Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 24
N áttúrufræðingurinn
Samsetta laufblaðið og smáblöðin
eru sambærileg öðrum tegundum
vænghnotu. Gerð laufblaðsins og
helstu einkenni smáblaðanna, eins
og æðakerfið, blaðbotn, oddur og
tennur á blaðbrún, hafa verið borin
saman við þær tegundir sem hafa
svipuð einkenni. íslensku blöðin eru
lík Pterocarya fraxinifolia þegar litið
er til lögunar smáblaða, röðunar
þeirra, æðakerfis og tanna, en
svipuð einkenni má einnig sjá hjá P.
macroptera og P. hupehensis Skan
sem vaxa í Kína. Tegundafjöldi
vænghnotu er ekki mikill og nú-
lifandi tegundir eru innan við tíu.
Greining á milli þeirra er í flestum
tilvikum byggð á öðrum einkennum
en þeim sem sjá má á lausum smá-
blöðunum, en þau eru hins vegar sá
hluti plantnanna sem oftast finnst í
setlögum. Útdauðar tegundir væng-
hnotu eru vel þekktar úr jarðlögum
annars staðar. í flestum tilvikum
hefur stökum smáblöðum verið lýst
en ekki samsettum blöðum né aldin-
um. Það sem gerir fund vænghnotu
í íslenskum setlögum mikilvægan er
að hér finnast í sömu lögum, t.d. í
Mókollsdal, samsett laufblöð, laus
smáblöð og aldin sem tengja má
saman og því er líklegt að þessar
plöntuleifar séu af sömu tegund. Út
frá einkennum samsetta laufblaðs-
ins, smáblaðanna og aldinsins
virðist sem um nýja tegund sé að
ræða, en því verður fyrst slegið
endanlega föstu með nánari rann-
sóknum.
Vænghlynur - Acer askelssonii
Friedrich & Símonarson, 1976
Steingervingar vænghlyns, A. askcls-
sonii, eru all-algengir í síðtertíerum
setlögum landsins. Leifar tegundar-
irtnar, bæði aldin og laufblöð, hafa
fundist í setlögun sem eru 12-6
milljón ára gömul og má þar nefna
staði við Brjánslæk, Tröllatungu, í
Mókollsdal og umhverfis Hreða-
vatn. Steingervingar þessir eru eins
og smáblöð vænghnotunnar
geymdir í safni Náttúrufræðistofn-
unar Islands, Háskóla Islands,
Naturhistoriska Riksmuseet í Stokk-
hólmi í Svíþjóð og í Árósa-háskóla í
Danmörku en einnig í Jarðfræði-
safninu í Kaupmannahöfn. Stein-
gervingum þessum söfnuðu m.a.
Japetus Steenstrup árið 1840,
Þorvaldur Thoroddsen árið 1888,
Guðmundur G. Bárðarson á fyrri-
hluta 20. aldar, Rússinn Mikael. A.
Akhmetiev og samstarfsmenn hans
1973-1981, Walter L. Friedrich og
Leifur A. Símonarson 1967-1981 og
loks Friðgeir Grímsson og samstarfs-
mertn hans 1999-2004.
Aldin vænghlyns -
Acer askelssonii
1868 Acer otopterix Goeppert.
Heer, O., bls. 152, myndasíða
28, myndir 9-11.3
1976 Acer askelssonii Friedrich &
Símonarson. Friedrich, W.L.
og Leifur A. Símonarson, bls.
143, myndasíða 1, myndir
1 -A.7
1978 Acer sp. Akhmetiev, M.A.
o.fl., myndasíða 3, mynd 3,
myndasíða 10, myndir 3, 5 &
8.12
1983 Acer askelssonii Friedrich &
Símonarson. Leifur A.
Símonarson og Friedrich,
W.L., bls. 162-163, mynda-
síða 2, mynd 2, myndasíða 7,
mynd 6.8
1999 Acer askelssonii Friedrich &
Símonarson. Friðgeir Gríms-
son, bls. 21, myndasíða 2,
myndir 2-A.9
2002 Acer askelssonii Friedrich &
Símonarson. Friðgeir Gríms-
son, bls. 180-181, myndasíða
14, mynd. 7, myndasíða 15,
myndir 1-5.5
Aldinin eru vængjuð, með fræi í
festingarenda og aflöngum væng
sem teygir sig út frá fræinu (5.
mynd a og b). Eintökin á 5. mynd a
eru númer 801 (vinstri) og 802
(hægri) og gervingurinn á 5. mynd
b er númer 44 í originalsafni Nátt-
úrufræðistofnunar íslands. Eftir-
farandi lýsing er tegundalýsing og
byggð á fjölda eintaka sem
rannsökuð hafa verið og eru í áður-
greindum söfnum.
Lýsing:
Vængaldin þessi eru allt að 90 mm löng
og hlutfallið á milli lengdar fræhúss og
vængs er nálægt því að vera 1:2.
Fræhúsið er 13-35 mm langt og 10-20
mm breitt. Hlutfallið á milli lengdar og
breiddar (1/b) fræhússins er 1,38-1,69/1.
Fræhúsið er breiðlensulaga, aflangt og
mjókkar til endanna, bæði við festing-
una og þar sem vængur og fræoddur
mætast. Fræoddurinn er ávalur og
bakhlið fræhússins er í beinu framhaldi
af vængnum eða rís aðeins upp fyrir
vængbrúnina. Mjög fínlegar og samhliða
langrákir eru á yfirborði fræhússins.
Rákimar eru með um það bil 0,5 mm
millibili og eru för eftir æðastrengi. Þær
eru því margar og liggja þétt saman.
Fræhúsið er einnig markað af litlum, allt
að 4 mm löngum og 0,02 mm breiðum
förum eftir hár. Hárin liggja homrétt á
langrákirnar. Miðás fræhúss myndar
145°-165° horn við miðás vængsins.
Festiör fræhússins er þverskorið og 5-20
mm langt. Vængurinn nær um 1/4-1 /3
niður með þeim hluta fræhússins sem
snýr að oddi. Hann er 25-55 mm langur
(mælt frá mótum fræhúss og vængs á
bakhlið) og 9-24 mm þar sem hann er
breiðastur. Vængurinn er breiðastur rétt
ofan við miðju (3. mynd) og væng-
oddurinn er þverskorinn eða frekar
ávalur. Vængurinn er með frekar beint
bak upp við fræhúsið, þó er stundum
skerðing sjáanleg við mót vængs og fræ-
húss. Skerðing þessi er gmnn og gleið. Á
neðri hlið aldinsins, við mörk vængs og
fræhúss, má oft sjá annaðhvort litla og
gmnna eða stóra og djúpa skerðingu
sem er hornlaga eða ávöl (sbr. skerðing á
skýringarmynd fyrir vængaldin hlyns á
3. mynd). Vængurinn er með marga
æðastrengi. Strengirnir liggja frá odd-
lægri brún fræhússins og meðfram bak-
hlið vængsins og þaðan beygja streng-
irnir niður í átt að neðri vængbrún.
Strengirnir beygja frá bakhlið vængsins
undir 30°-10° horni og kvíslast oft á
leiðinni. Á vængnum má því sjá þéttofið
strengjamunstur.
Sú gerð aldina sem hér hefur
verið lýst er einkennandi fyrir væng-
hlyn (Acer askelssonii), en honum
hefur verið lýst úr setlögum m.a. við
Hreðavatn, en þau eru 7-6 milljón
ára gömul.7,8 Oswald Heer3 varð þó
22