Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags NÁTTORUFRÆÐI - HVAÐ ER ÞAÐ? Náttúrufræðingur - hvaða þýðingu hefur þetta orð? Það væri býsna fróðlegt verkefni að skoða hvaða merkingu almenningur leggur í þetta orð. Hefði ég verið spurður að þessu á táningsaldri, þ.e.a.s. upp úr 1960, hefði ég vafalaust romsað upp úr mér ein- hverri visku um jarðfræði, dýrafræði og grasafræði og nefnt menn á borð við Sigurð Þórarinsson, Bjarna Sæ- mundsson og Stefán Stefánsson. Svar mitt nú yrði eitthvað á þá leið að nátt- úrufræðingur sé fræðimaður sem leitast við að lýsa náttúrunni, bæði dauðri og lifandi, og skilja breytileika hennar bæði í tíma og rúmi. Náttúru- fræðingurinn vill geta skýrt veröldina í dag í ljósi framvinduferla í fortíðinni og nýtt vitneskju sína og skilning til þess að spá fyrir um framtíðina. Strangt til tekið eru náttúrufræðingar í víðum skilningi ekki til í dag, og hafa líkast til ekki verið til frá því á dögum Forn-Grikkja. Að sönnu er til fólk nú á dögum sem er mjög fjölfrótt um náttúruna. Slík fjölfræðiþekking ristir þó grunnt í þeim hafsjó fræða og þekkingar sem finna má í fræðiritum og rennur nú í stríðum straumum inn í gagnabanka mannkynsins. Þó svo ekki séu til eiginlegir náttúrufræðingar í þessum víða skiln- ingi þá er ljóst að nú eru til fleiri sem fást við náttúrufræðileg vandamál en nokkurn hefði órað fyrir um það leyti sem ég var að hefja háskólanám í líffræði. Þetta á sér einkum rætur í því að hin ýmsu svið náttúrufræðanna hafa þanist út og greinst í sífellt fleiri undirgreinar. Nútíma náttúrufræðing- ur er undantekningalítið sérfræðingur á þröngu sviði. Hvergi hefur útþensla fræðanna verið hraðari en í líffræði en innan hennar hafa á síðustu áratugum orðið til algerlega ný fræðasvið. Stærsta byltingin í þessum efnum er tilkoma sameindalíffræði, sem kom fram sem heilsteypt fræðigrein á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að menn öðluðust skilning á byggingu stórsameinda og hlutverki þeirra í frumum. Stórstígar tækni- framfarir í lífefnafræði og upplýsinga- fræði hafa svo kynt enn frekar undir veldisvexti sameindalíffræðinnar á síðasta áratug. Þessi þróun hefur einnig leitt til aukinnar samþættingar innan líffræðinnar. Þetta birtist m.a. í því að aðferðum sameindalíffræði er nú beitt í æ ríkara mæli í hefðbundnari greinum líffræðinnar. Sameindalíf- fræðin er nú einnig orðin mikilvæg- asta rannsóknartól vísindamanna í greinum er lúta að hefðbundnari sviðurn líffræði og heilbrigði manns- ins. Það dylst engum að á vettvangi sameindalíffræðinnar Hggja stórkost- leg tækifæri í náinni framtíð, t.d. við að svara mikilvægum spurningum um þróun lífsins eða til að átta sig á því hvernig mannsheilinn starfar. Ef við snúum okkur frá smásæjum heimi stórsameinda, frumulíffæra og frumna og hugum að þeirri náttúru- fræði sem felst í að skýra breytingar í umhverfi okkar þá blasa við okkur stórkostleg og ögrandi vandamál. Þessi vandamál kristallast í spurning- unni um það hvernig mannkynið getur lifað í vistkerfum jarðarinnar og nýtt þau án þess að spilla þeim. Þessi spuming fellur undir umhverfisfræði sem, líkt og sameindalíffræðin, hefur orðið til sem fullburða fræðigrein á allrasíðustu áratugum. Öllum má vera ljóst að þessi spurning snertír nánast öll svið mannlegra athafna og skír- skotar til allra fræðasviða. Þess vegna er umhverfisfræðin þverfræðileg. Þáttur náttúrufræðanna er mikilvæg- ur og augljóst að til að ná árangri við að skilja hnattrænar breytingar á um- hverfi okkar þarf að flétta saman rannsóknir á mismunandi sviðum náttúrufræða. Við verðum t.a.m. að öðlast skilning á því hvernig hækk- andi hiti verkar á straumakerfi sjávar og veðurfar áður en við getum farið að spá fyrir um breytingar á vistkerfum á mismunandi stöðum. Þessi fræðilega samþætting sést vel í samstarfi veður- fræðinga, haffræðinga, jöklafræðinga, jarðfræðinga og líffræðinga á sviði fornveðurfræði. Rannsóknir sem þessar byggjast æ meir á samstilltu teymi náttúrufræðinga. Eitt af stærstu og mikilvægustu verkefnum náttúrufræðinga er fræðsla almennings, bæði í gegnum skólakerfið og aðra miðla. Að sönnu skiptir miklu máli að koma náttúru- vísindum á framfæri við virt erlend tímarit og á alþjóðlegum ráðstefn- um, en ég held að við „náttúrufræð- ingar" verðum að taka okkur á í að miðla niðurstöðum okkar til almennings á íslandi. Við erum að vísu þónokkuð dugleg að halda úti fyrirlestraröðum og halda ráðstefr. ur á íslensku. Má í því sambandi nefna lofsvert framtak félagasam- taka eins t.d. HÍN og Líffræði- félagsins. Þá má nefna ýmis nýmæli eins og Raunvísindaþing, sem fyrst var haldið 2004 en áformað er að efna til á tveggja ára fresti í fram- tíðinm. En hér þarf fleira að koma til. Að mínu viti hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að styrkja tengsl manns og náttúru. Við sjáum glögg- lega vilja margra borgarbarna til að efla þessi tengsl „aftur", upplifa nátt- úruna og skilja. Þarna höfum við sem „náttúrufræðingar" mikilvægu hlut- verki að gegna við að upplýsa almenning og fræða um þá leyndar- dóma sem við höfum svipt hulunni af á síðustu áratugum og hvaða vanda- mál sú vitneskja hefur gjaman í för með sér. Sigurður S. Snorrason er forstöðumaður Líjfræðistofnunar Háskólans 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.