Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 90

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 90
Skipatækni ehf 25 ára hjorar nysmioar i gangi „Við hönnum skip eftir hug- myndum kaupenda, leitum til- boða í smíðina og gerum samninga við viðkomandi skipasmíðastöð. Oft erum við með eftirlit með smíðinni og aðstoðum svo við uppgjörið. Sama ferli á sér stað við breyt- ingar og endurbætur á skipum. Nú er allt unnið hér í tölvum og teikningar sendar um tölvupóst á nokkrum mínútum til Chile eða Kína en við erum með ný- smíði í báðum þessum lönd- um,“ sagði Bárður Hafsteins- son skipaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Skipatækni ehf í samtali við blaðið. Um þessar mundir eru 25 ár síðan Skipatækni hóf starf- semi. Þann 6. júlí 1974 fluttu þeir Ólafur H. Jónsson heitinn og Bárður Hafsteinsson inn í leiguhúsnæði að Garðastræti 6 og opnuðu þar stofu í skipa- ráðgjöf sem í var nefnd „Teikni- stofa Ólafs H. Jónssonar og Bárðar Hafsteinssonar". Árið eftir var hlutafélagið Skipa- tækni formlega stofnað. Fyrstu verkefnin voru hönnun á línu- og togskipinu Heiðrúnu ÍS fyrir Einar Guðfinnsson hf. í Bolung- arvík og hönnun á tveimur 50 m nóta- og togskipum fyrir Slippstöðina á Akureyri. Þar var um að ræöa Breka VE og Björgu Jónsdóttur ÞH. Starfsmenn voru í upphafi aðeins stofnendurnir tveir en í ársbyrjun 1975 var ráðinn tækniteiknari. Fyrsti tæknifræð- ingurinn var ráðinn 1982 og starfar hann enn hjá fyrirtæk- inu. Árið 1982 var flutt í stærra húsnæði að Borgartúni 20 en fimm árum síðar keypti Skipa- tækni hús- næði við Grensás- veg þar sem það var til húsa þar til í maí á þessu ári að fyrir- tækið flutti í nýtt hús- næði að Borgartúni 30.1 árslok 1984 féll Ólafur H. Jónsson frá, aðeins 57 ára gamall. Bárður Haf- steinsson keypti hlut Ólafs af dánarbúinu. Samstarf við Vik & Sandvik Starfsmönnum hélt áfram að fjölga með auknum verkefnum og á árinu 1990 voru starfs- menn orðnir 12. Á árinu 1997 hófst samstarf við norska ráð- gjafafyrirtækið Vik & Sandvik, sem leiddi til þess að norska fyrirtækið keypti 49% hlut í Skipatækni haustið 1997. Sjö fyrirtæki eru nú aðilar að Vik & Sandvik samsteypunni með alls um 180 starfsmenn. Aðal- stöðvarnar eru á eyjunni Stord sunnan við Bergen. Öflugt dótturfyrirtæki Vik & Sandvik í Bergen heitir Skipskonsulant og sinnir einkum hönnun á ferj- um, olíuskipum og tankskipum af ýmsu tagi. Dótturfyrirtæki í Póllandi sér um verkefni sem unnin eru þar í landi og fleira. Þá á Vik & Sandvik 51 % hlut í fyrirtæki í Bergen sem sérhæfir sig í hönnun varðskipa og her- skipa fyrir norska herinn og fleiri aðila. Samstarfsaðili í því fyrirtæki er breskt ráðgjafafyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í hönnun herskipa. Mikið og náið samstarf er milli Skipa- tækni og norska fyrirtækisins. Nú starfa 14 tæknimenn hjá Skipatækni auk tveggja skrif- stofustúlkna og eins eftirlits- manns í Kína. Nemendur úr tækni- og verkfræðiskólum hafa einnig fengið störf yfir sumarið. Með samstarfinu við Vik & Sandvik opnast möguleikar hjá starfsmönnum samsteypunnar að flytjast milli einstakra fyrir- tækja um lengri eða skemmri tíma til að læra og tileinka sér nýja tækni og kynnast öðrum þjóðum í leiðinni. Um er að ræða Noreg, Pólland og Kína auk íslands en á dagskrá er að opna skrifstofur í fleiri löndum. Innan skamms verða öll fyrir- tækin tengd saman í einn gagnabanka þar sem teikning- ar af mörg hundruð skipum verða geymdar. Skipatækni mun hafa beinan aðgang að þessum gagnabanka. Um er að ræða fiskiskip af öllum stærðum og gerðum, ferjur hvers konar, allar gerðir af að- stoðarskipum fyrir olíuiðnaðinn, rannsóknarskip bæði til haf- rannsókna og olíuleitar, sér- hæfð olíuflutningaskip, far- þegaskip, katamaranferjur, varðskip og fleira. Auk þessa verða í bankanum fleiri hund- ruð breytingaverkefna, sem fyr- irtækin hafa útfært. Aðalverkefni Skipatækni gegnum árin hafa verið hönnun á nýjum skipum, útboðs- og verklýsingar ásamt teikningum af hvers konar breytingum á skipum fyrir íslenska og er- lenda útgerðarmenn. Síðustu tvö árin hafa nýsmíðaverkefni verið umfangsmest. Um þess- ar mundir eru fjórar nýsmíðar í gangi og fleiri í undirbúningi. Skipatækni ehf kemur til með að vinna meira og meira í al- þjóðlegu umhverfi þar sem tæknin hefur stytt allar land- fræðilegar fjarlægðir svo um munar. ■ Skipatækni hefur flutt að Borgartúni 30. Bárður Halldórsson. 90 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.