Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn fyrstur til að lýsa vængaldinum af þessari gerð frá Hreðavatni, en taldi þau tilheyra tegundinni A. otopterix Goeppert. Friðgeir Grímson5,9 hefur einnig lýst vængaldinum af þessari tegund úr sömu setlögum. Þegar aldinið er borið saman við aldin nú- lifandi tegunda er erfitt að finna vængaldin með fræhús sem nær sömu stærð og fræhús vænghlyns (A askelssonii). Fræhúsið er mun stærra og hlutfallið milli lengdar fræhúss og vængs er hærra en hjá öllum aldinum núlifandi hlyn- tegunda (4. tafla). Ef litið er á stærð- ina eru fáar núlifandi tegundir sem eru sambærilegar við þá íslensku, en þá einna helst aldin silfurhlyns (Acer saccharinum Linné) sem eru þekkt fyrir stóra vængi, en þar er hlutfallið á milli lengdar fræhúss og vængs um 1:3, sem er mun lægra en hjá vænghlyn, og festiör aldina eru áberandi styttri. Silfurhlynur vex nú í suðausturhluta Norður-Ameríku. Þegar aldin vænghlyns eru borin saman við aldin annarra útdauðra tegunda11 er erfitt að finna sam- bærileg aldin með jafnstórt fræhús, en fræhús vænghlyns virðist vera með því allra stærsta sem þekkist hjá hlynaldinum. Ef litið er til stærðar- innar eru aldin hvítfuglahlyns (A. whitebirdense (Ashlee) Wolfe & Tanai) einu aldinin sem eru virki- lega sambærileg við aldin væng- hlyns. Fræhús hvítfuglahlyns er svipað að stærð og hjá vænghlyn og lögun vængsins er einnig mjög lík. Það sem aðskilur þessar tegundir er hins vegar lögun fræhússins og ýmis einkenni á yfirborð fræhúss og vængs, eins og æðastrengimir og hár.11 Blöð vænghlyns - Acer sp. aff. askelssonii 1868 Platanus aceroides Goeppert. Heer, O., bls. 150, myndasíða 26, mynd 5.3 1972 Acer cf. tricuspidatum Bronn. Friedrich, W.L., Leifur A. Símonarson og Heie, O.E., bls. 9, myndasíða 3, mynd 5.6 1978 Acer sp. ex sect. Platanoidea Pax. Akhmetiev, M.A. o.fl., myndasíða 10, myndir 2 & 4.12 1982 Acer sp. 2. Friedrich, W.L. og Leifur A. Símonarson, bls. 163, myndasíða 6, myndir 1-3.13 1983 Acer sp. aff. askelssonii Friedrich & Símonarson. Leifur A. Símonarson og Friedrich, W.L., bls. 163-165, myndasíða 2, mynd 1, myndasíða 8, myndir 1-3.8 2002 Acer sp. aff. askelssonii Friedrich & Símonarson. Friðgeir Grímsson, bls. 178-180, myndasíða 13, myndir 7-9, myndasíða 14, myndir 3-6.5 Steingervingarnir eru blöð af margvíslegri stærð, allt frá smáum og líklega ungum blöðum í stór- vaxin eldri blöð. Blöðin eru öll með fleiri en einn aðalstreng og greini- lega sepa. Stærðarmun og breyti- legan fjölda aðalstrengja, svo og sepa, má sjá með því að bera saman 5. mynd c og d. Minna blaðið er númer 803 og það stærra er númer 804 í originalsafni Náttúrufræði- stofnunar Islands. Lýsing: Blöðin eru fjölstrengja og handsepótt með (3) 5 eða 7 sepa. Heildarlengd blöðkunnar frá blaðbotni og fram í blað- odd miðsepans er 20-140 mm. Breidd blöðkunnar á milli blaðodda efri hliðar- sepanna er 20-190 mm. Blöðin eru tiltölulega breið. Blaðoddar sepanna eru aflangir (attenuate) og oddhvassir, en blaðbotninn er hjartalaga eða ör- og spjótslaga. Miðsepinn er oftast með sam- síða hliðar í neðri hluta, en að ofan er hann frekar tígullaga og mjókkar stöðugt fram í blaðoddinn. Efri hliðar- sepamir eru næstum jafnstórir og mið- sepinn, en oddar þeirra sveigjast upp á við. Neðri hliðarsepamir em hins vegar nokkru minni en miðsepinn og efri hliðarseparnir. Allir separnir hafa aflangan og hvassan odd. Blaðröndin er sepótt og nær skerðingin milli sepanna um það bil þriðjung inn að blaðmiðju. Skerðingin er breið og ávöl. Blaðröndin er með einstaka allstórar tennur, annað- hvort breiðar og gleiðar (>90°, obtuse) eða allt að því aflangar og oddhvassar í lögun og em þær aðskildar af breiðum og ávölum skerðingum. Hliðarstreng- irnir (annarrar gráðu æðar) ganga út í tennumar, en strengirnir ná ekki fram í blaðröndina heldur klofna rétt innan við hana. Blöðin em með stilk sem er 24-55 mm langur og 1-3,5 mm breiður. Aðalstrengjakerfið er fjölstrengja (actino- dromous æðakerfi), með marga aðal- strengi (fyrstu gráðu æðar) sem koma frá miðjum blaðbotni þar sem blaðka og stilkur mætast. Frá blaðbotninum liggja 3-9 aðalstrengir og gagnstæðu aðal- strengimir í efri hliðarsepunum rísa frá miðstrengnum undir 32°-56° homi þar sem blaðka og stilkur mætast. Homið á milli miðsepans og skerðinga efri hliðarsepanna er um 16°-37° (4. mynd). Aðalstrengirnir í neðri hliðarsepunum rísa undir 115°-61° horni upp eftir mið- strengnum. Hliðarstrengimir (annarrar gráðu æðar) enda ekki í blaðbrúninni (camptodromous æðakerfi) heldur beygja þeir upp með henni og mynda greinilega boga meðfram blaðbrúninni þegar þeir tengjast efri hliðarstrengnum (camptodromous æðakerfi) eða þeir ná út í tennur blaðbrúnarinnar og klofna þar (pseudocraspedodromous æða- kerfi). Hliðarstrengir em margir, 6-11 pör, og stefna út beggja vegna aðal- strengjanna, en einnig eru nokkrir millistrengir (intersecondary veins) sem rísa með 80°-34° homi upp eftir mið- strengnum (4. mynd). Rishom hliðar- strengjanna verður þrengra eftir því sem ofar dregur þar sem strengirnir beygja upp á við er þeir nálgast blaðbrúnina. Hliðarstrengir rísa stakstætt eða gagn- stætt út frá aðalstrengjunum og bilið á milli þeirra er mislangt, en það fer minnkandi í átt að sepaoddunum. Þver- strengir (þriðju gráðu æðar) rísa homrétt eða skarpt frá neðri og efri hlið hliðar- strengjanna. Munstrið sem þverstreng- irnir mynda er eirtfalt þar sem þver- strengirnir frá samsíða hliðarstrengjum sameinast. Þverstrengimir em klofnir og eru 3-5 þverstrengir á hvem sentimetra af hliðarstreng. Hornstrengirnir rísa homrétt frá þverstrengjunum og mynda marghliða fleti sem skipt er niður í blaðreiti af smástrengjum (fimmtu gráðu æðar). Blaðreitirnir eru vel afmarkaðir, fjögurra- til fimmhliða og svipaðir að lögun og stærð. Þar sem greina má reita- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.