Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 45
að einn togaranna er 826 brúttó tonn en tveir þeirra 835 brúttó tonn. „Þessu til viðbótar eigum við 25% í Tahk- una, sem áður var Helga Björg og 25% í Köpu sem áður var Snæfell en aðrir hluthafar í þessum skipum eru samstarfsfyrirtæki okkar í Eistlandi sem á 25% og aðrir meðeigendur eru Skagstrendingur og Snæfell með 50% hlut. Hin skipin eru hins vegar í viðskiptum við okkur. Það eru Heltermaa, áður Guðrún Hlín, Örvar, áður Blængur, Andvari og Lóm- ur. Bakki á 50% í fyrirtækinu sem á og rekur þessi skip en fyrirtækið heitir Over Sea Ltd.,“ sagði Jónas. Hann sagði að hluti áhafna skip- anna sem ekki eru undir íslenskum fána væru Islendingar og þeir ynnu samkvæmt íslensku launakerfi og greiddu skatta og skyldur hing- að til lands. Þessir menn væru stjórnendur við veiðar og vinnslu. Jónas var spurður hvort útgerðir hér mundu nota meira af ódýru er- lendu vinnuafli ef tvíflöggun yrði að veru- leika. „Menn verða að átta sig á því í hvaða um- hverfi þeir eru að fara út í. Við fáum ekki betri sjómenn heldur en íslenska sjómenn og við höfúm lagt milda áherslu á að okkar yfir- menn og stjórnendur væru íslenskir til að tryggja gæði framleiðsiunnar. Þetta eru stór og mikil skip og við höfum líka horft á það hvað kostar að gera þau út. Það verður að koma í ljós hvað stjórnvöld vilja gera í þessu máli.“ -Væri tvíflöggun að þínu mati eðlilegur þáttur í útrás íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja? „Nú er ég í þeirri stöðu að langa helst til að segja ekki neitt. En þetta hefur verið mikið í deiglunni hef ég orðið var við. Það má spyrja hvaða leiðir við erum að fara í dag. Jú, við erum að flagga út skipunum. Hversu eðlilegt er það? Er þá ekki eðlilegra að vera með eitt- hvert tvíflöggunardæmi og hafa þetta allt uppi á borðinu? Þetta hlýtur að verða að skoðast mjög vel.“ Að sögn Jónasar er fyrirtækið nú að skoða möguleika á rækjuveiði í Barentshafi. Hann sagði NASCO hafa skilað hagnaði frá stofn- un og velta tvöfaldast milli ára. Áætlanir gerðu ráð fyrir 4-5 milljarða króna veltu á þessu ári. Ekki verður nánar farið út í fjöl- þjóðlegan rekstur NASCO hér en þess má geta að auk dótturfyrirtækja í Kanada og Bretlandi á fyrirtækið 42% í fyrirtækinu Permara í Eistlandi. Einnig á NASCO fyrir- tæki á eyjunum Mön og St. Vincent að sögn „Mér finnst það gjör- samlega út í hött og með ólíkindum að íslenskir útgerðarmenn sem hing- að til hafa talið sig rosa- lega fágaða á allan hátt ætli núna að fara að elt- ast við það að geta verið með tvíflöggun.í mínum huga er megin málið hjá þeim að geta valsað með rétt manna. Lög um svona mál geta ekki ver- ið svona hér og einhvern veginn öðru vísi í Eystr- arsaltslöndum og segi bara það sem passa út- gerðarmönnum betur. Jónasar. Nú er verið að tvöfalda afkastagetu Bakka á Bolungarvík og áætlað er að vinna þar minnsta kosti 10 þúsund tonn af rækju sem gerir Bakka að stærstu rækjuvinnslu landsins. Endurskoðun laga Sá áhugi sem virðist vera meðal íslenskra útgerðarmanna á tvíflöggun skipa kemur vel frarn í minnisblaði ráðgjafa þeirra, Jóns Atla Kristjánssonar og Jóhanns Antonssonar, sem dagsett er 9. júní 1999. Þar er talið æskilegt að hægt verði að skipta um þjóðfána með auðveldum hætti. Hins vegar er ljóst sam- kvæmt minnisblaðinu að breyta þarf lögum verulega til að draumurinn um tvíflöggun geti orðið að veruleika. Eftirfarandi upptaln- ing þar að lútandi er í minnisblaðinu: 1. Lög um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987, það er hvort lögskrá eigi skipverja á þessum skipum. 2. Lög um vitamál nr. 56/1981 með síðari breytingum kveði á um að öll íslensk skip skuli greiða vitagjald. 3. Siglingalög nr. 34/1985 með síðari breytingum gilda um öll skip skráð á íslandi. 4. Lög um eftirlit með skipum nr. 35/1993 með síðari breytingum gilda um öll íslensk skip. 5. Sjómannalög nr. 35/1985 með síðari breytingum gilda um alla sjómenn á íslensk- um skipum. 6. Lög um hvíldartíma á botnvörpuskip- um nr. 53/1921 gilda um háseta á íslenskum skipum. 7. Lög um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna nr 112/1984 með síðari breytingum og lög um atvinnuréttindi vélstjórnarmanna nr. 113/1984 með síðari breytingum taka til íslenskra skipa. Eins og sjá má af þessari upptalningu er ætlunin að höggva stórt í núgildandi lög til að ná fram tvíflöggun. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hefúr látið hafa eftir sér að það muni taka sinn tíma að fara yfir tillögur LÍÚ um þetta mál og þeirri yfirferð verði ekki hraðað. Frumskógarréttur Hvað sem líður hugmyndum útgerðar- manna um að fá ráðherra og Alþingi til að fallast á lagabreytingar svo unnt verði að koma tvíflöggun á virðist ljóst að allt mun fara í bál og brand ef ætlunin verður að knýja málið fram. Við látum Sævar Gunnarsson hafa síðasta orðið: „Mér finnst það gjörsamlega út í hött og með ólíkindum að íslenskir útgerðarmenn sem hingað til hafa talið sig rosalega fágaða á allan hátt ætli núna að fara að eltast við það að geta verið með tvíflöggun. í mínum huga er megin málið hjá þeim að geta valsað með rétt manna. Lög um svona mál geta ekki ver- ið svona hér og einhvern veginn öðru vísi í Eystrarsaltslöndum og segi bara það sem passa útgerðarmönnum betur. Þannig leggja þeir þetta upp og ég hafna því alfarið. Við erum í dag að sjá íslandinga gera út skip og fylla þá af Rússum eða öðrum fyrrum austan- tjaldsmönnum, með fullri virðingu fyrir þeim mönnum. Þeir eru að borga þeim 700 dollara á mánuði og skrá þá ekki einu sinni um borð í skipin. Það er einmitt þetta sem þessir íslensku útgerðarmenn vilja komast í. Einhvers konar frumskógarréttur þar sem sjómenn eru réttlausir." ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VíKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.