Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Árið 1995 tókst ekki að telja í
Hrísey, þannig að notuð er talning
frá 1993 (28 pör). Ennfremur var
ekki búið að telja í öllum óshólmum
Eyjafjarðarár þegar hlaup kom í ána
og varp spilltist.10 Ekki tókst að telja
í átta hólmum (af tæplega 40), en þar
voru samanlagt 90 pör 1990 en 77
árið 1992 og er seinni talan notuð
nér. Líklega hafa þau verið aðeins
færri árið 1995 því hettumáfum
fækkaði í Eyjafirði milli 1990 og 1995
(sjá síðar).
niðurstöður
Árið 1995
Hettumáfar urpu á 32 stöðum á
athugunarsvæðinu árið 1995, sjá 4.
ntynd. I viðauka eru taldir upp allir
þekktir varpstaðir og fjöldi varp-
para frá því skipuleg vöktun hófst
árið 1990. Vitað er um þrjá staði þar
sem hettumáfar urpu ekki 1995 og
2000 en í árum þess á milli, þ.e. við
Hólkot og Kálfsá í Ólafsfirði og
Arnarneslón á Gálmaströnd. Slíkir
staðir geta hæglega verið fleiri þótt
ekki hafi náðst að skrá þá.
Árið 1995 voru 1547 varppör á
talrúngarsvæðinu í Eyjafirði. Rúmur
helmingur þeirra (56%), eða 866 pör,
varp í nágrenni Akureyrar, langflest
i óshólmum Eyjafjarðarár (416).
Aðrir varpstaðir voru í Krossanes-
horgum (215), við Akureyrarflugvöll
(137), við Lónið hjá Dvergasteini
(41), við Hundatjörn í Naustaflóa
(31), á Kjarna- og Hvammsflæðum
(23) og við Drottningarbraut á
Akureyri (3). í Eyjafirði voru stór
vörp eiimig við Tjörn í Svarfaðardal
(182 pör) og við neðanverða Hörgá
(H7), en á öllum öðrum stöðum
voru færri en 100 pör.
Árið 2000
Hikil breyting hafði átt sér stað á
utbreiðslu hettumáfa í Eyjafirði árið
2000 frá 1995 því varpstöðum hafði
fjölgað um 16, úr 32 í 48 (50%
aukning; 4. mynd). Samt hafði þeim
fjölgað í reynd um 29 því 13 varp-
staðir frá 1995 voru aflagðir árið
2000. Þrátt fyrir þessa fjölgun varp-
Vöktunarsvæði
SIGLUFJÖRÐUR
■JÖRÐUR
HÖFÐAHVERFI
Laufás-
hólmar
ArnarnhsiQD
2 \
5 HJALTEYI
TROLLASKAGI
< SVALBARDSl
DvergaslBii
i gnahryggs-
JökuH
iborgir
Qshólmar \
eyiafjarðarár
Hundaijöt
íNaustam
Kjarna- d
Hvammsflædl
Kristsnestj
íaland <5,
Hæð yfir
sjávarmáli
metrar
1400
stækkað
svæði
3. mynci. Vöktnnnrsvæði hettumdfs í Eyjafirði. Ýmis örnefni sem koma fram í texta eru
sýnd á kortinu, einnig hæðarlínur og vegir. - The area in Eyjafjörður (N-Iceland)
monitored for Black-headed Guils every 5th year. Various iocal names, mentioned in
text, are shown, also contour lines and roads.
staða óx varpstofmim ekki, eins og
ætla mætti, heldur fækkaði varp-
pörum úr 1547 árið 1995 í 1325 árið
2000. Nam fækkunin alls 14%, eða
að meðaltali um 3,1% á ári. Stærstu
vörpin sem hurfu alveg frá 1995
voru við Laugaland (70 pör) og
Kaupangsbakka (37). Átta af þessum
13 varpstöðum voru með færri en 10
varppör 1995.
41