Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 70
Sparisjóður vélstjóra I hópi stærstu sparisjóða Það var fyrir frumkvæði Haf- liða Loftssonar vélstjóra að gengist var í að stofna Spari- sjóð vélstjóra þann 11. nóvem- ber 1961. í fyrstu voru eignir sparisjóðsins litlar en þegar fram liðu stundir þá efltist sparisjóðurinn og er í dag í hópi stærstu sparisjóða lands- ins. Það má þakka dugmiklu og góðu starfsfólki og traustum viðskiptavinum sem í dag til- heyra öllum stéttum landsins. Sparisjóður vélstjóra hefur í sumar nýlokið við gagngerðar endurbætur á húsnæði hans í Borgartúni. Eru aðalstöðvar Sparisjóðsins í dag með eina fullkomnustu bankaafgreiðslu á landinu. Aðgengi að húsinu eru með ágætum og bílastæðismál í góðu lagi - nokkuð sem er sjaldgæft í dag. Húsnæðið er sniðið með þarfir viðskiptavina og starfsmanna í huga og er lögð áhersla á afslappað um- hverfi þar sem viðskiptamenn geta sótt ráðgjöf í fjármálum og fengið fljótvirka þjónustu. Gjaldeyrisdeild Sparisjóðsins, sem hefur vaxið mjög hratt síðustu árin, fær nú aukið rými sem gerir henni fært að takast á við stærri verkefni. Þá hefur verið tekið í notkun nýtt full- komið símkerfi til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Eitt símanúmer 575-4000 er nú fyr- ir öll útibú Sparisjóðsins. í tengslum við það hefur verið opnað þjónustuver Spari- sjóðsins, sem sér um sam- skipti við viðskiptavini í gegn- um síma og þjónustar við- skiptamenn allra afgreiðslu- staða Sparisjóðsins. Hefur það nú fengið góða aðstöðu í ným' húsnæðisskipan. Símanúmer þjónustuversins er 575-4100. Sparisjóður vélstjóra hefur tekið í notkun nýtt merki, SPV ásamt auðkenni sparisjóðanna smáranum. Var þetta gert í framhaldi að stefnumótun Sparisjóðsins og mun SPV birtast á öllu útsendiefni og auglýsingum í framtíðinni. Sparisjóður vélstjóra hefur á árinu boðið upp á fjölmargar nýjungar í þjónustu til við- skiptavina. Má þar fyrst nefna nýtt alhliða kreditkort, SPV- kortið, sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra kreditkorta. Auk þess býður kortið upp á aukið frjálsræði þar sem viðskipta- vinir ráða hversu mikið þeir greiða af úttekt sinni eftir hvert úttektartímabil þó að lágmarki 5% eða 5.000 kr. auk vaxta. Þannig þurfa þeir ekki lengur að hringja í Sparisjóðinn og óska eftir greiðsludreifingu eða gera raðgreiðslusamning við seljendur og njóta því víða staðgreiðsluafsláttar. Korthafar geta því einnig sloppið við stimpilgjöld og lántökukostnað sem fylgja raðgreiðslusamning- um. Einnig fylgja kortunum víðtækar ferðatryggingar auk neyðarþjónustu. Gefin eru út almenn kort eða gullkort með misháum heimildum. Engin færslugjöld eru innheimt og ó- keypis Heimabanki fylgir kort- unum. Kortagjald er lægra heldur en tíðkast á markaðin- um og fyrsta árið er ókeypis. í byrjun janúar hóf sparisjóð- urinn nýja þjónustu; Lífsval, sem er heiti á nýrri og þægi- legri leið í lífeyrissparnaði sem Sparisjóðurinn og dótturfyrir- tæki bjóða upp á. Lífsval tekur aðeins við 2% af óskattlögðu fé í framhaldi að nýjum lögum um viðbótarlífeyrissparnað. Hægt er að velja þrjár leiðir og eru þær misáhættusamar. Tvær leiðir eru verðbréfateng- dar, en sú þriðja lífeyrisreikn- ingur Sparisjóðsins sem gefur fasta fyrirfram ákveðna ávöxt- un. Lífeyrisreikningurinn hefur gefið hæstu nafnávöxtun banka og sparisjóða frá ára- mótum eða 11.5%. Hvorki fjármagnstekjuskattur né eign- arskattur er innheimtur og frestast greiðsla af tekjuskattin- um til útborgunar lífeyris. Með- alaldur fólks fer hækkandi og fleiri en áður eru heilsuhraustir á ellilífeyrisaldri og vilja búa við fjárhagslegt sjálfstæði. Með því að leggja fyrir ákveðna upp- hæð af mánaðarlaununum, hyggur þú að framtíðinni og byggir upp þinn eigin lífeyris- sjóð. Sparisjóður vélstjóra lætur sér annt um umhverfi sitt og hefur í sumar gengið til liðs við Græna herinn. Græni herinn er baráttusveit sjálfboðaliða, stofnuð í þeim tilgangi að taka ærlega til hendi um allt land og hafa gaman af því um leið. Markmið Græna hersins er að sameina krafta áhugasamra sjálfboðaliða til að rækta og fegra byggðir og ból með sam- stilltu átaki. Þetta er markmið sem Sparisjóðurinn styður heils hugar og hann hvetur við- skiptavini sína til að leggja sitt að mörkum þegar Græni her- inn birtist í byggðarlaginu. Græni herinn verður í Reykjavík 4. og 5. september. Sparisjóður vélstjóra er op- inn til viðskipta fyrir alla og býður eldri og nýja viðskipa- menn velkomna. ■ Jakob Frímann Magnússon er herforingi Græna hersins sem er í samstarfi við Sparisjóð vél- stjóra. 70 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.