Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 10. mynd. Svartrotta, Rattus rattus, hefur lengi verið talin uppspretta flestra svartadauðafaraldra, meðal annars í Evrópu. Þetta er mí dregið í efa og getur ekki átt við hérlendis, par sem he'r voru engar rottur á miðöldum og raunar hefur svartrotta aldrei prifist hér til lengdar. Ef sjúklingurinn lifir nógu lengi, hóstar hann upp úr sér bakteríum með hráka og úða og nálægir menn, sem anda úðanum að sér, sýkjast af lungnapest. Hún banar öllum, sem hana taka og fá ekki nútímalyfja- meðferð, á þriðja til sjötta degi. Vegna þess að ekki er hægt að skýra öll tilvik af svartadauða með milligöngu rottu og rottuflóar - til dæmis á íslandi þar sem engar voru rottur’’ - hafa menn gert ráð fyrir að veikin hafi þá gengið sem lungna- pest og smit borist frá manni til manns. En sá er hængur á þeirri skýringu að allir þeir sem rannsakað hafa kýlapest - og þar með lungna- pest - í löndum þar sem þessi nag- dýrapest hefur lagst á menn eru um það sammála að faraldur af pest í tnönnum af völdum Yersinia pestis getur hvorki komið upp né haldist við án þess að sýkillinn sé til staðar í stofni villtra nagdýra.w,n Lungnapestin virðist helst hafa dreifst innan fjölskyldna, eða til hjúkrunarfólks og gesta á heimilum.12 Ekki nóg með það. Þessi villtu nagdýr verða að þola sýkilinn allvel. Yersinia pestis þrífst í ýmsum villtum nagdýrum, einkum í náttúrlegum heimahögum sýkinnar, án þess að valda hýslum sínum verulegu heilsutjóni. í þessum hópi eru ýmsar stúfmýs, jarðíkornar og stökkmýs. Svartrottur (10. mynd) hrynja hins vegar niður af pestimú og stofnar þeirra geta ekki til lengdar staðið undir svartadauðafaraldri í mönn- um.f Að mati þeirra Scotts og Duncans er ekki vitað um nein nagdýr í Evrópu, fyrr eða síðar, sem þolað hafa Y. pestis það vel að bakterían haldist við svo nokkrum tíma nemi í stofnum þeirra.13 (Smáfaraldrar af kýlapest hafa þó geisað um skamma hríð á stöku stað við Miðjarðarhaf, eins og brátt verður vikið að.) Þess eru dæmi, að vísu ekki í Evrópu, að menn hafi tekið kýlapest af biti flóa af villtum nagdýrum sem þola sýkina. í Mansjúríu sýktust veiðimenn til dæmis á árunum 1910 og 1911 af múrmeldýrum, sem þeir veiddu vegna skinnanna. Þar gekk sýkin svo í formi lungnapestar og alls létust um 60.000 menn. Og einstök dæmi eru um það að menn hafi sýkst af að eta kjöt dýra, svo sem geita og úlfalda, sem verið hafa innan um sýkt, villt nagdýr.14 Kýlapest hefur samt nokkrum sinnum borist til Evrópu, til hafnar- borga við Miðjarðarhaf. Sýkin barst þó aldrei langt inn í land og dánar- tala var mun lægri en í eiginlegum blóðpestarfaröldrum. A Norður- Ítalíu skráðu heilbrigðisyfirvöld þessar plágur sem „minniháttar", til aðgreiningar frá meiriháttar svarta- dauðaplágum.15 Árið 1720, eftir að svartidauði var útdauður í Evrópu, braust út plága, sem hefur verið kýlapest, við Mið- jarðarhafsströnd Frakklands, í Marseille. Gamalreynd ráð gegn svartadauða gáfust illa, svo sem að setja sýkt svæði í sóttkví, enda virtu rotturnar slíka tálma lítt. Greint hefur verið frá því að fiskimenn hafi háfað 10.000 rottuhræ upp úr höfninni í Marseille og sökkt úti á rúmsjó.16 Þetta hafa trúlega verið brúnrottur. Þegar kýlapest herjar á rottur í borgum skríða þær dauðvona í stórhópum út á götumar. Svo kólna rottuhræin og flærnar stökkva af þeim á næsta blóðheitan skrokk, sem eins oft er maður. Rottuflær þrífast að vísu ekki lengi á mannablóði, en þær geta sýkt mamúnn af kýlapest. Aldrei hefur manndauði í faraldri kýla- pestar komist neitt í námunda við það sem var í svartadauða, trúlega nær fimm prósentum en fimmtíu. Rofar TIL Þegar á 20. öldina leið fóm að vakna efasemdir um það að svartidauði í Evrópu hefði orsakast af Yersinia pestis, eða að minnsta kosti talið að sumir faraldrarnir hefðu verið eitthvað annað en kýlapest. Scott og Duncan vitna í J. F. D. Shrewsbury, virtan örvemfræðing og prófessor við Cambridgeháskóla. Hann birti árið 1970 ítarlega sögu pestar- faraldranna á Bretlandseyjum á mið- öldum, A History ofBubonic Plague in the British Isles, og dró þar saman mikið magn upplýsinga um plágu- faraldrana á Bretlandi en fjallaði ekki um svartadauða á meginlandi Evrópu. Hann rakti flesta faraldrana til kýlapestar, en hann hlaut sakir reynslu og þekkingar að leita annarra skýringa á sumum tilvikunum, sem hann taldi oft - ranglega - hafa verið taugaveiki. Shrewsbury sætti harðri gagn- rýni, ekki fyrir þá sannfæringu sína að flestir pestarfaraldrariúr á Bret- landi hefðu verið kýlapest, borin með flóm úr rottum, heldur fyrir að e Svartrottur hljóta að hafa slæðst alloft með skipum til Islands á miðöldum f Hið sama á við um brúnrottur, (11. mynd), en þær voru ekki í Evrópu á en þær hafa aldrei haldist hér við til langframa. Rottur settust ekki varanlega tímum svartadauða. að á íslandi fyrr en á 18. öld og það voru brúnrottur. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.