Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn
Aldin
Hlynur
Almur
Vænghnota
vængæð
vængur
mátti á fræhúsi og vængjum aldina
voru skoðuð og notuð til að lýsa
tegundinni. Hér á eftir er væng-
aldinum viðkomandi ættkvíslar lýst
fyrst og síðan laufblöðum sem talin
eru til sömu tegundar. Plöntu-
hlutum eða tegund er lýst eftir
stafrófsröð undirflokka og svo ætt-
bálka. Álmur og vænghnota teljast
til undirflokksins nornahesli, en
álmur til netluættbálks og væng-
hnotan til valhnotuættbálks. Hlynur
tilheyrir rósaundirflokknum og því
er þeim plöntuleifum lýst síðast.
ÁLMUR - U lmus SP.
Aldin álms og laufblað sömu ætt-
kvíslar, sem hér verður lýst, fundust
í setlögum í Hrútagili í Mókollsdal
við Steingrímsfjörð. Steingervinga
þessa fundu Leifur A. Símonarson
og Walter L. Friedrich á árunum
1967-1969, þegar þeir félagar feng-
ust við rannsóknir á steingerðri flóru
svæðisins. Álmaldinið og laufblaðið
eru þau einu sinnar tegundar sem
fundist hafa í jarðlögum á Islandi;
hvorki aldin né blað af álmi sömu
tegundar hefur fundist hér fyrr eða
síðar. Setlögin sem steingervingarnir
fundust í eru um 9-8 milljón ára
gömul.
Álmaldin
Steingervingur númer 798 í origina-
lsafni Náttúrufræðistofnunar ís-
lands. Aldinið er flatt vængaldin (2.
mynd b), með samanpressað fræhús
sem er umlukið himnukenndum
væng.
Lýsing:
Heildarlengd vængaldinsins er um 40
mm með stöngulfestingu en um 36 mm
án hennar og það er 24 mm þar sem það
er breiðast. Fræhúsið er sporöskjulaga til
breiðegglaga og situr í miðju væng-
aldininu, 9 mm langt og 7 mm breitt og
breiðast rétt fyrir neðan miðju, en
hlutfallið á milli lengdar og breiddar
(1/b) er 1,3/1. Fræhúsið hefur ávalan til
þverskorinn botn, ávalar hliðar og
mjókkar frá miðju fram að oddi sem er
frekar ávalur. Æðarnar á yfirborði
fræhússins eru lóðréttar. Vængurinn
sem umlykur það er allt að 36,7 mm
3. mynd. Hlynaldin efst til vinstri,
álmaldin efst til hægri og aldin væng-
hnotu fyrir neðan. Aldinin eru ekki í
réttum stærðarhlutföllum. - Winged
samaras of maple, elm and wing-nut
(PterocaryaL Sizes are not in scale.
langur og 11,2 mm breiður beggja
vegna. Miðæð aldinsins liggur meðfram
annarri hlið fræhússins sem gefur
vængnum ofurlítið ósamhverft útlit (3.
mynd). Vængbrúnin er ávöl, með djúpt
hak í toppi, en hakið nær hálfa leið niður
að oddi fræhússins. Vængurinn hefur
áberandi æðar sem ná frá fræhúsi og
fram í vængbrún. Æðamar kvíslast á leið
sinni í átt að vængbrúninni. Bikarinn er
handlaga, ósamhverfur og grípur inn á
vænginn (2. mynd b og 3. mynd). Hann
er 4,4 mm langur og 3,3 mm breiður.
Stöngullinn sem kemur frá bikamum er
3 mm langur og ofurlítið sveigður.
Vængaldirúð er einkennandi fyrir
álmættina, en aldinum af þessari
gerð hefur ekki verið lýst áður,
hvorki úr íslenskum né erlendum
jarðlögum. Þegar vængaldinið er
borið saman við vængaldin þeirra
tæplega 50 núlifandi álmtegunda
sem eru þekktar, kemur í ljós að þau
eru öll mun minni, oftast í kringum
10 mm að lengd. I 2. töflu má sjá
nokkrar af þeim tegundum sem bera
vængaldin sem verða 15 mm eða
lengri. Þó svo að flest vængaldin
18
J