Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 65
Seinni hluti viðtalsins verið sú að fjalla um mál án þess að valda sundrungu og sárindum hjá þeim sem eru þó í félagsmálastörfum vegna þess að þeir vilja starfsstétt sinni vel, einnig í erfiðum á- greiningsmálum. Ef komið er að því að ræða um hver geti beðist afsökunar, þá get ég með mestu ánægju upplýst að ég get beðið fólk bæði afsökunar og fyrirgefningar ef ég geri á hlut þess. Ég sé hins vegar að margir eiga erfitt með slíkt og sjá aðeins sína hlið. - Klippt og skorið, svart eða hvítt. - Ég bið hér með fyrirgefningar á mínu gargi og afsökun- ar á skúffúnni úr því að þú taldir það þér ein- um ætlað. Það er von mín að þessu máli linni. Áframhaldandi ágreiningur og ásak- anir í garð einstakra manna, mun hvorki vera samtökum eða einstökum félögum skipstjórnarmanna til framdráttar í hags- munamálum þeirra. H Mistök hörmuð Þau ntistök sem urðu þegar eldri útfærsla að viðtali mínu við Bjarna Sveinsson birtist í síðasta tölublaði Víkings, eru alfarið á mína ábvrgð. Ég tók viðtal við Bjarna og það réttur skilningur hjá honum að við höfðum skamman tíma til viðtalsins. Eftir að ég skrifaði viðtalið hafði ég samband við Bjarna og hann gerði á því nokkrar breytingar. Vegna handvammar minnar varð mér því miður það á, að þegar ég gekk trá við- talinu á síður Víkingsins gerði ég ntistök, ég bird eldri útfærsluna, en ekki þá sem Bjarni hafði gert brevtingar á. Að sjálfsögðu harma ég þessi mistök mín og bið Bjarna og aðra afsökunar á mistökunum. Ég hef átt erfitt með að fyrirgefá sjálfúm mér þessi ntistök en í ein- feldni minni óska ég þess að aðrir eiga betra með það en ég. Þar sem þetta mál virðist draga tals- verðan dilk á eftir sér sé ég ekki annan kost en að birta hér þann hluta viðtalsins, sem er um málefni Lífevrissjóðs sjómanna, eins og það var þegar Bjarni Sveinsson hafði gert sínar athugasemdir. ■ Sigurjón Egilsson. VlSSULEGA ER ÉG SÁR Sem fyrr segir hefúr Bjarni Sveinsson sagt af sér sem stjórnarmaður í Lífeyrissjóði sjó- manna, en það gerði hann eftir átök innan Farmanna- og fiskimannasambands íslands um skerðingu á lífeyrisgreiðslum úr sjóðnum. Ég spurði Bjarna hvort hann telji sig hafa tek- ið rétta ákvörðun þegar hann sagði sig úr stjórninni. „Já, ég sé ekkert sem gæti réttlætt setu mína í stjórninni, ekkert. Það er ekki hægt að starfa nema menn séu sáttir við það sem er verið að gera. Ertu sár yfir því hvernig fór? „Vissulega er ég það. Ég hef eytt miklu af mínum frístundum í lífeyrismálin og tel mig hafa lagt mikla vinnu í þetta starf. Það hefúr kostað tíma og vinnu að skilja þetta svo vel sé. Það var ekkert annað að gera en hætta, ég var ekki sjálfúr kominn á þann punkt að vilja það.“ Bjarni rifjar upp umræður og samþykktir á síðasta þingi Farmannasambandsins sem hann segir að stangist gjörsamlega á við þá ákvörð- un, um skerðingu upp á 12 prósent gegn því að svokölluð 30 ára regla var afnumin, sem var tekin að honum fjarverandi. Hann vitnar til greinagerðar FFSÍ um lífeyrismálin, en þar segir meðal annars: „Á síðasta þingi Far- manna- og fiskimannasambands íslands (1997) var samþykkt samhljóða að samtökin myndu ekki samþykkja frekari skerðingu á réttindum bótaþega Lífeyrissjóðs sjómanna sem þá þegar voru orðnar verulegar eða frá 20- 40% á fáum árum. Umræður í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands íslands og á formannaráðstefnu og nú síðast í samráðs- nefnd samtakanna um lífeyrismál hafa verið í sömu lund og menn sjá ekki ástæðu til að breyta þessari afstöðu.