Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Kolbeinseyjarvísur, upphaf kvæðisins í JSig. 84. 8vo. (Ljósmynd frá hand- ritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns.) aldrei verður vitað hvaða berg þetta var. Líklega er hér um að ræða mis- munandi ásýndir basalts. Kolbeins- ey er talin mynduð í eldgosi, líkt og Surtsey, fyrir 5-10 þúsund árum.10 í dag má hugsa sér að tvær tegundir bergs séu í eynni, þétt basalt og frauðkennt basalt. Ef leifar eldgíga eða gígrásar hafa verið ofansjávar á þessum tíma hefðu þær vafalaust skorið sig svo úr öðru bergi að rétt- lætanlegt hefði verið að telja bergið þar sérstaka tegund. Móbergsklettar gætu einnig hafa verið þar, en um þetta verður fátt fullyrt. Seinna í vísunni nefna þeir fugl- ana, langvíu, geirfugl og fýlung. Fuglafræðingum kemur vafalaust ekki á óvart að þessar tegundir hafi verpt í Kolbeinsey. Það má velta því fyrir sér hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávar- rofið hefði ekki eytt þessari afskekkt- ustu fuglabyggð við ísland. Ef til vill lifði hann þá enn í dag. I síðustu hendingunum segir að þeir hafi séð mikið af fýlung en ekkert fengist við hann því hann var á eggjum og því magur. Fýllinn, fýlungurinn eða bjargfýlingurinn var sjaldgæfur fugl. Það var ekki fyrr en á 19. öld að fýl tók að fjölga ótæpilega og nú er hann orðinn einn algengasti fugl við strendur Iandsins. Hér sést fugls- heitið fýlungur í fyrsta skipti í ritaðri heimild, en til forna var fuglinn nefndur fúlmár og af því er hið latneska heiti hans dregið, Fulmarus borealis. I íslenskum fuglafræðiritum er víða talið að um aldamótin 1700 hafi aðeins ein fýlabyggð verið við landið, þ.e. í Grímsey. Hér kemur í ljós heimild um mikla fýlabyggð í Kolbeinsey sem fuglafræðingar hafa ekki vitað af. Jafnframt er þetta elsta örugga frásögn um varp þessarar tegundar við ísland. Þeir Hvann- dalabræður virðast hafa kannast vel við fýlinn og því hefur hann sennilega verið algengur fyrir Norð- urlandi á þeirra tíð. Síðasta vísan bætir litlu við lýsinguna en þó því að enginn gróður hafi verið í eynni, einungis grýttir hólar og gjár. Áður hafði þó verið minnst á þara í fjöru. í næstu erindum er sagt að þeir bræður hafi 36 dvalið í eynni fimm dægur, veitt 800 fugla (eða 960 ef átt er við stór hundruð) tekið egg í stórum stíl og auk þess dregið töluvert af þorski. Gaman hefði verið að vita hvernig þeir náðu öllum þessum fugli. Geirfuglinn hafa þeir elt uppi og fangað í net en líklegast er að þeir 7. mynd. í Kolbeinsey var geirfuglabyggð. Ekki er vitað hvenær hún lagðist af en samkvæmt heimildum var varp að mestu horfið úr eynni á 19. öld. Það má velta því fyrir se'r hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávarrofið hefði ekki eytt þessari afskekktustu fuglabyggð við ísland. Ef til vill lifði hann þá enn í dag. (Teikning: ]ón Baldur Hlíðberg.) hafi náð mestu af langvíunni með flekaveiði. Þeir voru á vegum Hóla- biskups og menn hans stunduðu flekaveiðar í stórum stíl við Drangey á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.