Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 82
Stikla hf.
Að geta fengið
allt á einum stað
„Það eru á fimmta ár síðan
fyrirtækið var stofnað og það
hefur vaxið ár frá ári síðan og
æ fleiri greinar bæst við hjá
okkur. Við byrjuðum með efni til
veiðarfæragerðar og kostsölu
til skipa og aðra þjónustu við
þau,” segir Lúðvík Lúðvíksson,
annar tveggja eigenda Stiklu
hf. sem er alhliða þjónustufyrir-
tæki fyrir skip og báta, hótel,
veitingahús og matvælavinnsl-
ur.
Einn aðal þáttur fyrirtækisins
er skipaverslun, þar sem lögð
er áhersla á að vera með allt
það sem skipin þurfa á að
halda, svo sem kost, hreinlæt-
isáhöld, búsáhöld hvers konar
og raunar allt sem kokkurinn
þarf til að sinna sínu starfi, eins
og Lúðvík kemst að orði. Þessi
starfsemi er í samvinnu við
Bónus. Stikla tekur við pöntun-
um frá skipum hvar sem þau
eru og kemur þeim til skiia
þangað sem óskað er. Sömu-
leiðis er farið um borð í skipin
þegar þau koma tii hafnar og
sóttur listi sem kokkurinn hefur
gert yfir það sem vantar. Fjöldi
skipa eru í föstum viðskiptum
við fyrirtækið.
Stikla hf. er líka með veiðar-
færadeild, þar sem selt er efni
til veiðarfæragerðar. „Við erum
ekki í að búa til nein veiðarfæri
sjálfir, heldur seljum öðrum efni
til þess,” segir Lúðvík.
Mjög stór þáttur í fyrirtækinu
eru margs
konar
búsáhöld,
svo sem
allar gerð-
ir af hníf-
um og á-
höldum
sem þarf í
eldhús.
Þar er um
venjuiega
heildsölu
að ræða
og þessi
áhöld seld I stórmörkuðum
landsins.
NÝ gerð af hnífum
Stikla hf. var að fá nýja gerð
af hnífum frá Þýskalandi sem
heita BODY GUARD og það
sem vekur mesta athygli við
þessa hnífa er að á þeim er
gikkshringur, sem veitir mikið
öryggi við notkun þeirra. Hætt-
an á að renna fram á hnífsblað-
ið, vilji eitthvert óhapþ til, er lítil
sem engin. Þjóðverjarnir eru að
þreifa sig áfram með þessa
hnífa og hafa enn sem komið
er aðeins framleitt þá í einum lit
en von er á fleiri litum í framtíð-
inni og verður hægt að panta
ýmsar gerðir og liti af þessum
hnífum þegar frá líður. Sú krafa
er nú uppi að áhöld sem notuð
eru við matvælavinnslu séu
litaskipt þannig að hver litur til-
heyrir ákveðinni matvælateg-
und.
Jón
Baldvin
Haraldsson
sölustjóri
segir að
viðtökurnar
sem þessir
þýsku hníf-
ar hafa
fengið hér
á landi séu
mjög góð-
ar. Hér er
um að
ræða hnífagerðir til allrar mat-
vælavinnslu, hvort heldur um
er að ræða vinnslu á fiski eða
kjöti eða til notkunar á stofnun-
um eða heimilum.
„Þessir BODY GUARD hníf-
ar eru frá Giesser Messar í
Þýskalandi og við höfum látið
prófa þá hér á landi í sumar og
þeir hlotið almennt lof þeirra
sem hafa reynt þá,” segir Jón
Baldvin. Hann segir að sumum
hafi þótt dálítið óþægilegt til að
byrja með að vera með fingur-
inn inn í gikkshringnum en eftir
smástund venst það og eftir að
menn hafa áttað sig á örygginu
vilji þeir helst ekki nota aðrar
gerðir hnífa. Jón Baldvin segist
ekki vitað til þess að aðrir
hnífaframleiðendur séu með
þetta öryggi, alla vega hafi
hann ekki rekist á þá. í þessari
hnífalínu er svo hægt að fá
ýmsar gerðir af stálum og
brýningartækjum, svo sem
hefðbundið stál, slípistál eða
brýningarstál í hvaða lit sem
óskað er eftir. Þess má geta að
Stikla hf. hefur fengið einkaleyfi
hér á landi á sölu þessara
hnífa.
„Ef um einhverjar séróskir er
að ræða hjá mönnum er ekkert
mál að verða við þeim. Við
pöntum bara það sem beðið er
um,” segir Jón Baldvin.
Hann bendir líka á að Stikla
hf. sé með stærstu fyrirtækjum
sem selja svokallaðan einnota
búnað við matvælavinnslu, svo
sem einnota hárnet, svuntur,
ermahlífar, skóhlífar, vettlinga
og yfirleitt allt sem fólk þarf að
klæðast, vinni það með mat-
væli.
„Það sem Stikla hf. er að
gera er að reyna að vera með
allt sem viðkemur matvæla-
vinnslu þannig að menn geti
fengið sem flest á einum stað.
Þetta er runnið frá skipaversl-
uninni því kokkarnir vildu geta
fengið allt sem þeir þörfnuðust
hér hjá okkur og losna þannig
við alla snúninga. Og það erum
við að reyna að uppfylla,” segir
Lúðvík Lúðvíksson.
Það er Ijóst eftir að hafa
skoðað verslunarhúsnæði
Stiklu hf. að þeir sem með
matvæli fara þurfa ekki að leita
víðar eftir áhöldum. ■
82 Sjómannablaðið Víkingur
J