Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 89
Fyrsta par í Skotlandi fór á
Caspian, sem fékk „El Caza-
dor“ 6,0 fermetra 1600 kg tog-
hlera, skipið er með 1800 hö
vél og er frá Banff í Skotlandi
en hann er útbúinn fyrir tveggja
trolla veiðar með þrjá víra.
Hann er búinn að vera undan-
farin tvö ár með Poly-lce „-
Concord" V 6,5 fermetra og lík-
aði vel. Með „Concord" V 6,5
fermetra hlerunum var hann á
grunnu vatni að fá á milli hlera
um 73-78 fm, en eftir að hann
fór að nota „El Cazador" hler-
ana var bilið á milli þeirra um
85-90 fm. Skipstjórinn á Caspi-
an segir að hlerarnir hafi komið
sér skemmtilega á óvart. Hann
fær mun meira bil á milli hlera
þó hlerarnir séu minni og mun
minna átak á vírana.
Fyrstu tvö pör af „El Caza-
dor“ eru komin í notkun á Nýja
Sjálandi. Fyrra parið er 8,5 fer-
metra 2800 kg sem frystitogar-
inn Amaltal Atlantis notar nú
við veiðar á hokinhala með
tvær botnvörpur frá Hampiðj-
unni á Nýja Sjálandi. Hitt parið,
3,6 fermetrar 750 kg, er notað
á mb. Galatea II, 28m löngum
bát með 750hö vél. Skipstjór-
inn er mjög ánægður með ár-
angurinn, er að fá 10-15%
meira bil milli hlera eða 400-
420 metra þar sem hann fékk
áður 360-370 metra með
Morgére V-wertical hlerum
sömu stærðar. Jafnframt er
léttara að draga og fullyrðir
skipstjórinn að hann sé að nota
700-1000 lítrum minna af olíu á
dag en áður.
Skipstjórinn og eigandi að
Galatea II fullyrti eftir fyrstu vik-
una á nýbyrjaði hokinvertíðinni,
að hann hefði verið að fá tvö-
falt meiri afla en bátar af svip-
aðri stærð og hann hefur jafn-
an miðað við á miðunum. Hann
þakkar það hlerunum, en áður
notaði hann super-V hlera af
sömu stærð því hann er að
nota sama trollið. ■
Samanburðarprófanir fara fram um borð í Árna Friðrikssyni.
Magnús Guðmundsson skipstjóri
á Sjóla með El Cazador í baksýn.
hafa báðar gerðir af hlerum um
borð eins og tíðkast á mörgum
skipum.
El Cazador
Á íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni verður nýi fjölnota tog-
hlerinn kynntur sem hefur feng-
ið spænska heitið „El Caza-
dor“, sem útleggst „Veiðimað-
urinn“ á íslensku.
„El Cazador" hlerarnir eru
þróaðir upp úr tveimur eldri
gerðum toghlera fyrirtækisins,
það er „Concord" V-laga botn-
trollshlerunum og „FHS“
tveggja spoilera flottrollshler-
unum. Nýttireru kostir
flottrollshlerans, sem er sá
kraftmesti á markaðnum. „El
Cazador" hlerarnir eru hannað-
ir með það fyrir augum að nýt-
ast bæði til flot- og botn-
trollsveiða þannig að hægt er
að nota þá botntrollsveiðar
óháð snertingu við botninn.
í lok síðasta árs var módel af
„El Cazador" prófað í til-
raunatankinum í Hirtshals í ár-
legri „tankferð" með Hampiðj-
unni. Óhætt er að segja að nýi
hlerinn hafi vakið óskipta hrifn-
ingu manna og bárust jafnvel
pantanir.
Fyrsta parið var reynt á Sjóla
frá Hafnarfirði sem notaði það
við veiðar á Hatton svæðinu og
komu hlerarnir mjög vel út
þannig að þeir voru keyptir á
skipið. Hlerarnir þöndu trollið
fullkomlega og fékkst 200m
hlerabil með 220m grandara
og ætíð togað á móti brælunni
í 7-9 vindstigum og á 700-
900m botndýpi með 1400-
1600m af vír.
Óhætt er að segja að Magn-
ús Guðmundsson skipstjóri á
Sjóla var í sjöunda himni með
hlerana. Sjóli notaði í túrnum
Bacalaotroll með 3ja tonna,
43m rockhopperalengju. Eftir
um það bil 360m í köstun var
komið 130-140m bil milli hlera,
sem jókst jafnt og þétt köstun-
ina út í 200m sem hélst mjög
stöðugt á togi.
Fastur liður I þróunarferli
toghlera J. Hinrikssonar er
samanburður nýrra hugmynda
og eldri gerða Poly-lce tog-
hlera á Árna Friðrikssyni þar
sem borin er saman þankraftur
allra fyrri hlera með sama trolli
reynt við sömu aðstæður. Þan-
kraftur „El Cazador" borið
saman við „Oval“ hlerana er
30% meiri og borið saman við
„Concord" hlera, þá er þan-
krafturinn 20% meiri.
Frekari tilraunir voru gerðar á
Aroni frá Húsavík þar sem bil
milli hlera jókst úr 125 metrum í
180 metra, eða aukning upp á
40%.
í NOTKUN UM ALLAN HEIM
Fyrstu pör af „El Cazador"
eru komin I notkun um allan
heim. Af 10 fyrstu pörunum
sem þegar hafa verið framleidd
eru 8 þeirra að fara í notkun í
Argentínu, Noregi, Skotlandi,
Rússlandi, Afríku, Chile og
Nýja Sjálandi.
Sjómannablaðið Vi'kingur
89