Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Blóðblaðka (Dilsea carnosa) er algengur og áberandi þörungur sem vex neðan
fjöru. Líklega hefur hann borist til Færeyja á 20. öld. Ljósm.: Karl Gunnarsson.
við um brúnþörunginn Halidrys
silicosa sem getur orðið meira en
einn metri á hæð. Þrátt fyrir greina-
góða lýsingu Borgesens10 á fundar-
stað tegundarinnar og ítarlega leit12,4
hefur hún ekki fundist aftur. Það er
því líklegt að hún sé horfin úr
færeysku flórunni.
Umhverfisaðstæður
Eyjarnar í Færeyjum eru taldar 18 en
að auki eru nokkur sker og hólmar.
Víðast eru eyjarnar sæbrattar að
vestan- og suðvestanverðu en eru
fremur aflíðandi til austurs eða
norðausturs. Umhverfisaðstæður í
sjó við Færeyjar einkennast af því að
eyjamar eru úti í miðju Atlantshafi.
N orður-Atlantshaf sstraumurinn,
sem kemur að suðvestan á leið sirtni
að ströndum Noregs, baðar eyjarn-
ar.15 Yfirborðshiti sjávar er svipaður
um þær allar. Að meðaltali er
sjávarhiti um 6°C í kaldasta mánuð-
inum, febrúar, og fer upp í 10 til
11°C í september. Víða eru þröng og
straumhörð sund á milli eyja og
firðir em nokkrir. Undirlendi er lítið
og engar stórar ár renna til sjávar.
Selta sjávar við eyjarnar er því oftast
yfir 35 seltustig, eins og í úthafinu.
Hita og seltu sjávar svipar til þess
sem er við suðurströnd íslands,
hitinn þó örlítið hærri á veturna.
Munur flóðs og fjöru er víðast
hvar lítill við Færeyjar. Mestur er
munurimi vestan við eyjamar, um
eiim metri að meðaltali en getur farið
upp í rúma tvo metra um stór-
streymi.15 Þar sem munurinn er
minnstur, í kringum Þórshöfn, er
hann ekki nema 10 til 20 cm. Til
samanburðar má geta þess að munur
flóðs og fjöm við Island er mestur við
Vesturland, um 4 m að meðaltali um
stórstraum, en minnstur við Aust-
firði, um 1,2 m. Vegna þess hve
sjávarfallamunur er lítill í Færeyjum
hefur loftþrýstingur oft mun meiri
áhrif á sjávarstöðuna en sjávarfalla-
bylgjan. Þó að munur flóðs og fjöm
sé lítill í Færeyjum em sjávarfalla-
straumar við eyjarnar mjög stríðir.15
Berggrunnur Færeyja er basalt og
er landslag í fjöru svipað og sums
staðar hér á landi, til dæmis á Aust-
fjörðum og Vestfjörðum. Fínt set,
sandur eða möl nær óvíða að safnast
fyrir í fjöm. Þó em á nokkmm stöð-
um malar- eða sandfjömr í botni
fjarða, t.d. innst í Kaldbaksfirði á
Straumey og Skálafirði á Austurey,
sem er lengsti fjörður í Færeyjum, um
15 km langur. Vegna sterkra strauma
og stöðugrar endumýjunar á næring-
arefnaforða er almennt fremur
gróðursælt í sjónum við Færeyjar.16
Botnþömngar em því gróskumiklir,
sérstaklega neðan fjöm.
Botnþörungar
Botnþörungar eru bundnir við hart
undirlag og þrífast ekki á sand- eða
leirbotni. Þeir eru yfirleitt mestir að
vöxtum þar sem stórgrýti eða klettar
eru í fjörum eða á botni grunnsævis.
Þeir eru háðir ljósi og vaxa því
einungis í tiltölulega grunnum sjó
þar sem nægilegt ljós er við botn.
Við Færeyjar hafa botnþörungar
fundist niður á rúmlega 40 m dýpi.11
Efri útbreiðslumörk þörunga ráðast
af því hve hátt sjórinn nær að vökva
þá með reglubundnum hætti og ná
þeir því hærra upp í brimasömum
fjörum en í skjólsælum fjörum.
Fjaran
Eins og víðast annars staðar við
Norður-Atlantshaf eru stórir brún-
þörungar, þangtegundir af ættbálki
Fucales, mest áberandi í fjörum
Færeyja5'17,18 (3. mynd). Efst er oftast
klappaþang, en sums staðar má þó
sjá dvergþang innan um eða ofan
við klappaþang en það er þó mun
sjaldgæfara en úl dæmis við suð-
vesturströnd íslands. Mestan líf-
massa hefur klóþang í fjörum í
Færeyjum. Innan um það vex bólu-
þang sem myndar sums staðar
samfelldar breiður í stað klóþangs-
ins. í brimasömum fjömm er skúf-
þang ríkjandi, en það er einnig
algengt við þéttbýli þar sem fjömm
hefur verið raskað eða mengunar
gætir.
Innan um þangið er lágvaxinn
græn- og rauðþömngagróður. Al-
gengar tegundir í fjöru eru græn-
þörungarnir steinskúfur, maríu-
svunta og slavak; rauðþörungarnir
kóralþang, sjóarkræða, söl, þunna-
skegg og purpurahimna.5, 17- 18 Allt
eru þetta tegundir sem einnig eru
algengar við Island.
Nokkrar tegundir sem eru
áberandi í fjöru í Færeyjum hafa ekki
fundist á Islandi.19 Má til dæmis
nefna brúnþörunginn reimaþang og
rauðþörunginn liðkólf, en báðar
vaxa nálægt neðstu fjörumörkum.
Þessar tegundir hafa norðurmörk
útbreiðslu sinnar í Færeyjum (4. og
5. mynd). Athyglisvert var að finna
kólgugrös í Færeyjum, en það er
49