Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 29
fiskveiðar. M.ö.o. var meðal annars varað við því að kvótaleerfi gæti átt við all- ar fiskveiðar í Bandaríkjunum. Nefndin skilaði áliti byrjun árs 1999. I kjöl- farið var gefin út vönduð skýrsla í nafni nefndarinnar: „Shar- ing the Fish, Toward. a National Policy on Individual Fish Quotas". Skýrslan inniheldur skýra greiningu á kvótakerfi fiskveiða í Bandaríkjunum og í þeim löndum þar sem slíkt kerfi hefur verið tekið upp, þ.m.t. á íslandi. En það sem skiptir höfúð- máli í skýrslunni eru niðurstöður og ráðlegg- ingar sem nefndin leggur fýrir rannsóknarráð Bandaríkjanna, sem síðan mun leggja málið fýrir þingið. Þingið mun síðan vinna úr þess- um ráðleggingum og væntanlega gera breyt- ingar á Magnuson-lögunum. Helstu niður- stöður og ráðleggingar nefndarinnar eru eftir- farandi. ■ Banni aflétt. Nefndin leggur til að banni við frekari upptöku á kvótakerfi verði aflétt árið 2000. ■ Ekki bara kvótakerfi. Nefndin mælir með að þingið og viðskiptaráðuneytið heim- ili svæðabundnu fiskveiðiráðum að þróa nú- verandi kvótakerfi og taka upp ný kvótakerfi og aðlaga þau að markmiðum Magnuson- laganna. Nefndin lítur svo á að kvótinn sé einn af mörgum Ieiðum til þess að ná mark- miði um sjálfbærar veiðar og veita viðspyrnu við offjárfestingu í fiskveiðum. ■ Markmið og afleiðing. Með sérhverju fiskveiðistjórnunarkerfi, þ.m.t. kvóta, skal skilgreina líffræðileg, efnahagsleg og félagsleg markmið kerfisins, þar sem margir eiga hags- muna að gæta. Svæðabundnu fiskveiðiráðin skulu sjá til þess að við útfærslu á kerfunum sé einnig dregin upp skýr mynd af líffræðileg- um, efnahagslegum og félagslegum afleiðing- um af sérhverju kerfi um stjórn fiskveiða. H Upphafleg úthlutun kvótans. Nefndin telur að hin upphaflega úthlutun kvótans sé umdeilanlegasti hluti kerfisins. Af þessum sökum er lagt til að í stað þess að nota aðeins eina aðferð verði notaðar noldcrar aðferðir við upphaflega úthlutun kvótans. Að áliti nefnd- arinnar verður betur tryggt „jafnari" úthlutun milli þeirra aðila sem hagsmuni eiga að gæta, með því að nota fleiri en eina aðferð við upp- haflega úthlutun kvótans. þær aðferðir sem nefndin leggur til að svæðabundnu fiskveiðiráðin taki meðal annars mið af eru: O Úthlutun samkvæmt veiðireynslu. Fyrirtækjum með útgerð fiskiskipa úthlutað- ur upphaflegur kvóti samkvæmt veiðireynslu. Undir þessari aðferð gætu fallið mörg ólík til- brigði. O Úthlutun skipstjóra- og áhafnarkvóta. Nefndin leggur til að svæðabundnu fisltveiði- ráðin íhugi möguleika á því að úthluta sér- stakan skipstjóra- og áhafnarkvóta til þess að uppfýlla markmið um jafnræði (equity goals) í Magnuson-lögunum. O Úthlutun fiskvinnslukvóta. Nefndin fann engar nauðbeygðar ástæður fýrir því að mæla með sérstökum kvóta til fýrirtækja sem væru með fiskvinnslu á sínum snærum. Hins vegar fann nefndin heldur engar sérstakar á- stæður fyrir því að útiloka úthlutun kvóta til fiskvinnslunnar. O Úthlutun byggðakvóta. Nefndin mæl- ir með því að byggðakvóti sé einn þeirra möguleika sem svæðabundu fiskveiðiráðin geti notað við upphaflega úthlutun kvóta. Reyndar er til staðar svonefndur byggða- tengdur þróunarkvóti (Community Develop- ment Quotas) í Alaska sem nær að takmörk- uðu leyti til nokkurra fisktegunda. O Úthlutun er ekki gjöf. Nefndin beinir því til svæðabundnu fiskveiðiráðanna að líta ekki á úthlutaða kvótahlutdeild sem gjöf (gifiing, gjafakvótahugtakið virðist vera víða til en á íslandi) til þeirra sem fá upphaflegu úthlutunina. í þessu sambandi bendir nefnd- in á að hægt sé að nota uppboð eða hlutaveltu til að úthluta kvóta til markhópa. ■ Framsal kvóta. Auk upphaflegrar út- hlutunar kvóta er framsal veiðiheimilda um- deilanlegasti þáttur kvótakerfisins. Nefnd- in leggur þess vegna til að svæða- bundnu fiskveiðiráðin og aðrir að- ilar við sjávarbyggðina marki sér stefnu um framsal veiðiheim- ilda. Aftur á móti telur nefndin almennt að ekki eigi að setja hömlur á framsal veiðiheimilda séu þær t.d. framseldar innan sama byggðar- lags. Nefndin bendir á að hægt sé að nota skattatæki til þess að fyrir- byggja neikvæð áhrif af framsali veiðiheim- ilda. ■ Uppsöfnun kvóta. í Magnuson-lögun- um er kveðið á um að þau kvótakerfi sem eru í framkvæmd verði að vera þannig úr garði gerð að einstakir kvótahafar geti ekki safnað til sín óeðlilegri hárri hlutdeild kvótans. Nefndin mælir fyrir að þingið setji ákvæði í Magnuson-lögin sem kveði á um með skýrari hætti hvað sé óeðlilegahá hlutdeild í kvóta. ■ Veiðigjald. Samkvæmt Magnuson-lög- unum er heimilt að leggja allt að 3% gjald á aflaverðmæti. Nefndin leggur til að lögunum verði breytt þannig að heimilt verði að leggja á enn hærra gjald án þess að skilgreina hversu hátt það gæti orðið. Einnig leggur nefndin til að heimilt verði að skattleggja sérstaklega hagnað (windfall gains) af kvótaleigu og -sölu Auk framangreindra atriði voru nrörg önn- ur atriði sem nefndin hafði skoðanir á og lagði fram ráðleggingu um. Lokaorð Nokkuð víst er að framundan eru líflegar og spennandi umræður um kvótakerfið í Bandaríkjunum. Þessar umræður munu ef- laust höfða að einhverju leyti til íslendinga og geta þess vegna orðið okkur lærdómsríkar. Að vissu leyti má segja að nálgun Bandaríkja- manna og bandarlskra stjórnvalda gagnvart deilunni um kvótann sé varfærnisleg og virð- ist miða að því að reyna sætta sem flest sjón- armið sem lúta að málinu. Þetta er leið sem við íslendingar gætum tekið til nánari athug- Helstu heimildir: Sharing the Fish: Toward a National Policy on Invidu- al Fishing Quotas, NRC, 1999. Toward Sustainable Fisheries, OECD 1997. Brady, G. L.: United States Fishery Management: the Coase Theorem atid Individually Tratisferable Quotas, Hume Papers on Public Policy, vol. 5, no. 2, 1997. Sjómannablaðið Víkingur 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.