Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 108

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 108
Sjóklæðagerðin Fyrirtæki með um 200 starfsmena Margir halda að fyrirtækið heiti 66 gráður norður, svo þekkt er þetta vörumerki orðið. En það heitir að sjálfsögðu Sjó- klæðagerðin hf. og er elsta fyr- irtæki sinnar tegundar á íslandi. Markús Þórarinsson er fram- kvæmdastjóri markaðssviðs og hann segir að Sjóklæðagerðin skiptist í fjögur svið. Það eru markaðssvið, fjármálasvið, framleiðslusvið og verslunar- svið. „Við erum að breyta hér ýmsu um þessar mundir og nýir menn eru að koma inn,” segir Markús. Hann bendir á að Sjóklæða- gerðin hf. sé fyrst og fremst vinnufataframleiðandi og grunnurinn sé sjófata fram- leiðsla. Sjóklæðagerðin hefur framleitt sjófatnað síðan áriðl 926. ,,Þá voru stakkarnir og sjó- hattarnir búnir til úr dúkum, sem höfðu verið gegnbleyttir í fernisolíu. Húsið okkar hér að Skúlagötu 51 var byggt rétt eft- ir stríð. Hluti hússins var útbú- inn með það fyrir augum að halda áfram að bleyta dúkana í fernisolíu og hengja þá síðan upp. Það var ekki gert ráð fyrir neinum gólfum í þeim húshluta en olíukerin voru í kjallaranum. Það var varla búið að byggja húsið þegar plastið kom til sögunnar og útrýmdi fern- isvættum dúkunum við gerð stakka og sjóhatta,” segir Markús. [ dag framleiðir Sjóklæða- gerðin hf. allar gerðir sjó- vinnslufatnaðar og fatnað fyrir fiskvinnslur og síðan að sjálf- sögðu almennan regnfatnað, sem hefur síðan þróast yfir í hinn svo kallaða öndunarfatn- að og fatnað fyrir björgunar- sveitir, slysavarnarfélög og kuldagallana vinsælu. Sjó- klæðagerðin keypti Max fyrir tveimur árum og það var gert til að styrkja vinnufatafram- leiðsluna. „Það má segja að við séum ráðandi með þann fatnað sem við framleiðum á innanlands- markanum, en samkepþnin hefur aldrei verið eins mikil og núna. Það er segin saga þegar góðæri ríkir fara allir að flytja inn. Ég hygg að nær allir fram- leiðendur sem við erum að keppa við erlendis, séu komnir með sínar vörur til íslands. Síð- an gerist það svo þegar niður- sveifla verður þá draga þeir sig fljótt út af markaðnum. Við höf- um flutt okkar vörur út á mark- aði í Bandaríkjunum og Kanada og þar gerist alveg þetta sama. Við höfum verið á þessum mörkuðum vestra í um það bil 10 ár og alltaf tekist að halda okkur þar inni og okkar mark- aðshlutdeild alltaf farið vax- andi. Hér heima minnar mark- aðurinn með sjófatnað, því sjó- mönnum fækkar sem og fólki sem vinnur í sjávarútvegi. Nú er svo komið að 2/3 hlutar sjóstakkaframleiðslunnar er flutt út,” segir Markús. Hann segir verðsamkeppn- ina á mörkuðum vestra erfiða vegna þess að samkeppnisað- ilarnar láti framleiða sína vöru í láglauna- löndum [ A-Asíu. Sjóklæða- gerðin hefur reynt að svara þessu með því að setja upp fram- leiðslufyr- irtæki í Lettlandi sem fram- leiða á fyr- ir markað- inn fyrir vestan. Aðal markaðs- svæðið í Bandaríkjunum er á vesturströndinni en í Kanada á austurströndinni. „Það sem við erum að fara meira út í núna er framleiðsla á fatnaði fyrir fiskvinnsluna og hverskonar matvælaiðnað. Þarna er um að ræða hlífðarföt úr hvítum efnum. Við höfum flutt þennan fatnað til Bretlands og gengið alvag sérstkalega vel. Ég má segja að þar sé okkar stærsti markaður um þessar mundir," segir Markús. Sjóklæðagerðin hf. er stórt fyrirtæki og hjá því starfa um 200 manns ef starfsmennirnir í Lettlandi eru taldir með. Starf- semi fyrirtækisins er dreifð um landið, því fyrir utan framleiðsl- una í Reykjavík er um að ræða saumastofu á Akureryi, önnur saumastofa er á Selfossi, enn önnur er I Borgarnesi, en þar er fyrst og fremst unninn fatnaður úr flísefnum. Markús segir að Sjóklæða- gerðin flytji líka inn ýmsar vör- um sem eru tengdar sjávarút- veginum eins og stígvél og gúmmíhanska og ódýran vinnufatnað sem ógerlegt er að framleiða á íslandi. Það séu oftast stór fyrirtæki sem eigi risaverksmiðjur í A-Asíu sem eru framleiðendur þessarar vöru. „Síðan langar mig að nefna að við höfum verið að fara inn á það svið að þjónusta fyrir- tæki með heildarlausnir í fatn- aði. Þá sjáum við um að gera einkennisfatnað fyrir fyrirtækin, eins og Eimskip, Flugleiðir, ol- íufélögin þrjú og Securitas svo nokkur séu nefnd. Oft framleið- um við sjálfir hluta af fatnaðin- um en hluti er innfluttur. Þetta er mjög vaxandi þáttur í starf- semi Sjóklæðagerðarinnar hf.”, segir Markús Þórarinsson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Sjóklæðagerðarinnar hf. ■ 108 Sjómannablaðið Víkingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.