Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 98
Skipavfk
Alltaf sól í Stykkishólmi
Skipasmíðastöðin Skipavík
hf. hóf starfsemi sína í desem-
ber 1967. Á þessum árum hafa
starfað frá 20 til 55 starfsmenn
í einu. Aðalstarfsemi fyrirtækis-
ins hefur verið nýbygging og
viðhald skipa, smiði tækja og
véla til skelveiða og -vinnslu,
vélsmiðja sem sér um alla al-
menna járnsmíði, gúmmibáta-
þjónusta, skoðun á sleppibún-
aði og rafvirkjadeild. Á síðast-
liðnu ári hóf Skipavík hf. bygg-
ingastarfsemi og bygginga-
verktöku. Einnig rekur fyrirtæk-
ið byggingavöruverslun og
sölubúð fyrir ÁTVR.
Aðstaða er til að taka allt að
27 m löng skip inn í hús, sem
er mikill kostur í íslensku veð-
urfari, „þó alltaf sé sól í Stykk-
ishólmi."
Á þessu ári hefur verið mikið
að gera hjá fyrirtækinu. Skipa-
vík hf. var aðalverktaki við
nýbyggingu sundlaugar í
Stykkishómi sem tekin var í
notkun þann 16. júli 1999.
Einnig er að Ijúka byggingu
varmaskiptistöðvar, uppsetn-
ingu og tengingu varmaskipta
fyrir Hitaveitu Stykkishólms,
varmaskiptistöðin nýtist einnig
sem áhorfendastúka fyrir í-
þróttavöllinn. I júní hóf Skipavík
hf. byggingu á nýju iþróttahúsi
fyrir Snæfellsbæ og á húsið að
verða tilbúið í ágúst á næsta
ári. Auk þessara stóru verkefna
í byggingariðnaðinum er mikið
um smærri verkefni.
í dráttarbrautinni hefur einnig
verið mikið að gera, slippurinn
hefur verið þétt bókaður síðan
um áramót, og er töluvert
framundan næstu mánuði.
Dráttarbrautin er orðin 34 ára
og stenst ekki nútíma kröfur
um upptökubúnað, hún þarfn-
ast því endurnýjunar og ein-
földunar á búnaði til að taka
stærri skip upp. Það er brýnt
að fara í þessa endurnýjun
sem fyrst.
[ dag starfa hjá Skipavík hf.
55 starfsmenn alls og er þetta
því stór vinnuveitandi í Stykkis-
hólmi. Mikilvægt er því að geta
unnið á fullum afköstum allt
árið með góðum vélakosti og
búnaði. ■
Vandaður
03 þægilegur
skipstjórastóll
Verðlækkun!
Vegna betri samninga við
framleiðendur, getum við
nú boðið þessa vönduðu
stóla á laegra verði
BX 500
Fjölbreytt og góð
þjónusta við útgerðarmenn!
Tökum aö okkur viögeröir á skipum.
Dráttarbraut 450 þungatonn.
Tökum skip í hús til viðgerða,
allt aö 27 metra löng.
✓Plötusmíði ✓Skelvinnslutæki
✓Rennismíði ✓Trésmíði
✓Vélaviðgerðir ✓Raflagnir
✓Sandblástur ✓Málningarvinna
✓ígulkeraplógar ✓Taekniþjónusta
✓Gúmmíbátaþj. ✓Byggingavöruv.
FRYSTIPÖNNVR
'—► SKIPAVIK HF.
Nesvegi 20 ■ 340 Stykkishólmur
Pósthólf 105 • Sími 438 1400 • Fax 438 1402
98
SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR