Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 32
hátt að hann sé heldur að stækka. Eins og mér sýnist þetta vera tel ég að óvissuþáttur- inn hafi frekar verið í jákvæðu áttina. Að við höfum frekar náð meiri árangri en menn áttu von á heldur en minni. Það er svo spurning hvort eitthvað bakslag eigi eftir að koma þar.“ -Nú gerir Hafrannsóknarstofnunin tillög- ur til ráðherra um leyfilegan hámarksafla einstakra tegunda.... „Já. Ef við tökum bara þorskinn þá er búið að ákveða fyrirfram aflareglu. Hafrann- sóknarstofnunin mælir stofnstærðina og þar með leyfilegan þorskafla. Það er öðruvísi far- ið með aðra stofna og þar vill bregða við að menn nái ekki alltaf kvótanum. Þá erum við kannski helst að tala um ufsann. Skýring- arnar sem ég hef heyrt á því bæði frá fiski- fræðingum og sjómönnum eru þær að ufs- inn sé svo mikill flökkufiskur að hann geti bara synt eitthvað suður í höf án þess að spyrja kóng eða prest. Það segir því ekki allt þótt kvódnn náist ekki. Þetta kannski flækir málið en sem betur fer vitum við meira um þorskinn og þekkjum hvert hann fer.“ -En ekki hefur heldur gengið vel með rækjuna? „Ef við skoðun rækjuna þá er áberandi hvað hún eykst mikið þegar þorskurinn er í lægð og minnkar þegar þorskurinn fer upp aftur. Fljótt á litið virðist bara vera einfalt samband þarna á milli þó að málið sé flókn- ara en svo. Aflamarkið í rækju sem var gefið út fyrir yfirstandandi fiskveiðiár var í stórum dráttum ekkert frábrugðið veiðinni sem var áður en þessi lægð kom í þorskstofninn. Reynslan af síðasta fiskveiðiári var mun lak- ari heldur en veiðiráðgjöfin gerði ráð fyrir. Við höfum haft áhyggjur af rækjunni og það er verið að skoða þau mál.“ -Fyrr á árum tóku ráðherrar visst mið af tillögum Hafrannsóknarstonunarinnar en fóru ekki alltaf eftir þeim? „Þegar aflareglan er komin á þorskinn er búið að marka langtímastefnu og ákveða afl- ann fyrirfram. Meðan sú stefna gengur upp og ekki eru knýjandi ástæður til að endur- skoða hana verður farið eftir henni. Svo virðist sem þetta hafi gefið góða raun. En það er síðan hægt að velja aðra aflareglu sem gefur aðra niðurstöðu samkvæmt kenning- unni. Menn hefðu getað valið að hafa afla- prósentuna lægri og stækka stofninn meira á styttri tíma. Hægt er að færa fyrir því hag- fræðileg rök að það hefði verið hagfræðilega betra til lengri tíma. En hins vegar má segja að það hefði verið félagslega mjög erfitt fyr- sumum öðrum tegundum? „Þetta er alveg rétt. Það er mjög erfitt verkefni að meta stofnstærð. Alltaf er ákveð- inn breytileiki í stofnstærðum. Matið bygg- ist bæði líffræðilegum mælingum og svo stærðfræðilegum útreikningum. Menn eru að reikna sig fram og til baka til að fá upp- lýsingarnar til að ganga upp þannig að það sem reiknað er samkvæmt einni aðferð passi við það sem reiknað er með annarri aðferð og það síðan passi við mælingarnar sem eru gerðar. Þetta eru útreikningar sem ganga fram og aftur. Stundum þurfa menn að gefa sér ákveðnar stærðir til að reikna út frá og prófa sig svo áfram hvernig það passar við mælingar. Eitt stóra spurningamerkið er náttúrulegu afföllin. Er verið að vanmeta þau eða ofmeta þau? Kannski eru einhverjar vísbendingar um að menn séu að ofmeta þau afföll. En ef svo er þá getur það líka þýtt að við séum að ofmeta stofnstærðina. Menn verða að gera sér grein fyrir að það eru á- kveðin óvissumörk í þessu. Fiskveiðiráðgjöf- in með aflareglunni tekur þessa óvissu með í reikninginn. Akvörðunin um aflaregluna byggist á því að þarna sé ákveðin óvissa. Með því að halda okkur við ákveðna tölu dreifist óvissan. Eitt árið er hún kannski að- eins yfir en aðeins undir annað árið. En að jafnaði séum við að nýta stofninn á þann „Ég hef ekki séð færð fyrir því sannfærandi rök að fiskveiðikerfið eins og það hefur verið frá 1983 hafi leitt til byggðaröskunar eða röskunin hafi verið meiri en var fyrir daga kvótakerfisins. Auðvitað geta einstakar byggðir farið illa út úr því ef að fyrirtæki sem hafa stóran kvóta fara illa í sínum rekstri og verða að selja atvinnutæki og aflahlutdeildina í burtu. 32 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.