Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 114

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 114
Páll Jónsson fulltrúi hjá Landssímanum segir frá sjófarendum og sæstrengjum Eg er ánægður með íslenska sjómenn „Ljósleiðaranetið spannar samtals þrjú þúsund kílómetra um landið allt og er að stofni til landkerfi. En við höfum einnig þurft að fara yfir nokkra firði. Pað er Hvalfjörður, firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð og Arnarfjörður. Á Austurlandi er það Berufjörður, Hamars- og Álftafjörður, frá Suðurfjörutanga yfir á Höfn í Hornafirði. Þá erum við að leggja Ijósleiðara milli lands og Vestmannaeyja," sagði Páll Jónsson fulltrúi hjá Landssímanum þegar blaðið innti hann eftir legu sæsíma- strengja innanfjarðar og sam- skipti Símans við sjómenn vegna þessara strengja. Páll sagði að það væri fiskirí á sumum þeirra svæða þar sem strengirnir lægju. Til dæm- is væru rækjumið í Arnarfirði og síld hefði komið inn á Beru- fjörðinn. En hafa komið upp til- vik þar sem skip hafa fest veið- arfæri í sæstrengjum? „Ég held að það hafi tvisvar komið fyrir að menn hafa sett í strengi. Alla vega man ég að það var einu sinni hringt í okkur frá Arnarfirði vegna svona til- viks. Við brugðumst mjög fljótt við og fórum vestur og hjálp- uðum þeim að losa veiðarfær- in. Við höfum látið alla þá sem þurfa fá mjög nákvæmar upp- lýsingar um hvar strengirnir liggja með GPS hnitun svo þeir geti forðast að setja í strengi. Ef svo illa vill til að menn þurfi að fórna veiðarfærunum vegna þess að þeir hafa lent á streng þá erum við tilbúnir til að borga tap veiðarfæranna svo fremi að menn hafi ekki sjálfir stofnað til þessa með gálausu atferli," sagði Páll. Gáleysi Færeyinga -En svo er það sæstrengur- inn milli íslands og Kanada og íslands og Evrópu? „Já, það er Cantat III sem er á veiðislóð fyrir sunnan Vest- mannaeyjar. Þessi strengur er að töluverðu leyti plægður í botninn en á nokkrum stöðum á veiðisvæðinu fyrir sunnan Eyjar kemur hann upp vegna þess að þar eru klappir og því ekki hægt að plægja hann nið- ur. Við höfum upplýst um hvar þessar klappir eru og skip- stjórnarmenn hafa aðgang að þeim upplýsingum. Það er ekki þar með sagt að menn hafi leyfi til að veiða ofan á strengn- um. Það er svæði sem er 400 metrar í sitt hvora áttina frá strengnum sem ekki er heimilt að veiða á. Sjómenn sem stunda veiðar á þessum slóð- um hafa komið mjög vel fram og virt þessar reglur fullkom- lega. Það verður því miður ekki sagt um Færeyinga sem hafa tvisvar sett í strenginn, síðast nú fyrir skömmu. Raunar var það svo að kvartað var undan því að strengurinn lægi yfir verðmæt fiskimið beint suður af Kötlu. Því var farið fram á að strengurinn yrði færður. Þar sem við vildum líka færa hann af öðrum orsökum þá var það gert.“ -Þarf ekki talsverðan kraft til að slíta strenginn? „Nei, það þarf ekki og togari getur auðveldlega slitið sæ- strenginn. Hann er reyndar mismunandi sterkur. Ef streng- urinn slitnar orsakar það rýrari sambönd til útlanda og kostar eigendur strengsins auk þess talsvert mikla peninga. Einstakt tjón á Cantat III kostar þrjár til fjórar milljónir Bandaríkjadoll- ara. En eins og ég sagði þá er ég ánægður með íslenska sjó- menn varðandi umgengni þeirra við strengi Símans. Við minnum á strengina af og til og legu þeirra og það er forvarnar- starf sem borgar sig því eitt slit á innanlandsstreng getur kost- að nokkuð margar milljónir," sagði Páll Jónsson. ■ 114 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.