Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
einkenni koma fram þangað til
sjúklingur deyr: 5 dagar.
• Heildarsmittími: um 27 dagar,
og er þá gert ráð fyrir að sjúkl-
ingur hafi getað smitað aðra allt
til dauða, en margt bendir til að
dregið hafi úr líkum á smitun
eftir að sjiíkdómseinkenni komu
fram og að smithættan hafi
verið mest í upphafi smittíma.
• Meðaltími frá smitun til and-
láts: 37 dagar.
Síðar rannsökuðu Scott og
Duncan fleiri en 50 plágufaraldra á
Bretlandi. Biðtími og meðgöngutími
veikinnar reyndust alls staðar eins
og í Penrith; þar greindist engin
undantekning:
Hér blasti við skýringin á því hve
þrálátir þessir faraldrar vom. Ljóst
er að gengi plágunnar á miðöldum
var komið undir einstaklega
löngum meðgöngutíma hennar,
sem varð til þess að plágan gat
ferðast langar leiðir, jafnvel þar
sem samgöngur voru fmmstæðar.
Hún gat birst, að því er virtist, upp
úr þurru og henni gat skotið upp á
dularfullan hátt að nýju, mörgum
dögum eftir lát síðasta fórnar-
Iambsins. Þar sem meðgöngutími
plágunnar var 32 dagar gafst
sýktum manni rúmur mánuður
áður en hin óttalegu einkenni
sýkinnar komu fram, þegar hann
veiktist og ljóst var að þurfti að
setja hann í sóttkví. Á þeim tíma
gat hann ferðast talsvert langt, og á
þessum langa meðgöngutíma gat
hann smitað aðra í einar þrjár
vikur - og þar með óvitandi dreift
plágunni víða. Farsótt gæti gosið
upp áður en menn fengju rönd við
reist.
Við höfðum uppgötvað leyni-
vopn plágurtnar.23
Fjörutíu daga sóttkví
Þar sem svartidauði herjaði komust
mertn víða að því að hægt var að
hefta útbreiðslu plágunnar með
sóttkví, með því að einangra þá sem
tekið höfðu sýkina eða voru líklegir
til að hafa smitast. Á ensku er sóttkví
kölluð quarantine og samstofna heiti
er notað í fleiri málum. Þetta er leitt
af ítölskum eða frönskum orðum
(iquarantina, quaranta) sem standa
fyrir töluna fjörutíu, enda kenndi
reynslan það á sóttarsvæðum að ef
menn voru, einangraðir frá hugsan-
legum smitberum, án sjúkdómsein-
kenna í fjörutíu daga stafaði öðrum
ekki hætta af þeim. Þamrig voru
skip, sem komu af svæðum þar sem
pest var fyrir, látin bíða í fjömtíu
daga áður en sigla mátti þeim til
hafnar og skipshöfnin fékk að fara í
land. Sömuleiðis voru pestarsýkt
svæði, borgir eða jafnvel einstök hús
einangruð í fjömtíu daga. Sem dæmi
um þetta síðastnefnda má nefna að
þegar plága herjaði í nágrenni
Manchester árið 1631, barst hún til
gistíhúss í borginni. Allir í húsinu
dóu, en það var sett í sóttkví og engir
í borginni utan þess tóku pestina.24
Sums staðar freistuðust menn til
að stytta sóttkví í 30 daga eða enn
færri, en þá brustu vamirnar oft og
pestin tók sig upp. Þetta kemur heim
við útreikninga Scotts og Duncans,
er sýna að meðgöngutími pestar-
innar hefur verið rúmur mánuður.
Þegar plágufaraldur gekk í
borgum í Edendal við lok 16. aldar
lögðust markaðir af, en fólkið í sveit-
unum skildi vaðmál, gam og mat-
væli eftir á tílteknum stöðum, þar
sem borgarbúar vitjuðu varningsins
og skildu eftir peninga fýrir kaupun-
um.25
Fjömtíu daga sóttkví hefði í engu
nýst til að verjast kýlapest frá
rottum, enda brást hún í Marseille
1720, þegar þar gekk kýlapest eins
og áður er getið.
SVARTl DAUÐI VAR EKKI
KÝLAPEST
Hér skulu taldar upp helstu rök-
semdir sem þau Scott og Duncan
færa fyrir því að pestarfaraldrarnir í
Evrópu geti ekki - nema í örfáum
tilvikum, og alls ekki á Islandi - hafa
verið kýlapest. Mörg hafa þessi rök
verið nefnd hér, önnur ekki:
• Kýlapest er sjúkdómur í nag-
dýrum sem getur borist í menn,
yfirleitt úr rottum. Pestin leggst
svo harkalega á rottur að stofri-
ar þeirra deyja yfirleitt fljótt út
þar sem hún herjar og þar með
faraldurinn. Faraldrar af Yersin-
ia pestis haldast aðeins við þar
sem fyrir em einhver nagdýr
sem þola sýkilinn það vel að
hann helst við í stofnum þeirra.
Engin slík dýr em villt í Evrópu
og vom ekki á meðan pestar-
faraldramir gengu þar yfir.
• Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að
rottur hafi getað staðið undir
varanlegri kýlapestarplágu, þá
bendir margt til þess að svart-
rottur hafi engar verið til sveita
á Englandi á miðöldum. Það var
til dæmis ekki fyrr en brún-
rottur komu þar til sögunnar, á
18. öld, sem bændur fóm að
reisa rottuheldar komskemm-
ur.26 Og á Islandi vom engar
rottur á miðöldum.
• Þegar kýlapest brýst út í rottum
í borg, þyrpast þær unnvörpum
út á göturnar og drepast þar, og
flærnar af þeim leita þá á menn.
Algengt er að fjarlægja hafi
þurft vagnfarma af dauðum
rottum af götum þar sem slíkar
plágur geisuðu, og í Marseille
var þúsundum af rottuhræjum
sökkt í hafið í faraldrinum 1720.
Engar heimildir em í frásögn-
um frá svartadauðaplágum
miðalda um slíkt, sem hefði þó
mátt ætla að teldist til tíðinda.
• Rottuflær tímgast ekki úti í
náttúrunni við lægri hita en
18°C, sem útilokar faraldra af
kýlapest í köldu loftslagi, sér í
lagi um vetur. Nokkrir fræði-
menn, einkum sagnfræðingar,
telja að plágusýklar hafi borist á
milli manna með biti manna-
flóa. Þótt slíkur fluhúngur sé
hugsanlegur, er hann ekki
raunhæfur möguleiki á faraldri
að mati margra. (Jón Steffen-
sen18hafnar þessu til dæmis.)
• Hugmyndir um að faraldrar af
Yersinia pestis geti haldist við í
11