Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 28
Service, (sem jafnframt hefur á sínum snær- um haf- og fiskirannsóknir), strandgæslan og ýmsir fulltrúar hagsmunahópa, þ.m.t. sjó- menn og útvegsmenn. Helsta verkefni fiskveiðiráðanna er að leggja til tillögur um stjórn fiskveiða þeirra tegunda sem eru nokkuð staðbundnar á því hafsvæði sem ráðið nær yfir. Þær tegundir sem flokkast undir flökkustofna, t.d. veiðar á sverðfiski og hákarli við Atlantshafsströndina eru undir beinni stjórn alríkisstjórnarinnar, þ.e. viðskiptaráðuneytisins og fiskistofunnar, þannig að svæðabundnu fiskveiðiráðin fjalla ekki um allar fisktegundir sem þörf er að stjórna veiðum á. Þegar einstök fiskveiðiráð hafa komist að niðurstöðu um tillögu um veiðar á einstakri fisktegund, er hún borin undir viðskiptaráðuneytið til staðfestingar. Eftir staðfestingu er gefin út viðeigandi reglu- gerð og stofnunum eins og fiskistofu og strandgæslu falið að íýlgja henni eftir og hafa eftirlit með veiðunum. Fiskveiðum er stjórnað með margvíslegum hætti í Banda- ríkjunum. Svæðabundnu fiskveiðiráðin gera oft tillög- ur, með hliðsjón af ráðgjöf fiskifræðinga, um leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fiskteg- undir, en þó ekki allar tegundirnar sem eru undir stjórn fiskveiða. Svæðalokunum, á- kvæði um veiðarfæri, meðafla o.m.fl. ein- kenna stjórnunina. Eins og áður segir er enginn ein fiskveiði- stjórnunarstefna í framkvæmd, enda heimila Magnuson-lögin að til staðar séu mismun- andi kerfi til þess að stjórna fiskveiðum. Kvótakerfi með framseljanlegum veiðiheim- ildum er að finna í fjórum veiðigreinum í Bandaríkjunum: -Lúðuveiðar við Alaska. -Svartþorsksveiðar við Alaska. -Blákarpaveiðar við S-Atlanthafsströndina. -Smyrslings- og kúfiskveiðar við Atlants- hafsströndina. Þessum kvótaveiðum hefur verið komið á í samræmi við tillögur hlutaðeigandi svæðis- bundinna fiskveiðiráða. Deilt um kvótann Upp úr 1990 kom fram vaxandi áhugi hjá einstökum aðilum að taka upp kvótakerfi við fiskveiðar í Bandaríkjunum. Þessu var mætt af mikilli andspyrnu, sérstaklega úr hópi sjó- manna og annarra sem höfðu beinna hags- muna að gæta við veiðarnar. Þeir sem lögðust gegn kvótanum vísuðu einkum til þess að störfúm sjómanna myndi fækka og byggðar- lög sem allt áttu undir fiskveiðum myndu veikjast, auk annarra atriða. Þessi andspyrna leiddi til þess að ekki ríkti eining innan hinna ýmsu svæðisbundinna fiskveiðiráða um hvort taka ætti upp kvótakerfi við fiskveiðar. Segja má að deilan um kvótann var orðin svo djúp- stæð að stjórnvöld í Washington sáu sig knú- in til þess að grípa í taumana. Deilan um kvótann leiddi til þess að bandaríska þingið samþykkti breytingar á Magnuson-lögunum árið 1996. Ein helsta breytingin var sú að lagt var tímabundið bann á að taka upp kvótakerfi í öðrum veið- um en þeim sem fyrir voru í kvóta. Bannið á að gilda í fimm ár eða til 1. október árið 2000, en fyrir þann tíma verður þingið í Was- hington að vera búið að samþykkja að aflétta banninu eða þá framlengja það. Með hliðsjón af þessum tímasetningum verður varla búist við því að frekari fjölgun fiskveiða í kvóta- kerfi komi til framkvæmda fyrr en í fyrsta lag- iðárið 2001. 7’ímabundið bann við frekari upptöku á kvóta er að vissu leyti höntlur á óheft mark- aðsöfl í sjávarútvegi Bandaríkjanna. Það er býsna merkilegt að slíkar hömlur eru settar á í því landi þar sem efnahagslífið hefur ein- kennst og þrifist að miklu leyti af óheftum markaðsöflum. Að Bandaríkjaþing skuli sam- þykkja slíkt stílbrot á leikreglur markaðarins, hlýtur að gefa sterklega til kynna hversu al- varleg deilan um kvótann er. Aftur á móti hefur það sjónarmið skotið upp kollinum að breytingin á Magnuson-lögunum árið 1996, hafi orðið vegna þess á sama ári fóru fram þingkosningar í Bandaríkjunum. Auk þess að samþykkja bannið við kvóta- kerfi var jafnframt samþykkt á bandaríska þinginu að leggja veiðigjald á allar fiskveiðar í atvinnuskyni. Gjaldið getur numið allt að 3% af aflaverðmæti sem m.a. er notað til þess að standa straum af opinberum kostnaði við eftirlit og stjórn fiskveiða. Til upplýsinga má geta þess að heildarkostnaður opinberra aðila vegna rannsókna, stjórn fislcveiða og eftirlits við fiskveiðar í Bandaríkjunum er var um 655 milljón US$ eða um 49 milljarðar ísl. krónur, en undir þennan kostað fellur einnig eftirlit með frístunda fiskveiðum. Samkvæmt töflunni hér að framan myndi 3% veiðigjald gefa af sér um 7.800 milljón ísl. krónur eða um 16% upp í heildarkostnaðinn. í ljósi þess hversu umdeilt kvótakerfið er fór þingið fram á það við rannsóknaráð Bandaríkjanna, National Research Council, að gerð yrði ítarleg úttekt á efnahagslegum, fé- lagslegum og líffræðilegum afleiðingum af kvótakerfi við fiskveiðar. Jafnframt var rann- sóknaráðinu falið að gera tillögur um kvóta- kerfi framtíðarinnar. Rannsóknaráðið fól verkefnið í hendur 15 manna nefndar sem allir eru starfandi vísindamenn á sviði hag- fræði, lögfræði, mannfræði, umhverfisfræði og líffræði. í nefndinni sátu tveir íslendingar, þeir Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla íslands og Rögnvaldur Hannesson, prófessor í hagfræði við háskólann í Bergen, Noregi. Vandlega var frá því gengið að ekki sætu fulltrúar hagsmunaaðila í nefndinni til að tryggja sem best hlutlæga niðurstöðu. Niðurstöður og ráðleggingar I störfum nefndarinnar var leitað víða eftir sjónarmiðum, bæði hjá hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem létu málið sig varða. í um- sögnum aðila var nefndin vöruð við því að mæla með einu samleitu stjórnkerfi fyrir allar 28 Sjómannablaðið VIkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.