Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Page 16
Gísli Viggósson, forstöðumaður Siglingastofnunar íslands, rannsókna og þróunarsviðs, útlistar málin á Höfn i Hornafirði. komu menn saman í Dalvikurskóla og ræddu málin undir öruggri fundarstjórn Konráðs Alfreðssonar, formanns Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. • Að loknum erindum blossuðu umræð- urnar upp. Einn fundargesta lýsti hrifn- ingu og nokkurri undran yfir því hvað búið væri að gefa út mikið fræðsluefni í nafni Áætfunar um öryggi sjófarenda. Þessu efni hefur verið dreift í öll íslensk skip, auk þess sem Hilmar og félagar hans í Slysavarnaskóla sjómanna eru afar duglegir að miðla því út til nemenda skólans. • Menn höfðu áhyggjur af mannahaldi um borð. Stefnt væri að því leynt og ljóst að fækka í áhöfnum skipa. En það er á hreinu, og kom skýrt fram, að ennþá er með öllu óheimilt að sami maður stjórni samtímis skipi og hífingum. • Einhverjum þótti miður að eingöngu er gerð krafa um tvö reykköfunartæki í fiskiskipum og enga reykköfunarbúninga í fiskiskipum 24-60 metra á lengd. Bætum slökkvigallanum við! Höfum hann líka í björgunarskipunum sem Landsbjörg er með, sögðu fundarmenn. • Tillaga kom fram um að myndavélar, tengdar við stýrishúsið, yrðu gerðar að skyldu-græju í vélarrúmum smábáta. Það hefur til dæmis komið í ljós að lekavið- vörunarkerfið er brigðult og því nauð- synlegt að geta séð með eigin augurn hvernig ástandið er í vélinni. • Töluverðar umræður spunnust urn fjarskipli. Flóknar umræður. Miklar skammstafanir og torræð hugtök. Þó sat eftir að sjálfvirka tilkynningaskyldan var litin hornauga til að byrja með en núna vill enginn án hennar vera. „Það er þvert á móti gott að vita að einhver í landi fylgist stöðugt með okkur,” sagði einn. „Og þeir skyldumenn eru fljótir að hringja í okkur ef sambandið við kerfið rofnar.” • Það vantar öflugan dráttarbát, skoðið bara dæmin af Vikartindi og Baldvini Þorsteinssyni. Og þau fara síst minnk- andi flutningaskipin sem hingað sigla vegna yfirstandandi stóriðjufram- kvæmda. Guðmundur Örn Guðjónsson, skip- verji á Baldvini Þorsteinssyni EA 10, flulti erindi á fundinum og áréttaði þelta sérstaklega með tilvitnun í rannsóknar- nefnd sjóslysa en eftir strand Baldvins sendi nefndin frá sér eftirfarandi tillögu: Að landhelgisgæslan fái til umráða sem fyrst dráttar- og björgunarskip af þeirri stærð sem getur dregið sem flest skip sem eru í siglingum við strendur lands- ins. • Ótrúlega margar hafnir eru stórhættu- legar, benti einhver á. Víða vantar bryggjustiga, kanta, lýsingu og fleira sem gæti orðið mönnum til bjargar ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Þetta þarf þó ekki að vera svo því í gildi eru reglur um öryggi í höfnum landsins. Nú þarf að ganga úr skugga unt sann- leiksgildi þessarar ábendingar og bæta úr ef réttmæti hennar sannast. • Skemmtilegur punktur. Menn kvört- uðu undan Siglingastofnun og sögðu hana erfiða viðureignar. Hún hefði hins vegar sýnt á sér nýtt og betra andlit á fundinum. Reyndar var ekki við öðru að búast því að fulltrúar stofnunarinnar og fyrirlesar- ar á Dalvíkurfundinum voru heiðurs- mennirnir Gísli Viggósson og Jón Bern- ódusson. Fram kom að ekki er hægt að fá und- anþágu frá öryggisfræðsluskyldu sjó- manna nema einu sinni. Lögskráningar- lög heimila ekki frávik frá þessari reglu. Þannig að maður sem fer á sjóinn og fær undanþágu hefur hana til þess dags sem öryggisnámskeiðið á að byrja sem hann er skráður á. Ekki er veitt önnur undanþága. Hann og útgerðin eru því að brjóta lög ef hann lætur undir höfuð leggjast að sækja nám- skeiðið en er áfram á sjónum. • Margt fleira bar á góma en við skulum enda þessa samantekt með nokkrum stiklum úr ræðu útgerðarmannsins, 16 - Sjómannablaðið Víkingur i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.