“ Þetta er úr greinagerð FFSÍ um lífeyrismál sem var send til þing- manna, fjármálráðuneytis og fjölmiðla. Við vildum að útgerðin hækkaði sínar greiðslur úr sex prósentum í sjö. Ég sk.il út- gerðina mjög vel að hafna því, en mér ómögu- legt að skilja afstöðu Sjómannasambandsins. Ég hefði talið að sjómenn ættu frekar að standa saman til að verja réttindi sín. Oft hef- ur hvarflað að mér hvers vegna ég sé að standa í þessu fyrir nánast ekki neitt. Það eru greidd- ar tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarsetuna, við höldum tæpum tólf þús- undum af því eftir að skatturinn hefur fengið sitt.“ Hefúr áður komið til ágreinings innan Far- manna- og fiskimannasambandsins vegna á- kvarðana um Lífeyrissjóðinn þau ár sem þú hefúr starfað þar? „Nei. Enda neita ég að tala um að það sé á- greiningur innan Farmanna- og fiskimanna- sambandsins um þetta mál. Það liggur fyrir hver er vilji félagsmanna. Ég hef unnið eftir samþykktum frá stjórn, þingum og for- mannaráðstefnu. Andstaðan er bara tveir menn, Guðjón A. Kristjánsson forseti og Benedikt Valsson framkvæmdastjóri. Þeir tóku upp nýja stefnu fyrir hönd Farmanna- sambandsins án þess að hafa til þess nokkuð umboð. Á öllum ákvarðanastigum hafði ann- að verið samþykkt. Mjög margir félagsmála- menn úr okkar hópi eru að spyrja sig þessa dagana; hvernig í andstkotanum það geti gerst að mikilvæg málefni skuli ákveðin með þess- um hætti.“ Bjarni segir að tólf prósenta skerðingin hafi verið ákveðin á stjórnarfúndi í Ltfeyrissjóði sjómanna 6. janúar, en þá var hann ekki á landinu og bætir við að það hafi aldrei staðið til að halda þennan fúnd, næsti fúndur átti að verða 20. janúar. Varamaður hans, Bénédikt Valsson mætti á fúndinn. Bjarni segir að ekki hafi einu sinni verið meirihluti í samráðsnefnd um lífeyrismál til að falla frá fyrri samþykkt- um með þeim hætti sem gert var, en í þeirri nefnd voru auk Bjarna; Guðjón A. Kristjáns- son, Benedikt Valsson, Guðjón Ármann Ein- arsson og Guðlaugur Gíslason. Á sama tíma voru átök um stofnun séreign- arsjóðsins innan Lífeyrissjóðsins. Farmanna- og fiskimannasambandið vildi ekki að útgerð- armenn ættu hluta að stjórn hans, en vinnu- veitendur lögðu áherslu á að vera með í stjórn- inni. Bjarni skilur ekki hvers vegna. „Okkur datt ekki í hug að þeir ætluðust til að fá að stjórna okkar sérsparnaði. Hvað vilja þeir ráða yfir okkar peningum?“ Bjarni segir að lífeyrismál séu mjög ofarlega í huga félagsmanna innan Farmannasam- bandsins sökum þess hversu mikið menn greiða inn. Það er ekki óalgegnt að skipstjóri greiði 400 til 600 þúsund á ári. Við tölum um stöðu sjóðsins og Bjarni bendir á greinagerð FFSÍ um þessi mál, en þar segir meðal annars: „Við skulum minnast þess að samtök atvinnurekanda skipa helming stjórnarmanna í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna og bera þeir jafna ábyrgð á stöðu sjóðsins. Það getur varla verið meining löggjafans á sínum tíma að það þýddi að ef það sýndi sig að fjár- hagsstaða sjóðsins stæðist ekki, þá tækju laun- SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.