Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 55
Sem fyrr segir var Þorvarður næstyngstur atta systkina og hann varð munaðarlaus 14 ára gamall. „Þetta var mjög erfitt líf. Sérstaklega man ég hvað ég öfundaði þá sem áttu fjölskyldu, móður og föður sem alltaf voru til taks. Þetta kom oft í huga minn. Ég stofnaði heimili ungur, sennilega vegna þess hversu ég þráði að eiga heimili." Varði, það hlýtur að hafa verið sárt fyrir ó- harnaðan dreng að eiga hvorki móður né föð- ur á lífi. Þú hlýtur að hafa átt margar erfiðar stundir. „Ég byrgði það inní mér. Bar það aldrei á torg fyrir aðra. Off voru það erfiðar og þung- ar hugsanir. Lífið bauð mér ekkert annað. Mér leið vel hjá föðurbróður mínum, en hann hafði aldrei gifst og átti ekki börn og var ekkert sérlega laginn í umgengni við börn og unglinga. Hann var góður og allur að vilja gerður.“ Þorvarður var innan við tvítugt þegar hann var kominn í sambúð með sinni fyrstu konu og segist hafa átt með henni yndisleg börn. „Við áttum saman fimm drengi og eina stúlku og fyrir átti hún eina stúlku sem ég gekk í föðurstað. Leiðir okkar skildu eftir tuttugu ára sambúð. Ég hef verið mjög hepp- inn með börnin mín. Síðar giftist ég annarri konu, en missti hana eftir átján mánuði, hún varð bráðkvödd heima en ég var úti á sjó þeg- ar það gerðist. Hún átti þrjú börn sem ég gekk í föðurstað. Þetta reyndi mikið á. Ég var heppinn með þá krakka. Þau hafa komist vel áfram. Síðar kynntist ég núverandi konu minni, en við höfúm búið saman í ellefu ár. Hún á tvo drengi og eina stúlku ól hún upp sem við höfum nú ættleitt. Börn mín og barnabörn mín eru mér afar kær. Börnin eru alls þrettán og barnabörnin 29. Aftur að líffstarfi Varða. Sem fyrr segir var hann aðeins fjórtán ára þegar hann réðst í fyrsta skipsrúm, hjá Guðmundi Runólfssyni. Var þá strax einsýnt hvað tæki við hjá Þor- varði Lárussyni? „Já. Ég réðst snemma til Soffaníasar Cecils- sonar og var bæði sfyrimaður og annar vél- stjóri, í ein níu ár. Ég réri með Soffaníasi og Elías Guðjónssyni sem var skipstjóri hjá hon- um. Hvoru tveggja miklir ágætismenn. Eftir það fór ég í eigin útgerð. í upphafi keypti ég ásamt tveimur félögum mínum 12 tonna bát, Lárus SH 1. Eftir að ég hætti í þeirri útgerð stofnuðum við frændurnir, ég og Guðmund- ur Jóhannesson vélstjór útgerði, og við áttum saman nokkra báta og á tímabili gerðum við út tvo báta, Lunda SH og Fagurey. Þegar ég og konan mín skildum hættum við Guð- mundur í útgerðinni, við vorum búnir að selja Fagureyna og hann fékk Lundann. í skiptunum fengum við bát, Sólfara, og ég fékk hann í minn hlut. Eftir þetta keypti ég bát úr Keflavík sem ég nefndi Lýð Valgeir eft- ir bróður mínum sem fórst í slysförum, en Lýður Valgeir var síðasti báturinn sem ég gerði út. Alls var ég í fimmtán ár í útgerð.“ Þú varst væntanlega skipstjórinn mestan hlutann? „Frá því ég var um tvítugt og þar til 1991 að ég veiktist, missti heilsuna og varð að koma í land. Ég hef þurft að gangast undir tvær hjartaaðgerðir." Mig langar að fara aðeins til baka eitt augnablik. Þegar þú varst að byrja sjó- mennsku hefur þú væntanlega litið upp til skipstjórans, sástu þig þá strax í því hlutverki, ákvaðstu þá að verða skipstjóri? „Nei, ég var ekki farinn að hugsa það langt. En það kom fljótlega." Þú sagðir áðan að þú hafir verið um tvítugt Eygló Guðmundsdóttir, eiginkoma Varða ásamt manni sínum. þegar þú varðst skipstjórinn, barst ábyrgð á skip og áhöfn. Er tvítugur maður nógu þroskaður til að vera í hlutverki skipstjóra? „Það er einstaklingsbundið. Ég tel að það sé rétt að menn verði að vera áður hjá góðum mönnum, sækja sér sem mestan og bestan þroskan. Þetta lánaðist allt vel hjá mér. Hvort það er öllum gefið veit ég ekki. Ég fór í minna Runólfur Sh, á þessum bát hófst farsæll sjómannsferill Þorvarðar. Lýðru Valgeir SH var síðasti báturinn sem Þorvarður gerði út. SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.