Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 14
Eru vanir að geta treyst „Ég tel það einnig hollt fyrir hvern og einn að skipta um starf eftir þetta langan tíma. Ég er að fara að starfa hjá innflutningsfyrirtæki og ég vona að ég verði eins heppin þar eins og þegar ég byrjaði hjá SKSÍ, mér finnst spennandi að takast á við nýtt starf.“ „Það var 1. mars 1985 sem ég hóf störf hjá Skipstjórafélag- inu.“ Þetta var svar Helgu Jak- obs um hvenær hún hóf störf hjá Skipstjórafélagi íslands. Helga var framkvæmdastjóri félagsins allt þar til það var sameinað Stýrimannafélagi ís- lands þann 31. maí 1997. Frá sameiningunni hefur hún starfað hjá nýja félaginu. Að upphafinu. Hvernig stóð á þvi að hún var ráðin á sínum tíma, hún konan? „Ég held að skipstjórarnir hafi viljað fá konu í þetta starf. Ég hafði farið sem farþegi með Herjólfi, Akraborginni og Gull- fossi. Það var mín reynsla af sjónum. Skipstjórarnir eru vanir að geta treyst konum, fyrir heimilum, fjármálum og nánast hverju sem er og þeir vildu fá einhvern utanaðkomandi. Ég hafði starfað í JC hreyfingunni í nokkur ár og hafði ágæta reynslu af félagsmálum. Loftur Hafliðason og Gústav M. Siemsen stjórnarmenn SKFÍ sem voru settir í nefnd til að ráða starfsmann og þeir völdu mig af umsækjendum um þetta starf. Það má segja að þeir hafi veðjað á réttan hest því ég fylgdi félaginu til enda. Það vóg einnig þungt að ég hafði ágæta reynslu af tölvu- vinnu, sem var ekki eins al- gengt og nú.“ En hvers vegna ert þú að hætta? „Mér er sagt uþp vegna skipulagsbreytinga. Stjórnin vill fá mann með þriðja stigið, sem ég er ekki með. Ég tel það einnig hollt fyrir hvern og einn að skipta um starf eftir þetta langan tíma. Ég er að fara að starfa hjá innflutningsfyrirtæki og ég vona að ég verði eins heppin þar eins og þegar ég byrjaði hjá SKSÍ, mér finnst spennandi að takast á við nýtt starf.“ En háði það þér ekkert í upphafi að hafa ekki verið til sjós? „Ég var ráðin til að sjá um daglegan rekstur skrifstof- unnar, fylgja eftir ákvörðun stjórnar og sjá um öll fjármál félagsins. Einnig að sjá um or- lofsíbúð félagsins á Akureyri, sem hefur verið sérstaklega á- nægjulegt fyrir mig, að geta gert hana að þeirri glæsilegu íbúð sem hún er í dag. f mín- um huga er framkvæmdastjóri sá sem framkvæmir það sem stjórnin ákveður, ekki öfugt. Ég er ekki viss um að 3. stigið veiti t.d. mikla kunnáttu í bókhaldi Ég var alsæl, falleg skrifstofa, starfið lærðist hægt og rólega, eins og öll önnur störf.“ Á fjórtán ára starfstíma hefur Helga eðlilega starfað með mörgum mönnum. Mest er samstarf framkvæmdastjóra og formanns. „Þegar ég var ráðin var Höskuldur Skarphéðinsson skipherra formaður og var hann formaður í tvö kjörtímabil, 4 ár. Höskuldur var mikill vinnu- hestur og vann mikið í samn- inga- og lífeyrismálum. Kom með heilu bunkana af skýrslum og löngum, löngum bréfum fyr- konum ir mig að slá inn, þegar hann kom af sjónum." Mig langar að grípa fram í fyrir þér. Hvernig gekk þér að stýra þessum körlum, skipherr- um og hvað eina. Mönnum sem voru vanir að vera hæst- ráðandi? „Eins og ég sagði áðan sá ég um allan daglegan rekstur skrifstofunnar og ég passaði mig á því alveg frá upphafi að ég spurði þá aldrei hvernig ég ætti að gera hitt eða þetta, heldur sagði ég þeim, að svona ætlaði ég að hafa hlut- ina. Á þessum árum sáu skip- stjórar og skipherrar um sín samningamál sjálfir. Formaður félagsins var fyrir samninga- nefndinni og mæddi mest á honum, nú er það að breytast, engin vill koma nálægt samn- ingamálum og skil ég þá vel. Hvað annað varðar, þá man ég ekki eftir að hafa komið til neinna árekstra, allavega ekki sem orð er á gerandi. Annars man ég eftir því að einu sinni hótaði einn ónafngreindur skipstjóri, óbreyttur félagsmað- ur, því að láta reka mig, ég var víst ekki alveg sammála hon- um um eitthvað. Ég svaraði honum því, að hann skildi bara reyna. Eftir að Höskuldur hafði lokið sinni formannstíð tók Gústav M. Siemsen skipstjóri hjá Eim- skip við, en Gústav hafði ráðlð mig. Gústav var aðhaldssamur og nákvæmur maður og vildi hafa allt á hreinu, enda unnum við ágætlega saman. Heiðar Kristinsson skipstjóri hjá Sam- skip tók næst við. Heiðar vann mikið sem formaður, sérstak- lega í samningamálum og var 14 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.