verulegt
vandamál að fá pláss á togara um og eftir
1930. Um 1953 byrjar umræðan um að
umbuna sjómönnum sérstaklega til að
gera störfin eftirsóttari, þar sem menn
virtust ekki lengur hafa áhuga á plássun-
um. Samhliða hefst umræða um skatt-
afslátt til sjómanna. Sú umræða spannst
m.a. í framhaldi af því að á mörgum
íslenskum togurum voru Færeyingar,
sem höfðu þá möguleika á að fá laun sín
greidd í gjaldeyri og gátu auðveldlega selt
hann á svörtum markaði eins og gjald-
eyrishöftin voru þá hérlendis.
Árið 1965, þegar síldveiðar voru
stundaðar af kappi, var togaraútgerð í
lægð og þá gat nær hver sem er fengið
skiprúm á togara. Það var öðru nær en
að öll þjóðin sækdst eftir þeim skiprú-
mum.
I Skipa-
þjónusta
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 • GARDABÆ • SÍMI 652000 • FAX 652570
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
„Því miður er ég farinti að
hallast að því að við séum
einmitt að reka okkur illi-
lega á það húsgarðshornið í
þessum málum, að ungir og
efnilegir menn séu farnir að
fœlast þessa atvinnugrein,
einmitt vegna hinna nei-
kvœðu viðhorfa í öllu
þjóðfélaginu um þessar
mundir til atvinnugreinar-
innar. “
Það er síðan um og eftir 1970, er litlu
skuttogararnir komu til landsins og
menn hagræddu eins og þeir frekast
þorðu við störfin um borð; tóku upp
bátakjarakerfi og landanir urðu tíðari, að
kaup fór að aukast hjá þeim sem eftir
sátu og eins að störfin voru að nýju
metin að verðleikum og orðin eftirsótt-
ari.
Þeir menn sem áræddu að breyta
þessu voru einkum þeir sem höfðu mikla
og haldgóða reynslu af síðutogurunum
en höfðu einnig kynnst síldarævinfyrinu
að einhverju ráði og sáu að botni var náð
í þeim flokki útgerðar um þetta leyti. Þó
voru síldveiðar stundaðar í Norðursjó,
þá yfirleitt þannig að síldin var ísuð í
kassa og seld á markaði. Á þessum tíma
var mikið framboð af mjög færum og
góðum sjómönnum með mikla reynslu
af síðutogurum sem kunnu allvel til
verka. Það var því ekki fyrirséð að gera
þyrfti sérstaklega ráð fyrir að opna
markvisst fyrir einhverja „hálfdrætt-
inga“, jafnvel þegar betur fór að fiskast
og hlutur manna að lagast. Einnig voru
fáar eða engar aukakojur um borð í þes-
sum skipum. En svo leið tíminn og mar-
gir þeirra sem byrjuðu skuttogaraskeiðið
eru nú komnir fyrir fúllt og allt í land og
til annarra starfa. Þeirra reynsla nýtist
ekki lengur sem skyldi í þá veru að miðla
reynslu til yngri manna. En því er ég að
rifja þessi mál upp að mér finnst ekki
nægilega markviss og skipulögð
endurnýjun eiga sér stað hjá sjómönnum
og of mikið um að menn ætli aðeins að
fara örfáa túra. Helst ætla þeir að græða
mikla peninga á stuttum tíma og fara
60
VÍKINGUR