Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 20
Utan úr heimi
fékk einnig álíka verkefni þegar
stöðin var lýst gjaldþrota en
verkefni fyrir herinn fá að halda
áfram þrátt fyrir gjaldþrotið.
Hvernig var þetta eiginlega
með nýja varðskipið?
NÝ skip á norsku ströndina
En víðar hriktir í stoðum.
Svo getur farið að Hurtigruten i
Noregi fái styrk frá ríkinu til að
byggja tvö ný farþegaskip til
strandsiglinga og það ætti að
koma sér vel fyrir norskar
skipasmíðastöðvar sem sjá
verkefnaskort framundan. Skil-
yrt er að skipin verði byggð þar
í landi og er gert ráð fyrir að
hvort um sig muni kosta um
600 milljónir NKR. Árlegur ríkis-
styrkur til Hurtigruten er 200
milljónir NKR en gert er ráð fyrir
að ríkisstyrkurinn falli niður i lok
ársins 2001. Þegar sú stund
rennur upp mun ekki verða
gerlegt að reka tvö elstu skip
útgerðarinnar og því er stefnt
á, að hálfu stjórnvalda, að
skipta þeim út áður en styrk-
stundirnar líða undir lok.
ElTURLYFJAVANDI
Kókið siglir um höfin í stór-
um stíl og þið þurfið ekkert að
efast um það lesendur góðir.
Skipin eru stærstu flutningsað-
ilar eiturlyfja bæði með og án
vitundar áhafna. í júní stöðvaði
breska freigátan HMS Marl-
borough skip skráð í Panama
og þar um borð fundust 4 tonn
af kókaíni að andvirði 645 millj-
ón dollara en skipið var á sigl-
ingu fyrir sunnan Puerto Rico.
Bandaríkjamenn og Bretar hafa
sameinast í átaki gegn smygli
eiturlyfja á þessu hafsvæði og
eru skip beggja ríkjanna við eft-
irlit á þessu svæði. Þetta er
mesta magn eiturlyfja sem
breskt skip hefur gert upptækt.
Fyrr á þessu ári fann banda-
ríska strandgæslan kókaín fyrir
186 milljónir dollara um borð í
skipi í grískri eigu og aftur í júní
urðu þeir aftur vinningshafar
þegar fundust 96 kíló af kókaíni
í fulllestuðu sementsskipi. Það
var semsagt eitthvað meira en
sement sem tankarnir höfðu að
geyma en hefði efnið blandast
sementinu ætli dópararnir hefði
legið utan í einhverri steypu-
blokkinni og sniffað hana á
fullu? Kanadamenn hafa einnig
náð árangri í leitinni að kókaín-
inu en 26 kíló fundust um borð
í stórflutningaskipi í höfninni í
Vancouver en áður höfðu fund-
ist þar 63 kíló fyrr á árinu. Það
ætti að vera Ijóst að mikið
magn er á ferðinni þegar talað
er um að 10. hver sending finn-
ist.
Ertu að sigla á Kýpurfána?
Kýpversk yfirvöld eru æf út í
flokkunarfélögin í kjölfar þess
að tvö kýpversk stórflutninga-
skip voru kyrrsett eftir skoðun
hafnarríkiseftirlits, Port State
Control, með alvarlegar at-
hugasemdir og vöntun á bún-
aði. Siglingayfirvöld hafa bann-
að fimm skoðunarmönnum
flokkunarfélags að stíga fótum
sínum um borð í kýpversk skip
í komandi framtíð en þeir
kenna þessum mönnum um á-
stand skipanna og jafnframt
það slæma orð sem skip undir
þessum þjóðfána fá á sig. Nú
hefur flokkunarfélagið Nippon
Kaiji Kyokai (NKK) upplýst að
það séu þeirra skoðunarmenn
sem hlut eiga að máli. Skipin
sem um ræðir eru Navigator D
sem var kyrrsett í Hollandi með
yfir 30 athugasemdir og Polm-
ar sem bandaríska strandgæsl-
an kyrrsetti vegna bolskemmda.
Ekki eru allir á sama máli hverj-
um sé um að kenna en NKK
hefur ávallt verið metið sem
gott flokkunarfélag. Eigandi er
ábyrgur fyrir sínu skipi frá degi
til dags en flokkunarfélögm eru
ekki til staðar dags daglega til
að passa upp á að allt sé í lagi.
Þessi harka Kýpverja er talin
koma til vegna áhuga þeirra á
að ganga inn í Evrópusam-
bandið en þar hafa verið gerð-
ar athugasemdir um ástand
flota undir þeirra fáni gæti or-
sakað að þeim yrði hafnað um
inngöngu. í kjölfar þessa voru
sex skip strikuð út af kýp-
versku skipaskránni en kunn-
ugir telja að þau skip hafi þá öll
verið löngu komin í pottana.
Það var komin tími til að kýp-
versk stjórnvöld fari að huga
að orðspori þjóðfánans sem
prýðir land þeirra á hvítum
grunni.
Offramboð framundan
Skemmtiskipaiðnaðurinn
stendur frammi fyrir kreppu ef
fer sem horfir. Fram til ársins
2010 hafa svo margar pantanir
á nýsmíði skemmtiferðaskipa
borist að verði þau öll smíðuð
bætast 93.350 kojupláss til við-
bótar því sem fyrir eru en þetta
svarar til 43% þess kojupláss
sem þegar er í boði. Það hafa
verið pöntuð 60 ný skip hjá
skipsmíðastöðvum um allan
heim og ef offramboð verður á
markaðinum mun það hleypa
af stað bullandi undirboðum og
einnig verri gæðum og þjón-
ustu. Skipafélagið Star Cruises
hefur skrifað undir viljayfirlýsin-
gu við Meyer Werft um smíði á
tveimur 112.000 tonna
skemmtiferðaskipum sem eiga
að afhendast árin 2003 og
2005. Verða þetta lengstu
skemmtiferðaskip heimsins en
þau verða 316 metra löng og
ganga 25 hnúta. Ástæða
lengdarinnar er sú að með
hanni á að ná fram hámarks
þægindum ásamt góðri sjó-
hæfni. Skipin verða í siglingum
í Asíu og á Kyrrahafi. En það
eru fleiri að berjast í lúxusinum.
Residensea er verkefnisnafn
fyrir skemmtiferðaskip sem
ekki verður búið klefum heldur
íbúðum en erfiðlega hefur
gengið á fá skipasmíðastöðvar
til að taka verkið að sér. ítalskar
skipasmíðastöðvar hafa dregið
sig til baka frá þessu verkefni.
Aðalmaðurinn á bak við þetta
verkefni er norski útgerðar-
maðurinn Knut Kloster en hann
hefur oft verið með byltinga-
kenndar hugmyndir varðandi
skemmtiskipaútgerð en fyrir um
15 árum kynnti hann verkefni
um smíði á 5000 farþega
skemmtiskipi sem kallað var
Líkur eru á að verulegt offramboð verði á skemmtiferðaskipum á
næstu árum.
20
Sjómannablaðið Víkingur