Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 49
Fiskifræði Binna í Gröf
Vestmannaeyingurinn Binni í
Gröf var á sínum tíma landsfræg-
ur aflakóngur. Árið 1978 gaf Ið-
unn út bókina Skáldað í skörðin
eftir Ása í Bæ. Þar segir Ási með-
al annars frá Binna í Gröf og fer
sú frásögn hér á eftir.
Árið 1939 fór Benóný í útgerð
með mági sínum, Ólafi Krist-
jánssyni. Þeir keyptu 40 Iesta bát
og skírðu Sævar eftir elsta syni
Binna. Fyrstu vertíðina gerðu
þeir út á línu og net en síðan að-
allega dragnót og troll.
Aldrei slíku vant fékk Binni
eitt sinn flensu og stýrimaðurinn
fór út með Sævar. Eftir stuttan
tíma kemur hann inn aftur og
hefur þá tapað dragnótinni.
Hann ber sig aumlega enda mik-
ið tjón og þó verra að þetta var
eina voðin sem þeir áttu í augna-
blikinu. Binni settist upp í rúm-
inu, bað stýrimann segja sér alla
afstöðu miða eins nákvæmlega
og hann gæti og teiknaði með
puttanum á sængina jafnóðum,
segir svo: „Nú þá er þetta allt í
lagi, hún er hérna við hraunkant-
inn.“ Þegar Binni er orðinn hress
fer hann út veiðarfærislaus. Á
þriðja degi kemur hann inn með
góðan afla. Hann hafði farið á
staðinn þar sem voðin tapaðist,
náð henni upp og fengið í hana
þennan afla. Hann þekkti botn-
inn kringum Eyjar eins og Iófann
á sér, næðist voðin ekki upp á
þessu falli næðist hún á hinu.
Þegar Ási í Bæ tók saman bók-
arkafla um Binna í Gröf fór hann
einn túr með honum á Gullborg-
inni. Þeir voru á sumarsíld við
Eyjar. í túrnum varpar Ási fram
þeirri spurningu hvernig hann
hafi farið að því að verða afla-
kóngur sex sinnum í röð. Binni
skellihlær að spurningunni en
svarar svo:
Ja, þetta kom svona. Maður
var búinn að fá dálitla reynslu, ég
var búinn að vera lengi í þessum
bransa. Maður var að reyna að
fylgjast með hvernig fiskurinn
hagaði sér frá ári til árs, hvar
hann héldi sig á þessum tíma,
hvar á hinum. Nú, miðin,
straumarnir, hvernig best var að
leggja þarna, draga hérna. Það
tekur allt tímann
sinn að læra
þetta. Og margt
og margt. Ég var
heppinn. Mig
hafði lengi grun-
að að fiskurinn
héldi sig rneira
austur með land-
inu á veturna, en
við áttum bara
ekki báta til að
sækja þangað af
viti. Þessi sókn á
austurmiðin
gafst ekki vel fyrr
en ég kom á
Gullborgina.
Þetta var bátur
sem hægt var að
sækja á hvert sem
maður vildi,
liggja úti ef svo
bar undir og taka
í hana úr tveim-
ur, þremur lögn-
um ef fiskur
bauðst. Við vor-
um svo til einir
þarna austurfrá
þrjár fyrstu ver-
tíðirnar. Það
gerði sitt. Nú og
svo náttúrlega
góður mann-
skapur eins og ég
sagði áðan.
Enginn gald-
ur?
Ja, það er sko
þetta senr enginn
skilur; þegar maður er kominn í
stuð eins og það er kallað, þá er
eins og manni sé ekki sjálfrátt
eins og þú veist. Það er alveg
sama hvar maður hendir draslinu
það er alltaf fiskur. Og svo dettur
manni hitt og annað í hug sem
manni finnst kannski vera ein-
tóm vitleysa en gerir það samt og
fiskar aldrei meira en þá.
Dreymir þig fýrir fiski?
Það hefur komið fýrir. Einu
sinni dreymdi mig að Heimaey
var sokkin til hálfs, vesturpartur-
inn. Það sló mig að fiskur mundi
vera á vestursvæðinu. Það reynd-
ist rétt. O, jú - mig hefur oftar
dreymt þessu líkt. ■
SIkr ÖRYGGISTÆKI
FLOTROFAR
FLÆÐIROFAR
HITAMÆLAR
{ HITAMÆLAR
aiiiuöiiunr (U©,
Fiskislóð 94 - Símar 551 4680 og 551 3280 Fax 552 6331
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
49