Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 69
Sveinn P. Jakobsson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags IARÐFRÆÐIRÁÐSTEFNAN 2008 Alþjóða- Stór alþjóðleg ráðstefna er haldin á vegum Alþjóða jarðfræðisambandsins fjórða hvert ár að jafnaði. Síðast var ráðstefnan í Flórens á Ítalíu í ágúst 2004 og þar var ákveðið að næsta ráðstefna verði haldin í Osló árið 2008 á vegum norrænu aðildarlandanna í sameiningu. Þessi alþjóðlega jarðfræðiráðstefna er með stærstu samkomum jarðfræðinga, til Flórens komu þannig um 7400 manns frá 117 þjóðlöndum. ÁLÞJÓÐA JARÐFRÆÐH SAMBANDIÐ Alþjóða jarðfræðisambandið (Inter- national Union of Geological Sciences, IUGS) var stofnað 1961. Það starfar iiman vébanda Alþjóða- ráðs vísindasambanda (Intemation- al Council of Scientific Unions, ICSU) og er núorðið ein virkasta og stærsta alþjóðlega vísindastofnunin. ísland hefur verið aðili að sam- bandinu frá byrjun. Fjöldi aðildar- landa er nú 117 og í þessum löndum er alls um hálf milljón jarðfræðinga. í hverju landi er landsnefnd; íslenska nefndin hefur undanfarin átta ár verið skipuð fulltrúum frá Háskóla íslands, Jarðfræðafélagi íslands, Náttúrufræðistofnun ís- lands, Norrænu eldfjallastöðinni og Orkustofnun. Landsnefndin hefur verið vistuð hjá umhverfisráðu- neytinu, en þar eru nú til athugunar breytingar á skipan nefndarinnar. Umliverfisráðuneytið greiðir aðild- argjald íslendinga að Alþjóða jarð- f ræðisambandinu. Markmið Alþjóða jarðfræðisam- bandsins er í stuttu máli að efla og kynna jarðfræðirannsóknir á breið- um grunni og auðvelda alþjóðleg samskipti jarðfræðinga. Það hefur komið sér upp góðri heimasíðu, (http://www.ings.org). Sambandið gefur út tímaritið Episodes og kemur það út fjómm sinnum á ári. Tíma- ritinu er dreift á helstu rannsókna- bókasöfn hérlendis, en útdráttum greina má einnig fletta upp á netsíðu sambandsins. Skrifstofa Alþjóða jarðfræðisambandsins er í Þránd- heimi og greiða Norðmenn allan kostnað af rekstri hennar. Eins konar forveri Alþjóða jarð- fræðisambandsins var sérstakt ráð, sem bar nafnið Alþjóða jarðfræði- ráðstefnan (Intemational Geological Congress, IGC). Það var stofnað 1875 og hafði þann tilgang að standa fyrir alþjóðlegum jarðfræðiráðstefn- um á þriggja til fjögurra ára fresti. Fyrsta ráðstefnan var svo haldin í París 1878, sjá 1. töflu. Síðan 1964 hefur IUGS í raun séð um Alþjóða jarðfræðiráðstefnurnar og í Flórens í ágúst síðastliðnum var endanlega samþykkt að leggja skuli IGC-ráðið niður þannig að framvegis verða þessa ráðstefnur formlega alfarið á vegum IUGS. Margar framkvæmdanefndir (e. commissions) hafa starfað á vegum Alþjóða jarðfræðisambandsins og hafa sumar þeirra haft veruleg áhrif á þróun ákveðinna vísindagreina. Alþjóða framkvæmdanefndin um jarðlagafræði (Intemational Commis- sion on Stratigraphy, ICS) stýrir fjölda undimefnda sem hafa beitt sér fyrir samræmingu skilgreininga á hugtökum er snerta jarðlög og jarð- sögu. Framkvæmdanefnd um flokk- un bergtegunda (Commission on Systematics in Petrology, CSP) hefur einnig verið mjög virk. Hún hefur komið með ítarlega útfærðar tillögur um flokkun storkubergs (sjá Le Maitre (ritstj.): Igneous Rocks, a Classification and Glossary of Terms, 2nd Edition, Cambridge 2002). Vinna við tillögur að flokkun myndbreytts bergs og setbergs virðist vera komin vel á veg. Þá hafa margar verkefna- nefndir starfað tímabundið fyrir Al- þjóða jarðfræðisambandið. Nýjasta raimsóknarverkefnið (e. project) af þessu tagi er „Læknisfræðileg jarð- fræði" (Medical Geology) sem fjallar m.a. um áhrif grunnvatns, jarðvegs og jarðgmnns á heilsufar manna. Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 67-70, 2005 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.