Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 90
Skipatækni ehf 25 ára
hjorar nysmioar i
gangi
„Við hönnum skip eftir hug-
myndum kaupenda, leitum til-
boða í smíðina og gerum
samninga við viðkomandi
skipasmíðastöð. Oft erum við
með eftirlit með smíðinni og
aðstoðum svo við uppgjörið.
Sama ferli á sér stað við breyt-
ingar og endurbætur á skipum.
Nú er allt unnið hér í tölvum og
teikningar sendar um tölvupóst
á nokkrum mínútum til Chile
eða Kína en við erum með ný-
smíði í báðum þessum lönd-
um,“ sagði Bárður Hafsteins-
son skipaverkfræðingur og
framkvæmdastjóri Skipatækni
ehf í samtali við blaðið.
Um þessar mundir eru 25 ár
síðan Skipatækni hóf starf-
semi. Þann 6. júlí 1974 fluttu
þeir Ólafur H. Jónsson heitinn
og Bárður Hafsteinsson inn í
leiguhúsnæði að Garðastræti 6
og opnuðu þar stofu í skipa-
ráðgjöf sem í var nefnd „Teikni-
stofa Ólafs H. Jónssonar og
Bárðar Hafsteinssonar". Árið
eftir var hlutafélagið Skipa-
tækni formlega stofnað. Fyrstu
verkefnin voru hönnun á línu-
og togskipinu Heiðrúnu ÍS fyrir
Einar Guðfinnsson hf. í Bolung-
arvík og hönnun á tveimur 50
m nóta- og togskipum fyrir
Slippstöðina á Akureyri. Þar
var um að ræöa Breka VE og
Björgu Jónsdóttur ÞH.
Starfsmenn voru í upphafi
aðeins stofnendurnir tveir en í
ársbyrjun 1975 var ráðinn
tækniteiknari. Fyrsti tæknifræð-
ingurinn var ráðinn 1982 og
starfar hann enn hjá fyrirtæk-
inu. Árið 1982 var flutt í stærra
húsnæði að Borgartúni 20 en
fimm árum síðar keypti Skipa-
tækni hús-
næði við
Grensás-
veg þar
sem það
var til húsa
þar til í maí
á þessu ári
að fyrir-
tækið flutti
í nýtt hús-
næði að
Borgartúni 30.1 árslok 1984 féll
Ólafur H. Jónsson frá, aðeins
57 ára gamall. Bárður Haf-
steinsson keypti hlut Ólafs af
dánarbúinu.
Samstarf við Vik & Sandvik
Starfsmönnum hélt áfram að
fjölga með auknum verkefnum
og á árinu 1990 voru starfs-
menn orðnir 12. Á árinu 1997
hófst samstarf við norska ráð-
gjafafyrirtækið Vik & Sandvik,
sem leiddi til þess að norska
fyrirtækið keypti 49% hlut í
Skipatækni haustið 1997. Sjö
fyrirtæki eru nú aðilar að Vik &
Sandvik samsteypunni með
alls um 180 starfsmenn. Aðal-
stöðvarnar eru á eyjunni Stord
sunnan við Bergen. Öflugt
dótturfyrirtæki Vik & Sandvik í
Bergen heitir Skipskonsulant
og sinnir einkum hönnun á ferj-
um, olíuskipum og tankskipum
af ýmsu tagi. Dótturfyrirtæki í
Póllandi sér um verkefni sem
unnin eru þar í landi og fleira.
Þá á Vik & Sandvik 51 % hlut í
fyrirtæki í Bergen sem sérhæfir
sig í hönnun varðskipa og her-
skipa fyrir norska herinn og
fleiri aðila. Samstarfsaðili í því
fyrirtæki er breskt ráðgjafafyrir-
tæki sem hefur sérhæft sig í
hönnun herskipa. Mikið og
náið samstarf er milli Skipa-
tækni og norska fyrirtækisins.
Nú starfa 14 tæknimenn hjá
Skipatækni auk tveggja skrif-
stofustúlkna og eins eftirlits-
manns í Kína. Nemendur úr
tækni- og verkfræðiskólum
hafa einnig fengið störf yfir
sumarið.
Með samstarfinu við Vik &
Sandvik opnast möguleikar hjá
starfsmönnum samsteypunnar
að flytjast milli einstakra fyrir-
tækja um lengri eða skemmri
tíma til að læra og tileinka sér
nýja tækni og kynnast öðrum
þjóðum í leiðinni. Um er að
ræða Noreg, Pólland og Kína
auk íslands en á dagskrá er að
opna skrifstofur í fleiri löndum.
Innan skamms verða öll fyrir-
tækin tengd saman í einn
gagnabanka þar sem teikning-
ar af mörg hundruð skipum
verða geymdar. Skipatækni
mun hafa beinan aðgang að
þessum gagnabanka. Um er
að ræða fiskiskip af öllum
stærðum og gerðum, ferjur
hvers konar, allar gerðir af að-
stoðarskipum fyrir olíuiðnaðinn,
rannsóknarskip bæði til haf-
rannsókna og olíuleitar, sér-
hæfð olíuflutningaskip, far-
þegaskip, katamaranferjur,
varðskip og fleira. Auk þessa
verða í bankanum fleiri hund-
ruð breytingaverkefna, sem fyr-
irtækin hafa útfært.
Aðalverkefni Skipatækni
gegnum árin hafa verið hönnun
á nýjum skipum, útboðs- og
verklýsingar ásamt teikningum
af hvers konar breytingum á
skipum fyrir íslenska og er-
lenda útgerðarmenn. Síðustu
tvö árin hafa nýsmíðaverkefni
verið umfangsmest. Um þess-
ar mundir eru fjórar nýsmíðar í
gangi og fleiri í undirbúningi.
Skipatækni ehf kemur til með
að vinna meira og meira í al-
þjóðlegu umhverfi þar sem
tæknin hefur stytt allar land-
fræðilegar fjarlægðir svo um
munar. ■
Skipatækni hefur flutt að Borgartúni 30.
Bárður
Halldórsson.
90
Sjómannablaðið Víkingur