Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Friðgeir Grímsson, Leifur A. Símonarson og Walter L. Friedrich Kynlega stór aldin úr sIðtertierum setlögum Á ÍSLANDI Vel varðveittar plöntuleifar hafa fundist allvíða í íslenskum setlögum og má þar nefna trjáboli, greinar, barmálar, laufblöð, köngla, rekla, aldin, fræ, gró og frjókom. Mest ber á laufblöðum og hefur þeim verið lýst allt frá því að Ferðabók Eggerts Ólafssonar um ferðir hans og Bjama Pálssonar kom fyrst út árið 1772.1 Ennfremur má nefna stuttaralega lýsingu á laufblöðum í Ferðabók Skotans Ebenesers Hendersons frá árinu 18182 og allítarlega lýsingu á íslenskum tertíerplöntum eftir Svisslendingirtn Oswald Heer frá árinu 1868.3 Oft getur verið erfitt að bera kennsl á ættkvísl eða jafnvel ætt, hvað þá tegund, ef eingöngu er laufblöðum til að dreifa, því að útlitseinkenni laufblaða em oft mjög svipuð hjá skyldum hópum. Hins vegar auðveldar það mjög greiningu til ættkvísla og tegunda ef t.d. aldin og fræ finnast með laufblöðunum. Fræ em með tilliti til stærðar, lögunar, yfirborðsáferðar og innri gerðar mjög fjölbreytileg, en innan sömu tegundar er breytileikinn í raun mjög lítill. Fræ náskyldra tegunda eru því oft mjög lík og oft má sjá svipuð eða nær sömu einkenni hjá tegundum innan sömu ættkvíslar. Komið hefur í ljós að hér á landi hefur fundist óvenjumikið af stórvöxnum fræjum og aldinum í síðtertíemm setlögum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Aldinin sem hér um ræðir em af álmi, vænghnotu og hlyn, þau em öll vængjuð (samara), þ.e. fræið er fast við væng eða vængi sem hjálpa til við dreifingu þess frá móðurplöntunni. Þessum stóm aldinum verður lýst hér ásamt laufblöðum sem talin em tilheyra sömu tegundum. Þá verður reynt að rekja jarðsögu fræja og aldina dulfrævinga og leitað skýringa á því af hverju svo margar lítt skyldar plöntutegundir mynduðu nánast risaaldin hér á landi á síðtertíer, fyrir 12 til 6 milljón árum. Jarðfræði OG ALDUR setlaga Elstu jarðlög landsins tilheyra blá- grýtismynduninni, en hún er hluti af víðáttumiklu hraunlagasvæði sem myndaðist við mikil eldsumbrot á Norður-Atlantshafssvæðinu á ter- tíertímabili. Hér á landi nær jarð- myndun þessi aðallega yfir tvö svæði, annars vegar Vesturland, Vestfirði og Norðurland frá Hval- firði til Bárðardals, hins vegar Austurland frá Þistilfirði til Skeiðar- ársands. Á milli hraunlaganna eru víða misþykk lög úr seti og setbergi og víða í þeim rná fimaa steingerðar leifar gróðurs sem óx hér á landi á tertíer. Trjástofnar og blaðför, aldin og fræ ásamt smásæjum frjókornum og gróum em sums staðar svo vel varðveitt að greina má þau til ætt- kvísla eða jafnvel tegunda. Allmikið er um slík lög á milli hraunlaga á Vestfjörðum og Vesturlandi.4,5 Upp- runi setlaganna er margs konar og má finna rofrænt, lífrænt og gosrænt set. Plöntuleifarnar, sem fjallað verður um í þessari grein, hafa fundist í yngri hluta blágrýtis- myndunarinnar, í setlögum sem eru 12 til 6 milljón ára gömul. Aldur þeirra má sjá á 1. mynd þar sem einnig getur að líta staðsetningu þeirra á Vestfjörðum og Vesturlandi, auk jarðlagahalla og nálægðar við megineldstöðvar sem voru virkar þegar setlögin með plöntuleifunum söfnuðust fyrir. Aldur setlaga og steingervinga sést ennfremur í 1. töflu. Vængjað álmaldin sem hér verður lýst fannst í setlögum í Mókollsdal sem eru 9-8 milljón ára gömul og það sama má segja um laufblað sömu ættkvíslar. Vængaldini og laufblaði af þessari gerð hefur ekki verið lýst áður úr ís- lenskum setlögum. Vængjað aldin vænghnotu, samsett laufblað og smáblöð sömu tegundar fundust einnig í þessum sömu setlögum í Mókollsdal.6 Að auki hafa smáblöð sem talin eru tilheyra tegundinni fundist í eldri setlögum, m.a. við Tröllatungu, Húsavíkurkleif og Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 15-29, 2005 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.