Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 36
Nú að haustdögum lætur Guðlaugur Gíslason af starfi framkvæmdastjóra Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands. Hann hóf að starfa fyrir Stýrimannafélag íslands fyrir liðlega 31 ári og rifjar upp sitt hvað úr starfinu í viðtali við Sæmund Guðvinsson Mesti vandinn er Irtil nýliðun í stétt sjómanna Pegar Guðlaugur Gíslason var að alast upp á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum voru samgöngur við byggðarlagið ekki aðrar en stopular strandferðir. Skipin lágu úti á firðin- um meðan lestun og losun fór fram með bát- um. Sem ungur drengur fékk Guðlaugur að fara með bátunum út í skipin og er minnis- stætt hvað honum þótti mikið til koma að standa á dekkinu á Súðinni, horfði andaktug- ur í kringum sig og fylgdist með skipverjum að störfum. Sumum átti hann svo eftir að starfa með síðar. Þetta hlaut að vera jafn merkilegt eins og að fara til útlanda. Seinna átti hann eftir að standa sem stýrimaður strandaferðaskipa í lyftingu þegar skipin komu við á bernskuslóðum hans á Norður- firði. Síðar varð Guðlaugur starfsmaður Stýri- mannafélags Islands og er nú að hætta fyrir aldurs sakir sem framkvæmdastjóri Skip- stjóra- og stýrimannafélags íslands eftir lið- lega 31 árs starf að félagsmálum stéttar sinn- ar. „Foreldrar mínir voru með búskap á Norðurfirði auk þess sem faðir minn sótti sjóinn á trillu. Ég var elstur fjögurra bræðra og fór fyrstur að vinna fyrir mér og leggja eitt- hvað til heimilisins eins og þá tíðkaðist. Það var um fátt annað að velja en sjóinn. Eg fór á síldveiðibát sumarið 1948 og var á síld næstu sumrin. Tók mér svo eitt sinn far sem farþegi með strandferðaskipinu Skjaldbreið til Akur- eyrar en varð háseti á leiðinni. Ég var síðan háseti og seinna stýrimaður á skipum Ríkis- skips þar til ég varð að fara í land árið 1965 vegna augnsjúkdóms. Raunar var ég á DrangajökJi á árunum 1955-59 meðan ég var í Stýrimannaskólanum. Ætli ég væri ekki enn til sjós ef þetta hefði ekki komið uppá. En það er nú svo oft búið að tyggja þetta á prenti Guðlaugur Gíslason hefur látið af störfum hjá Skipstjóra- og stý- rimannafélagi íslands. Hann hefur starfað, fyrst fyrir Stýrimannafélagið, frá árinu 1968. að ekki er á bætandi," sagði Guðlaugur þegar ég bað hann að segja mér eitthvað frá sjó- mennsferli sínum. Við fórum því að tala um starfhans hjá Stýrimannafélaginu. Áratugur átaka „Stóllinn sem þú situr á er sami stóllinn og ég settist í þegar ég byrjaði að vinna hjá félag- inu og ég hef haldið upp á hann síðan. Það var í maí 1968 og ég var ráðinn til að vinna klukkan 17 til 19 þrjá daga í viku. Fyrstu árin í starfi var ég ennfremur kjörinn gjaldkeri fé- lagsins. Jú, vissulega einkenndist kjarabarátt- an af átökum og verkföllum. Það byrjaði með verkfalli árið 1970. Raunar var verið að semja allan áratuginn milli 1970 og 1980. Það var verðbólga við lýði og órói á vinnumarkaði. Verkfallið 1979 voru mestu átök sem ég hef tekið þátt í og var einhver lengsta vinnudeila sem hefur verið háð hér á landi enda stóð hún í tvo mánuði. Síðan hefur verið sæmilegur friður. En svona átökum verður ekki haldið úti nema félagarnir séu allir einhuga og full- komin samstaða eins og raunin var hjá okkur. Allar yfirmannastéttirnar voru saman í þessu stóra verkfalli, skipstjórar, stýrimenn, vél- stjórar, brytar og loftskeytamenn." -Var ekki erfitt fyrir menn að missa laun í svona langan tíma? „Jú, vissulega. Það var þó reynt að styðja við bakið á mönnum á ýmsan hátt, meðal annars stofnaður verkfallssjóður. En þetta var mikill fórnarkostnaður og menn töldu að það hefðist aldrei upp í það launatap sem fylgdi verkfallinu. Eftir á að hyggja held ég nú samt að menn sjái að enn er byggt á mörgu því sem hafðist í gegn með verkfallinu og ég efast um að meiri kjarabætur hafi komið í einum samningum. Þessum átökum lauk með laga- setningu og kjaradómi eins og oft áður hjá þessari stétt. Þá var Ingólfur Ingólfsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins og það var maður sem hvergi dró af sér. Þor- steinn Pálsson var þá framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og lengi framan af var stál í stál í deilunni. A þessum tíma var ég formaður Stýrimannafélagsins, en ég gegndi formennsku í félaginu um fjögurra ára skeið.“ Sameining FÉLAGA -Þú hefúr séð miklar breytingar á farskipa- útgerðinni á þessum liðlega 30 árum? „Já, þar hefur orðið mikil breyting á. Skip- in eru færri en stærri og færri í áhöfn. Við ís- lendingar höfum líka tapað miklum flutning- um sem við höfðum áður svo sem stórflutn- 36 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.