Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags NáttOrufarsannáll 2003 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir tóku saman í þessum pistlum, sem eiga að birtast reglulega einu sinni á ári, er áformað að geta um þá náttúruviðburði sem orðið hafa á síðastliðnu ári og þykja minnisverðir. Þó verður hér byrjað á náttúrufarsannál ársins 2003 en annáll fyrir 2004 mun birtast í næsta hefti. Tímaritinu er ætlað að fjalla um náttúrufræði og náttúrufar á íslandi, en af ýmsum orsökum hefur það viljað brenna við að stórmerkra viðburða er þar að engu getið. Þess verður t.d. ekki vart í ritinu að Hekla hafi gosið 1970, 1980, 1991 og 2000 og ekki hafa heldur birst þar skrif um Suðurlands- skjálftana sumarið 2000 svo dæmi séu tekin úr heimi jarðfræða. Nýrra varpfugla á landinu hefur heldur ekki verið getið en þeir eru margir. Hugsanlega eiga greinar um þessi atriði eftir að berast, en þar sem Náttúrufræðingurinn er ekki fréttablað og kemur í besta falli út ársfjórðungslega þá láta menn oftast aðra miðla, eins og t.d. dagblöð eða héraðsblöð, hafa fyrstu lýsingar sínar og greiningar á aðsteðjandi náttúruviðburðum. Fyllri greinar og úttektir koma svo ekki fyrr en langt er um liðið og birtast þá stundum eingöngu í erlendum vísindaritum. Nú er ætlunin að bæta lítillega úr þessu. Ekki verða það þó nema örstuttir minnispunktar, mest til að láta merka náttúruviðburði ekki liggja óbætta hjá garði í tímaritinu. En einnig er vonast til að þeir geti komið að gagni þegar menn gera upp tíðindi liðins árs og ekki síst eiga þeir að verða lesendum til ánægju. Það ber þó að hafa í huga að hér er ekki um strangfræðileg skrif að ræða heldur samsafn af stuttum pistlum sem eru í ætt við annálagreinar. Árferði Samkvæmt veðurfarsyfirliti Veðurstofu Islands sem birtist á Netinu einkenndist árferðið 2003 af hlýindum um land allt. Árið er í hópi þriggja eða fjögurra hlýjustu ára frá upphafi mælinga hér á landi. Breytilegt er eftir landshlutum hvort það er hlýjasta, næsthlýjasta eða þriðja hlýjasta ár á skrá. í Reykjavík var meðalhiti 6,1°C, eða 1,8°C yfir meðallagi, og telst árið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Hitamunur nú og árin 1939 og 1941 er þó varla marktækur. I Stykkishólmi var meðalhitinn 5,4°C, eða 0,3°C yfir meðallagi, og þar með féll hitametið þar frá 1941. Meðalhitinn á Akureyri var 5,1°C, sá næsthæsti frá upphafi mælinga, en metið frá 1933 stendur enn, 5,6°C. Apríl og ágúst þóttu sérlega hlýir, t.d. var hiti víða um og yfir 20°C um norðan- og austanvert landið 18. og 19. apríl og á Sauðanesi fór hann í 21,1°C, sem er mesti hiti sem mælst hefur hér á landi í apríl. Ágúst er sá hlýjasti sem mælst hefur bæði í Reykjavík og í Stykkishólmi en samfelldar mælingar hófust í Stykkishólmi 1845. Á Akureyri er vitað um einn hlýrri ágúst en það var árið 1947. Óvenjusnjólétt var um allt land, lítið um stórviðri, úrkoma um og yfir meðallagi, sem sagt góðæri. Jöklar Að sögn Odds Sigurðssonar, jöklafræðings á vatnamælingadeild Orkustofnunar, voru flestir jöklar á undanhaldi og hefur svo verið í 6-8 ár. Hlaup er í Reykjafjarðarjökli en það er ístunga sem skríður til norðurs úr Drangajökli. Framgangur jökulsins var 70 m á árinu. Hlaupið hófst 2002 og gæti staðið eitt til tvö ár enn. Einnig er hlaup í Búrfellsjökli í Svarfaðardal, sem er smájökull í botni lítils þverdals. Tveir framhlaupsjöklar í Svarfaðardal. T.v. er Teigardalsjökull sem hljóp árið 1971. T.h. er Búrfellsjökull að hlaupa fram. Sprungurnar í ísnum stafa af htaupinu. Þetta eru minnstu framhlaupsjöklar sem þekktir eru í heimi. Myndina tók Oddur Sigurðsson 15. 9. 2003. Hlaup í smájöklum af þessu tagi eru fágæt og lítt rannsökuð. Hlaupið hefur staðið yfir í þrjú ár og er Búrfellsáin, sem frá jöklinum fellur, kolmórauð og litar Svarfaðardalsá allt til sjávar. Búrfellsjökull er talinn hafa hlaupið árið 1913 (sjá einnig www.jorfi.is). Jarðskjálftar Skjálftavirkni á Islandi var minni árið 2003 en árin á undan, sem voru fremur óróleg. Virknin undir vestanverðum Mýrdalsjökli, sem hófst 1999, hélt þó áfram og hélst lítið breytt út árið. Mesta skjálftahrina ársins varð 27. apríl við Geirfuglasker, öflugasti skjálftinn þar mældist 4,0 stig á Richter. Athyglisverð smáskjálftahrina varð í fyrrihluta nóvember á línu austan Dyngjufjalla sem teygðist norður fyrir Herðubreið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.