Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 62
byggjandi ráðstafanir. Þá á ekki að vera á-
stæða til að hafa áhyggjur. Ég hef verið með
öflug skip og velbúin, en eðlilega eru þau ekki
þannig að ekkert geti komið fýrir. Nei, ég hef
aldrei verið hræddur. Ég held að ég hafi alltaf
haft stjórn á því sem ég er að gera.“
ÞÁ líður mér djöfullega
Nú er það aldrei svo að starf skipstjórans sé
eitt sipp og hoj. Stundum gengur verr en hjá
öðrum. Hvernig líður þér þegar svo er?
„Þá líður mér djöfidlega. Það er það versta.
Ég geri mér aldrei að góðu nema vera með
svipað og þeir fá best sem eru nærri mér.“
Fari svo að þú fáir minna, efast þú þá um
sjálfan þig?
„Nei, það geri ég ekki. Ég leita að ástæðun-
um og kem í veg fyrir aflaleysi. Ég geri ein-
faldlega kröfur til sjálfs míns, ég á ekki að vera
með minna en þeir sem mest fá. Það er engin
ástæða til að sættast á annað.“
Skipstjórar hafa sagt í mín eyru að eftir að
þeir koma í land, jafnvel með góðan afla, sé
þeir enn að svekkjast yfir einhverju, til dæmis
að ef þeir hefðu hagað sér öðruvísi einhvern
tíma í túrnum hefði kannski fengist meiri
afli. Semsagt að leiknum sé ekki lokið þó
búið sé að flauta af, er svo með þig?
„Nei. Þegar ég hífi síðasta halið segi ég eins
og krakkarnir; „Game over“. Það þýðir ekkert
að vera velta því fyrir mér hvort ég hafi getað
gert betur. Ef svo er þá verð ég bara að laga
það í næstu veiðiferð. Það eru tvær hliðar á
þessu. Þegar ég fæ minna en aðrir líður mér
herfilega en þegar ég fæ meira en aðrir snýst
þetta alveg við, þá finn ég sigurtilfinningu og
þá líður mér ótrúlega vel. Þegar upp er staðið
jafnast þetta út. Til að ná viðunandi árangri
fyrir útgerð og áhöfn verður skipstjóri að hafa
heljarmikinn metnað. Þessu lýkur aldrei, það
verður endalaust að halda áfram.“
Nú er ekki sama sjómennska og sjó-
mennska. Þú hef mest verið á togurum en
einnig á bátum. Sérð þú fýrir þér að þú farir
aftur á minna skip?
„Nei. Ég hef sagt að það komi ekki til
greina. Ég get heldur ekki tekið undir að rétt
sé að neyða menn til að enda ferilinn veltandi
um á einhverju smáhorni og húkka upp ein-
hver kvikindi á króka. Ég vonast til að ég fái
aldrei þau réttindi."
Það er nú kannski enginn að segja að það
eigi að verða skylda, bara réttur, eða er það
ekki?
„Ég er vanur því að menn í þessu geri allt
sem þeir mega. Hugsaðu þér að eftir að hafa
verið þrjátíu ár á góðum skipum að eiga svo
að fara á trillu, aldrei. Þegar ég hætti á togur-
um þá hætti ég til sjós. Þessi útgerðarmáti
sem er hjá okkur á hentar mér mjög vel.“
Hefur aldrei komið til greina að fara í sjó-
frystingu?
„Jú, það hefur gert það. Við erum að verða
eins og síðasti geirfuglinn í landfrystingunni.
Við erum í þróunarverkefni með Baader sem
er reyndar ævintýri hvað varðar nýja tækni í
flökun. Við erum að stíga ný skref sem hafa
tekið lengri tíma en við reiknuðum með í
upphafi, en það er allt í lagi. Þrátt fýrir að
hafa verið með Iandvinnslu hefur okkur
auðnast að skila ágætri afkomu. A tuttugu
árum höfum við einu sinni verið með tap, þó
hagnaðurinn hafi svo sem stundum mátt
verða meiri. Nú gengur reksturinn mjög vel.“
■
Texti og myndir: Sigurjón Egilsson.
ALLT FYRIR
W :VWe* < >1
tíj sjós oq lands
í öllum störfum leynast slysagildrur sem ber aö varast, bæði með
réttum vinnubrögðum, árvekni og ekki síst réttum öryggisbúnaði.
Dynjandi er leiðandi í sölu öryggisklæönaðar og búnaðar fyrir starfs-
fólk í sjávarútvegi.
nr. 130 ískála B
Komdu í sýningarstúku okkar j
á Sjávarútvegssýningunni, - til öryggis!
SKEIFAN 3 SlMI 588 5080 FAX 568 0470
62
Sjómannablaðið Víkingur