Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 76
Netagerðin Höfði ehf á Húsavík Aðalverkefnin eru við „Þetta er eina netagerðin hér á Norðausturlandi og í nógu að snúast hjá okkur. Við þjónum öllum flotanum á svæðinu og raunar skipum víðar að. Við erum með aðstöðuna á besta stað eða á bryggjunni hérna. Aðalverkefnin eru við að setja upp rækjutroll og við vorum fyrstir hér á landi til að nota of- urefni í þau troll. Enda þarf ekki annað en skoða aflatölur af Fiæmska til að sjá hvaða troll gefa mestan afla,“ sagði Kári rækjutroll Páll Jónsson framkvæmda- stjóri netagerð- arinnar Höfða á Húsavík í spjalli við blaðið. Kári er búinn að starfa við netagerð í 13 ár og hjá Höfða vinnaáttatil 12 manns að jafnaði. En er ekki erfitt að fá netagerðarmenn til starfa? „Það er erfitt að fá faglærða menn enda lít- ið um þá. En það er mikið af yngri mönnum hér sem eru komnir vel inn f þetta og þeir mynda góðan kjarna. Það tekur svona eitt til þrjú ár að þjálfa upp óvana menn. Það er oft betra að fá óvana menn sem ekkert kunna og þjálfa þá upp heldur en fá menn sem hafa verið eitthvað á sjó og lært fúskið þar,“ sagði Kári. Netagerðin var stofnuð árið 1981 þegar togarinn Kolbeins- ey var keyptur til Húsavíkur og var síðan sameinuð Fiskiðju- samlaginu en er nú sjálfstætt fyrirtæki. Að sögn Kára Páls Jónssonar er Höfði einnig með aðstöðu á Raufarhöfn til að taka nætur inni í hús og gera við meðan verið er að landa. ■ framhald af bls. 68 viðskiptavinum þá þjónustu að geta fylgt þeim í þeim verkefn um sem þeir eru að fást við hvort sem það er hér á landi eða er- lendis. Því má ekki gleyma að í mörgum bönkum erlendis er þekking á sjávarútvegi ekki mikil og sjávarútvegur talinn til styrk- taratvinnugreina ríkisins. Þar er því ekki sama þekking og áhugi á að takast á við verkefni í sjávar- útvegi og hjá FBA. Við höfum þannig ákveðna þekkingu að færa til viðkomandi lands varð- andi skipulagningu á fjármögnun í sjávarútvegi. Við höfum fylgt eftir útflöggun skipa með verkefnis- fjármögnun þar sem skip eru skráð undir erlendum fána til þess að þau geti veitt úr fiski- stofnun viðkomandi lands. Við förum mjög vel yfir fjárhagslegar forsendur slíkra verkefna og könnum líka hvort allar lagalegar forsendur séu fyrir hendi sem og hvort reksturinn er í samræmi við þær reglur sem gilda í viðkom- andi löndum. Við veitum ekki lán bara með veði í skipi eða öðru heldur skoðum þá samninga sem eru milli þeirra aðila sem ætla að gera skipið út og göngum úr skugga um að menn hafi lög- formlegan rétt til að ná í kvótann, sem og að gjaldeyrisreglur séu virtar. Við fylgjumst með sjóðs- streyminu til þess að stýra af- komunni og að það lán sem við veitum sé greitt niður. Það er eðli verkefnisfjármögnunar að skoða alla þætti í verkefninu og ganga úr skugga um að allir samningar standist, þar á meðal að fyrir liggi álit lögmanna í viðkomandi lönd- um um að svo sé. Þannig lokum við því dæmi en að sjálfsögðu horfum við á arðsemisforsendur og hvaða áhætta fylgi rekstrinum. En það á við um þetta sem annað að þeir sem eiga hlut að máli verða að hafa bolmagn til að taka þátt í verkefninu með því að leggja fram fé á móti því sem bankinn lánar. Við erum mjög varkárir í vali verkefna á þessu sviði og þau hafa því ekki hlaðist upp." Þórður Valdimarsson benti á að FBA kemur einnig að öðrum nýjungum hér á landi sem teng- jast sjávarútvegi. Bankinn fjár- magnaði stofnkostnað kítin- verksmiðjunnar á Siglufirði og undirbúning að framleiðslu ásamt eigendum Kítins ehf. Hráefni verksmiðjunnar kemur úr rækju og staðsetning verksmiðjunnar á Siglufirði mjög hagstæð vegna rækjuvinnslunnar þar. FBA lagði sérstaka áherslu á að haga fjár- mögnun í samræmi við fjárþörf hverju sinni og með því var dregið úr fjármagnskostnaði. „Við erum í harðri samkeppni um að veita lán til þeirra aðila i sjávarútvegi sem eru áhugaverðir í viðskiptum og leggjum áherslu á að fylgjast með því sem er að gerast í þessari mikilvægu at- vinnugrein. Þá er ég ekki bara að tala um ísland. Við höfum verið að skoða Nýfundnaland þar sem sjávarútvegur er mikilvæg at- vinnugrein og við höfum verið að kynna okkur áhugaverð fyrirtæki á þessu sviði þar í landi. Þar gæti verið lag fyrir okkur að koma á viðskiptum enda ekkert sem mælir gegn því að bankinn láni til erlendra fyrirtækja á grundvelli þeirrar þekkingar sem við höfum á sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa sýnt áhuga á fyrirtækjum þarna og FBA getur tekið þátt í slíkri útrás." sagði Þórður. ■ 76 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.