Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn Laufblöð 4. mynd. Laufblöð og helstu einkenni þeirra. Sýnt er blað með einn aðalstreng eða miðstreng efst til vinstri, laufblað með marga aðalstrengi efst til hægri og neðst til hægri er samsett laufblað. Strengjakerfi og tennur má enn frekar sjá á stækkuðum blaðhluta neðst til vinstri. - Different types of leaves and their characteristics are shown with Icelandic terminology. Vænghnota - Pterocarya sp. Steingerðar plöntuleifar vænghnotu eru frekar algengar í setlögum sem eru 10-8 milljón ára gömul og hafa fundist við Tröllatungu, Húsavíkur- kleif, Gautshamar, Mókollsdal og Skarðsströnd. Aðallega eru það smáblöð sem hafa fundist en einnig er eitt vængaldin og eitt samsett laufblað úr setlögunum í Mókollsdal sem eru um 9-8 milljón ára gömul. Smáblöðin eru í safni Náttúrufræði- stofnunar íslands, í safni Natur- historiska Riksmuseet í Stokkhólmi í Svíþjóð, í steingervingasafni Walters L. Friedrich í háskólanum í Árósum og í safni Friðgeirs Grímssonar í Háskóla fslands. Smáblöðin fundu m.a. Guðmundur G. Bárðarson á fyrrihluta 20. aldar, Rússinn Mikael A. Akhmetiev og samstarfsmenn hans á árunum 1973-1981 og Walter L. Friedrich og Leifur A. Símonarson á árunum 1967-1981 og loks Friðgeir Grímsson og samstarfsmenn hans á árunum 1999-2004. Aðeins hefur þó fundist eitt vængaldin og eitt samsett laufblað en það fundu Leifur A. Símonarson og Walter L. Friedrich í Mókollsdal sumarið 1967. Aldin vænghnotu 1972 Pterocarya sp. Friedrich, W.L., Leifur A. Símonarson og Heie, O.E., bls. 9, myndasíða 2, mynd 2.6 Aðeins er til eitt eintak af þessari tegund úr íslenskum jarðlögum. Steingervingurinn er númer 73 í originalsafni Náttúrufræðistofnunar íslands. Vængaldinið hefur ekki varðveist heilt, því hluta annars vængsins vantar (2. mynd d). Lýsing: Fræhúsið er 11 mm í þvermál í fletinum þar sem vængirnir rísa út frá því (3. mynd). Það hefur haft ávalan botn og strýtulaga odd en er nú samanpressað. Yfirborð fræhússins er bylgjótt en fín- legri einkenni á yfirborði, eins og hár, eru ekki sjáanleg. Vængimir eru tígul- laga, 23-28 mm langir og 25-27 mm þar sem þeir eru breiðastir. Áætlað vænghaf aldinsins er um 56 mm. Vængæðar rísa með jöfnu millibili út frá fræhúsinu og stefna að vængbrúninni. Alls liggja 35—40 æðar út frá fræhúsinu á hvorum væng og þær greinast og klofna í átt að vængbrúnunum, sem eru bylgjóttar. Aldinið er það eina sinnar teg- undar sem fundist hefur í íslenskum setlögum. Lögun fræhúss, vængir og æðakerfi er einkennandi fyrir vænghnotu. Fræhúsið er stærra en hjá öllum öðrum núlifandi tegund- um ættkvíslarinnar. Lögun þess er sambærilegust við lögun fræhússins hjá Pterocarya fraxinifolia (Lamarck), sem er dreifð um Kákasus til Norður-Síberíu, og svo hins vegar P. rohifolia Siebold & Zuccarini og P. macroptera Batalin en þær vaxa í Asíu (3. tafla). Þó svo að lögun fræ- húss sé svipuð hjá þessum núlifandi tegundum og íslenska aldininu hafa fíngerð einkenni á yfirborði fræhúss íslensku vænghnotunnar ekki varðveist og því erfitt að gera frekari samanburð. Vængir aldinsins hjá íslensku vænghnotunni eru frekar frábrugðnir vængjum núlifandi tegunda, þeir eru áberandi meira tígullaga, en það einkenni er einna helst að finna hjá núlifandi P. macroptera. Flest steingerð aldin vænghnotu eru mun minni en það sem fundist hefur hér á landi. Ekki hefur ennþá tekist að finna lýsingar á aldinum úr setlögum annars staðar í heiminum sem samsvarar fullkom- lega aldini íslensku vænghnotunnar. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.